Katrín fundar með Selenskí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 09:05 Forseti Úkraínu verður á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki. Getty/Yan Dobronosov Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Segir þar að á fundinum verði rætt um áframhaldandi stuðning Norðurlandanna við Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússlands, umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu og hvernig stuðla megi að friði og hefja efnahagsuppbyggingu í landinu. Ræða varnarmál Finna sérstaklega Selenskí mætir til Finnlands í boði Sauli Niinistö, forseta Finnlands. Hyggjast forsetarnir funda og ræða öryggismál landanna tveggja og samskipti þeirra á milli. Að því loknu munu þeir halda sameiginlegan blaðamannafund. Finnar eru nýgengnir í NATO en þeir sóttu um aðild að sambandinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Fundurinn er hinn fyrsti sem Finnar eiga með hinum Norðurlöndunum og Úkraínumönnum sem fullgildir meðlimir bandalagsins. Þá mun Selenskí snæða hádegisverð með Sönnu Marín, forsætisráðherra Finnlands og utanríkisráðherra Pekka Haavisto auk þess sem hann mun hitta forseta finnska þingsins Petteri Orpo. Halda sameiginlegan fund Síðdegis mun Selenskí hitta leiðtoga norðurlandanna á sérstökum fundi. Þar verða forsætisráðherrar landanna. Í tilkynningu frá finnska forsetaembættinu kemur fram að á fundinum verði innrás Rússa í Úkraínu sérstaklega rædd og áframhaldandi stuðningur Norðurlanda við Úkraínu og samband landsins við Evrópusambandið og NATO. Að fundinum loknum munu ráðherrarnir halda sameiginlegan blaðamannafund með forsetanum. Þá taka við tvíhliða fundir forsetans með ráðherrunum, meðal annars Katrínu Jakobsdóttur. Hitti Selenskí síðast í mars Katrín hitti Selenskí síðast í heimsókn sinni til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Sagðist Katrín meðal annars hafa rætt við Selenskí um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn er í Reykjavík um miðbik maí. Vel fór á með Katrínu og Selenskí í Kænugarði í mars sem skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um samstarf ríkjanna. Katrín og Þórdís Kolbrún greindu meðal annars frá því hvernig áframhaldandi stuðningi Íslands sem herlausrar þjóðar við Úkraínu yfir á þessu ári. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er á vettvangi og flytur fréttir af heimsókn Selenskí til Finnlands í allan dag. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Segir þar að á fundinum verði rætt um áframhaldandi stuðning Norðurlandanna við Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússlands, umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu og hvernig stuðla megi að friði og hefja efnahagsuppbyggingu í landinu. Ræða varnarmál Finna sérstaklega Selenskí mætir til Finnlands í boði Sauli Niinistö, forseta Finnlands. Hyggjast forsetarnir funda og ræða öryggismál landanna tveggja og samskipti þeirra á milli. Að því loknu munu þeir halda sameiginlegan blaðamannafund. Finnar eru nýgengnir í NATO en þeir sóttu um aðild að sambandinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Fundurinn er hinn fyrsti sem Finnar eiga með hinum Norðurlöndunum og Úkraínumönnum sem fullgildir meðlimir bandalagsins. Þá mun Selenskí snæða hádegisverð með Sönnu Marín, forsætisráðherra Finnlands og utanríkisráðherra Pekka Haavisto auk þess sem hann mun hitta forseta finnska þingsins Petteri Orpo. Halda sameiginlegan fund Síðdegis mun Selenskí hitta leiðtoga norðurlandanna á sérstökum fundi. Þar verða forsætisráðherrar landanna. Í tilkynningu frá finnska forsetaembættinu kemur fram að á fundinum verði innrás Rússa í Úkraínu sérstaklega rædd og áframhaldandi stuðningur Norðurlanda við Úkraínu og samband landsins við Evrópusambandið og NATO. Að fundinum loknum munu ráðherrarnir halda sameiginlegan blaðamannafund með forsetanum. Þá taka við tvíhliða fundir forsetans með ráðherrunum, meðal annars Katrínu Jakobsdóttur. Hitti Selenskí síðast í mars Katrín hitti Selenskí síðast í heimsókn sinni til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Sagðist Katrín meðal annars hafa rætt við Selenskí um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn er í Reykjavík um miðbik maí. Vel fór á með Katrínu og Selenskí í Kænugarði í mars sem skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um samstarf ríkjanna. Katrín og Þórdís Kolbrún greindu meðal annars frá því hvernig áframhaldandi stuðningi Íslands sem herlausrar þjóðar við Úkraínu yfir á þessu ári. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er á vettvangi og flytur fréttir af heimsókn Selenskí til Finnlands í allan dag.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira