Þrjú ný íbúðahverfi í byggingu á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. maí 2023 15:05 Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar í pontu á fagþingi Samorku, sem fór fram á Selfossi í síðustu viku. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Árborg hefur fjölgað um tæplega þrjátíu prósent á síðustu sjö árum og ekkert útlit er fyrir að það muni hægja á þessari fjölgun á næstu árum. Í dag eru þrjú íbúðahverfi í byggingu á Selfossi og eitt til viðbótar í samþykktarferli í sveitarfélaginu. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með allri þessari íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg síðustu ekki ár, ekki síst á Selfossi því þar hafa ný hverfið sprottið upp eins og gorkúlur. Í dag er íbúatala Árborgar um 11.300 manns. Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg fór meðal annars yfir þessar fjölgun íbúa í ávarpi, sem hún flutti í vikunni á þingi Samorku á Selfossi en Samorka er Samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi „Hér hefur íbúum fjölgað um rúmlega fjórðung á síðustu sjö árum, eða um 27,4% frá árinu 2016. Og fyrirséð er að sú uppbygging muni halda áfram næstu árin. Um þessar mundir eru þrjú íbúðahverfi í uppbyggingu og eitt til viðbótar í samþykktarferli. Iðnaðarhverfi er í byggingu og fleiri í deiliskipulagsvinnu og í þeim samþykktu hverfum, sem nú eru í byggingu munu búa um 5 þúsund manns þegar fram líða stundir, sem sýnir okkur að íbúar hafa trú á uppbyggingunni og svæðinu til framtíðar,” sagði Fjóla. Um fimm þúsund manns munu búa í nýju hverfunum, sem er verið að byggja á Selfossi. Íbúar Árborgar eru í dag um 11.300 talsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla hrósaði nýja miðbænum á Selfossi, sem hefur gjörbreytt bæjarbragnum, bæði fyrir heimamenn og gesti. „Þar blómstrar hverskyns matar- og menningarstarfsemi í bland við verslun og skemmtilegt íbúaform. Miðbærinn er gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn með jákvæð áhrif á hótel, sem eru þétt setinn með ráðstefnur og þing samtaka eins alls staðar úr heiminum. Árborg er í dag heitur reitur í ferðaþjónustu, atvinnubyggingu og mannlífi á Suðurlandi.” Það er þó ekki allt jákvætt við mikla íbúafjölgun í Árborg því skortur á heitu vatni hefur verið hamlandi fyrir sveitarfélagið í allri uppbyggingunni eins og bæjarstjórinn kom inn á í ávarpi sínum. „Við teljum því mikilvægt að leggja áfram áherslu á uppbyggingu Selfossveitna hvað öflun á heitu vatni snertir. Þar ber helst að nefna tilraunaborholur, samninga um jarðhitaréttindi og viðræðum um samstarf við önnur orkufyrirtæki en þetta er allt afar kostnaðarsamt,” sagði bæjarstjóri Árborgar í ávarpi sínu á fagþingi Samorku. Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með allri þessari íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg síðustu ekki ár, ekki síst á Selfossi því þar hafa ný hverfið sprottið upp eins og gorkúlur. Í dag er íbúatala Árborgar um 11.300 manns. Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg fór meðal annars yfir þessar fjölgun íbúa í ávarpi, sem hún flutti í vikunni á þingi Samorku á Selfossi en Samorka er Samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi „Hér hefur íbúum fjölgað um rúmlega fjórðung á síðustu sjö árum, eða um 27,4% frá árinu 2016. Og fyrirséð er að sú uppbygging muni halda áfram næstu árin. Um þessar mundir eru þrjú íbúðahverfi í uppbyggingu og eitt til viðbótar í samþykktarferli. Iðnaðarhverfi er í byggingu og fleiri í deiliskipulagsvinnu og í þeim samþykktu hverfum, sem nú eru í byggingu munu búa um 5 þúsund manns þegar fram líða stundir, sem sýnir okkur að íbúar hafa trú á uppbyggingunni og svæðinu til framtíðar,” sagði Fjóla. Um fimm þúsund manns munu búa í nýju hverfunum, sem er verið að byggja á Selfossi. Íbúar Árborgar eru í dag um 11.300 talsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla hrósaði nýja miðbænum á Selfossi, sem hefur gjörbreytt bæjarbragnum, bæði fyrir heimamenn og gesti. „Þar blómstrar hverskyns matar- og menningarstarfsemi í bland við verslun og skemmtilegt íbúaform. Miðbærinn er gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn með jákvæð áhrif á hótel, sem eru þétt setinn með ráðstefnur og þing samtaka eins alls staðar úr heiminum. Árborg er í dag heitur reitur í ferðaþjónustu, atvinnubyggingu og mannlífi á Suðurlandi.” Það er þó ekki allt jákvætt við mikla íbúafjölgun í Árborg því skortur á heitu vatni hefur verið hamlandi fyrir sveitarfélagið í allri uppbyggingunni eins og bæjarstjórinn kom inn á í ávarpi sínum. „Við teljum því mikilvægt að leggja áfram áherslu á uppbyggingu Selfossveitna hvað öflun á heitu vatni snertir. Þar ber helst að nefna tilraunaborholur, samninga um jarðhitaréttindi og viðræðum um samstarf við önnur orkufyrirtæki en þetta er allt afar kostnaðarsamt,” sagði bæjarstjóri Árborgar í ávarpi sínu á fagþingi Samorku.
Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira