Katrín fundar með Selenskí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 09:05 Forseti Úkraínu verður á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki. Getty/Yan Dobronosov Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Segir þar að á fundinum verði rætt um áframhaldandi stuðning Norðurlandanna við Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússlands, umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu og hvernig stuðla megi að friði og hefja efnahagsuppbyggingu í landinu. Ræða varnarmál Finna sérstaklega Selenskí mætir til Finnlands í boði Sauli Niinistö, forseta Finnlands. Hyggjast forsetarnir funda og ræða öryggismál landanna tveggja og samskipti þeirra á milli. Að því loknu munu þeir halda sameiginlegan blaðamannafund. Finnar eru nýgengnir í NATO en þeir sóttu um aðild að sambandinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Fundurinn er hinn fyrsti sem Finnar eiga með hinum Norðurlöndunum og Úkraínumönnum sem fullgildir meðlimir bandalagsins. Þá mun Selenskí snæða hádegisverð með Sönnu Marín, forsætisráðherra Finnlands og utanríkisráðherra Pekka Haavisto auk þess sem hann mun hitta forseta finnska þingsins Petteri Orpo. Halda sameiginlegan fund Síðdegis mun Selenskí hitta leiðtoga norðurlandanna á sérstökum fundi. Þar verða forsætisráðherrar landanna. Í tilkynningu frá finnska forsetaembættinu kemur fram að á fundinum verði innrás Rússa í Úkraínu sérstaklega rædd og áframhaldandi stuðningur Norðurlanda við Úkraínu og samband landsins við Evrópusambandið og NATO. Að fundinum loknum munu ráðherrarnir halda sameiginlegan blaðamannafund með forsetanum. Þá taka við tvíhliða fundir forsetans með ráðherrunum, meðal annars Katrínu Jakobsdóttur. Hitti Selenskí síðast í mars Katrín hitti Selenskí síðast í heimsókn sinni til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Sagðist Katrín meðal annars hafa rætt við Selenskí um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn er í Reykjavík um miðbik maí. Vel fór á með Katrínu og Selenskí í Kænugarði í mars sem skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um samstarf ríkjanna. Katrín og Þórdís Kolbrún greindu meðal annars frá því hvernig áframhaldandi stuðningi Íslands sem herlausrar þjóðar við Úkraínu yfir á þessu ári. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er á vettvangi og flytur fréttir af heimsókn Selenskí til Finnlands í allan dag. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Segir þar að á fundinum verði rætt um áframhaldandi stuðning Norðurlandanna við Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússlands, umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu og hvernig stuðla megi að friði og hefja efnahagsuppbyggingu í landinu. Ræða varnarmál Finna sérstaklega Selenskí mætir til Finnlands í boði Sauli Niinistö, forseta Finnlands. Hyggjast forsetarnir funda og ræða öryggismál landanna tveggja og samskipti þeirra á milli. Að því loknu munu þeir halda sameiginlegan blaðamannafund. Finnar eru nýgengnir í NATO en þeir sóttu um aðild að sambandinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Fundurinn er hinn fyrsti sem Finnar eiga með hinum Norðurlöndunum og Úkraínumönnum sem fullgildir meðlimir bandalagsins. Þá mun Selenskí snæða hádegisverð með Sönnu Marín, forsætisráðherra Finnlands og utanríkisráðherra Pekka Haavisto auk þess sem hann mun hitta forseta finnska þingsins Petteri Orpo. Halda sameiginlegan fund Síðdegis mun Selenskí hitta leiðtoga norðurlandanna á sérstökum fundi. Þar verða forsætisráðherrar landanna. Í tilkynningu frá finnska forsetaembættinu kemur fram að á fundinum verði innrás Rússa í Úkraínu sérstaklega rædd og áframhaldandi stuðningur Norðurlanda við Úkraínu og samband landsins við Evrópusambandið og NATO. Að fundinum loknum munu ráðherrarnir halda sameiginlegan blaðamannafund með forsetanum. Þá taka við tvíhliða fundir forsetans með ráðherrunum, meðal annars Katrínu Jakobsdóttur. Hitti Selenskí síðast í mars Katrín hitti Selenskí síðast í heimsókn sinni til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Sagðist Katrín meðal annars hafa rætt við Selenskí um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn er í Reykjavík um miðbik maí. Vel fór á með Katrínu og Selenskí í Kænugarði í mars sem skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um samstarf ríkjanna. Katrín og Þórdís Kolbrún greindu meðal annars frá því hvernig áframhaldandi stuðningi Íslands sem herlausrar þjóðar við Úkraínu yfir á þessu ári. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er á vettvangi og flytur fréttir af heimsókn Selenskí til Finnlands í allan dag.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira