Jóhann Kristinn: Frumsýning á heimavelli sem fór hrikalega úrskeiðis Árni Gísli Magnússon skrifar 1. maí 2023 19:00 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Vísir/Vilhelm Keflavík vann 1-2 útisigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í dag. Keflvíkingar komust yfir í fyrri hálfleik en heimakonur jöfnuðu á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Sigurmark leiksins kom svo á 56. mínútu. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var ekki sáttur við leik síns liðs í dag og kom því bersýnilega á framfæri. „Bara algjör hauskúpuleikur hjá okkur. Liðið var bara mjög ólíkt sjálfu sér og ég er rosalega svekktur út í úrslitin og sjálfan mig eftir þennan leik.” Þór/KA jafnaði leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks en eftir það gekk lítið upp. „Ég var að vonast til þess að við næðum að snúa þessu við fyrst við náðum því ekki í fyrri hálfleik að komast inn í leikinn og ég var að vona að þetta myndi kveikna í seinni og það gerði það í smá stund en bara allt hrós á Keflvavík, [Jonathan] Glenn og hans teymi, þau gerðu þetta mjög vel og eiga sigurinn skilið eftir þennan leik. Til hamingju.” Þór/KA var meira með boltann í leiknum en náði ekki að skapa sér nægilega mikið. „Ég held að Glenn sé nú ekki sammála því að þær hafi setið mikið til baka, línan fór nú svolítið hátt hjá þeim, en við vorum klaufar í þessum leik, við brugðumst ekki við og ákvarðanatökur voru ekki nógu góðar og þetta var bara frumsýning á heimavelli sem fór hrikalega úrskeiðis.” „Hugarfar, stress og ástand leikmanna hugarfarslegt var ekki nógu gott og þar verð ég að bera ábyrgð því að þetta er sérstaklega slæmt fyrir framan fullt af fólki sem kom og studdi stelpurnar og þess vegna líður okkur extra illa, ekki bara með að tapa stigum heldur bara hreinlega að hafa brugðist fólkinu á frumsýningu.” Karen María Sigurgeirsdóttir átti að vera í byrjunarliðinu en þurfti að draga sig út stuttu fyrir leik vegna meiðsla. Þá fékk Ísfold Marý Sigtryggsdóttir höfuðhögg undir lok fyrri hálfleiks og fór af velli í hálfleik. Hvernig er staðan á þeim? „Karen var bara við það að togna í læri og eftir að við vorum búin að prófa allt og reyna allt sem við gátum var það ekki áhættunnar virði að láta hana byrja leikinn og það hefði getað farið mjög illa. Ísfold fékk mikið og þungt högg á gagnaugað eða kinnbeinið og bólgnaði illa og er með einkenni sem ollu því að ekki var talið öruggt að halda áfram þannig hún þurfti að hætta. Ég veit ekki alveg stöðuna en ég vona bara að hún verði klár í næsta leik.” Þór/KA sækir ÍBV heim til Eyja í næsta leik. „Við getum alveg verið svekkt og súr núna og eigum að vera það, enginn er ánægður með þetta, við ætluðum ekkert að tapa á heimavelli og það ætlar aldrei neinn að tapa en það þýðir ekkert að taka sér of langan tíma í þetta. Það þarf að rífa sig á lappir og við vorum slegin duglega í gólfið. Nú er það okkar að drattast á fætur og gera þetta almennilega, það er ekkert annað í boði”, sagði Jóhann að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira
Keflvíkingar komust yfir í fyrri hálfleik en heimakonur jöfnuðu á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Sigurmark leiksins kom svo á 56. mínútu. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var ekki sáttur við leik síns liðs í dag og kom því bersýnilega á framfæri. „Bara algjör hauskúpuleikur hjá okkur. Liðið var bara mjög ólíkt sjálfu sér og ég er rosalega svekktur út í úrslitin og sjálfan mig eftir þennan leik.” Þór/KA jafnaði leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks en eftir það gekk lítið upp. „Ég var að vonast til þess að við næðum að snúa þessu við fyrst við náðum því ekki í fyrri hálfleik að komast inn í leikinn og ég var að vona að þetta myndi kveikna í seinni og það gerði það í smá stund en bara allt hrós á Keflvavík, [Jonathan] Glenn og hans teymi, þau gerðu þetta mjög vel og eiga sigurinn skilið eftir þennan leik. Til hamingju.” Þór/KA var meira með boltann í leiknum en náði ekki að skapa sér nægilega mikið. „Ég held að Glenn sé nú ekki sammála því að þær hafi setið mikið til baka, línan fór nú svolítið hátt hjá þeim, en við vorum klaufar í þessum leik, við brugðumst ekki við og ákvarðanatökur voru ekki nógu góðar og þetta var bara frumsýning á heimavelli sem fór hrikalega úrskeiðis.” „Hugarfar, stress og ástand leikmanna hugarfarslegt var ekki nógu gott og þar verð ég að bera ábyrgð því að þetta er sérstaklega slæmt fyrir framan fullt af fólki sem kom og studdi stelpurnar og þess vegna líður okkur extra illa, ekki bara með að tapa stigum heldur bara hreinlega að hafa brugðist fólkinu á frumsýningu.” Karen María Sigurgeirsdóttir átti að vera í byrjunarliðinu en þurfti að draga sig út stuttu fyrir leik vegna meiðsla. Þá fékk Ísfold Marý Sigtryggsdóttir höfuðhögg undir lok fyrri hálfleiks og fór af velli í hálfleik. Hvernig er staðan á þeim? „Karen var bara við það að togna í læri og eftir að við vorum búin að prófa allt og reyna allt sem við gátum var það ekki áhættunnar virði að láta hana byrja leikinn og það hefði getað farið mjög illa. Ísfold fékk mikið og þungt högg á gagnaugað eða kinnbeinið og bólgnaði illa og er með einkenni sem ollu því að ekki var talið öruggt að halda áfram þannig hún þurfti að hætta. Ég veit ekki alveg stöðuna en ég vona bara að hún verði klár í næsta leik.” Þór/KA sækir ÍBV heim til Eyja í næsta leik. „Við getum alveg verið svekkt og súr núna og eigum að vera það, enginn er ánægður með þetta, við ætluðum ekkert að tapa á heimavelli og það ætlar aldrei neinn að tapa en það þýðir ekkert að taka sér of langan tíma í þetta. Það þarf að rífa sig á lappir og við vorum slegin duglega í gólfið. Nú er það okkar að drattast á fætur og gera þetta almennilega, það er ekkert annað í boði”, sagði Jóhann að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira