Framtíðin er í húfi Gunnar Smári Egilsson skrifar 1. maí 2023 13:31 Sósíalistaflokkur Íslands sendir öllu launafólki baráttukveðjur í tilefni dagsins og hvetur það til þátttöku, ekki bara í göngum dagsins heldur í verkalýðshreyfingunni almennt. Hreyfingin endurspeglar ekki vilja og vonir launafólks nema þegar þar er öflugt starf leitt af félagsfólki sjálfu. Þegar trúnaðarráð eru sterk, félagsfundir haldnir reglulega, ætíð mikilvægar aðgerðir í gangi, reglulega kosið til embætta og umræða um baráttuna og framtíðina er lifandi og kvik meðal félagsfólks. Forsenda árangurs launafólks í stéttabaráttunni er almenn þátttaka og skipulögð samtök sem drifin eru áfram af öflugri grasrót. Fjöldinn er beittasta vopn alþýðunnar. Auðvaldið er skipulagt og það er auðugt, hefur dregið til sinn allan arð úr samfélaginu. Og það hefur skýr markmið í stéttastríðinu; að auka völd sín og auð og halda niðri baráttu almennings, veikja lýðræðið og færa allar ákvarðanir um framtíðina frá lýðræðisvettvangnum þar sem hver maður hefur eitt atkvæði út á hinn svokallaða markað þar sem hver króna hefur eitt atkvæði. Og þar sem ríkir alræði hinna ríku. Til að mæta þessu einbeitta niðurrifsafli, gagnbyltingu hinna ríku gegn öllum sigrum verkalýðsins á síðustu öld, þarf almenningur að vakna, virkjast og vinna skipulega. Þetta eru verkefnin á 1. maí. Horfum aftur til sigra fortíðar í leit að hvatningu, en ekki sefjun sökum þess að margt hafi verið gert. Og allra síst sannfæringu um að allt lagist að sjálfum sér, að öll öfl í samfélaginu vilji vel og að öll höfum við sömu markmið. Það er bara almenningur og samtök hans sem bera hag almennings fyrir brjósti. Kröfugöngur 1. maí ganga til framtíðar og það er framtíð þar sem alþýðan er laus undan arðráni og kúgun, laus undan valdi auðvaldsins, þar sem hún mótar samfélagið sjálf og ræður stefnunni. Þar sem fólk kýs sér sitt framtíðarland en neyðist ekki að búa inn á verbúð hinna ríku. Andstæðingurinn er vel skipulagður, ríkur og grimmur. Hann stendur í vegi fyrir þessari framtíð. Og hann er áhrifaríkur, hefur sannfært fjölda fólks um að völd alþýðunnar séu niðurrif en auðvaldið hins vegar skapandi og gefandi. Þessi er hins vegar þveröfugt farið. Allt sem er gott og verðmætt í okkar samfélagi hefur orðið til vegna baráttu alþýðunnar. Ef alþýðan rís ekki upp og endurheimtir vonina um réttlátt samfélag mun auðvaldið halda áfram að brjóta niður allt það góða. Það mun ekki aðeins eyðileggja þann vefnað sem samfélagið er heldur eyðileggja náttúruna og loftslagið og gera líf kynslóðanna óbærilegt, fórna mannkyninu öllu fyrir aukinn gróða. Svo blint og grimmt og andstyggilegt er auðvaldið. Það er andstæðingur sem okkur ber að mæta af hörku. Öll linkind gagnvart þessu eyðandi afli er í reynd stuðningur við það. Göngur dagsins ættu að stefna í allt aðra átt, til bjartrar framtíð. Göngurnar ættu að efla vilja okkur til að taka til baka þau völd sem almenningur hefur fært auðvaldinu og nota það til að losna við spillingu og sjálfshól hinna ríku og til að móta saman nýtt samfélag byggt á samhug, kærleika, friði, réttlæti og virðingu fyrir fólki og náttúru. Ekkert af þessu er að finna hjá auðvaldinu. Það elskar aðeins auð sinn. Að fela því afli stjórn samfélagsins er sjálfsmorð. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Verkalýðsdagurinn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands sendir öllu launafólki baráttukveðjur í tilefni dagsins og hvetur það til þátttöku, ekki bara í göngum dagsins heldur í verkalýðshreyfingunni almennt. Hreyfingin endurspeglar ekki vilja og vonir launafólks nema þegar þar er öflugt starf leitt af félagsfólki sjálfu. Þegar trúnaðarráð eru sterk, félagsfundir haldnir reglulega, ætíð mikilvægar aðgerðir í gangi, reglulega kosið til embætta og umræða um baráttuna og framtíðina er lifandi og kvik meðal félagsfólks. Forsenda árangurs launafólks í stéttabaráttunni er almenn þátttaka og skipulögð samtök sem drifin eru áfram af öflugri grasrót. Fjöldinn er beittasta vopn alþýðunnar. Auðvaldið er skipulagt og það er auðugt, hefur dregið til sinn allan arð úr samfélaginu. Og það hefur skýr markmið í stéttastríðinu; að auka völd sín og auð og halda niðri baráttu almennings, veikja lýðræðið og færa allar ákvarðanir um framtíðina frá lýðræðisvettvangnum þar sem hver maður hefur eitt atkvæði út á hinn svokallaða markað þar sem hver króna hefur eitt atkvæði. Og þar sem ríkir alræði hinna ríku. Til að mæta þessu einbeitta niðurrifsafli, gagnbyltingu hinna ríku gegn öllum sigrum verkalýðsins á síðustu öld, þarf almenningur að vakna, virkjast og vinna skipulega. Þetta eru verkefnin á 1. maí. Horfum aftur til sigra fortíðar í leit að hvatningu, en ekki sefjun sökum þess að margt hafi verið gert. Og allra síst sannfæringu um að allt lagist að sjálfum sér, að öll öfl í samfélaginu vilji vel og að öll höfum við sömu markmið. Það er bara almenningur og samtök hans sem bera hag almennings fyrir brjósti. Kröfugöngur 1. maí ganga til framtíðar og það er framtíð þar sem alþýðan er laus undan arðráni og kúgun, laus undan valdi auðvaldsins, þar sem hún mótar samfélagið sjálf og ræður stefnunni. Þar sem fólk kýs sér sitt framtíðarland en neyðist ekki að búa inn á verbúð hinna ríku. Andstæðingurinn er vel skipulagður, ríkur og grimmur. Hann stendur í vegi fyrir þessari framtíð. Og hann er áhrifaríkur, hefur sannfært fjölda fólks um að völd alþýðunnar séu niðurrif en auðvaldið hins vegar skapandi og gefandi. Þessi er hins vegar þveröfugt farið. Allt sem er gott og verðmætt í okkar samfélagi hefur orðið til vegna baráttu alþýðunnar. Ef alþýðan rís ekki upp og endurheimtir vonina um réttlátt samfélag mun auðvaldið halda áfram að brjóta niður allt það góða. Það mun ekki aðeins eyðileggja þann vefnað sem samfélagið er heldur eyðileggja náttúruna og loftslagið og gera líf kynslóðanna óbærilegt, fórna mannkyninu öllu fyrir aukinn gróða. Svo blint og grimmt og andstyggilegt er auðvaldið. Það er andstæðingur sem okkur ber að mæta af hörku. Öll linkind gagnvart þessu eyðandi afli er í reynd stuðningur við það. Göngur dagsins ættu að stefna í allt aðra átt, til bjartrar framtíð. Göngurnar ættu að efla vilja okkur til að taka til baka þau völd sem almenningur hefur fært auðvaldinu og nota það til að losna við spillingu og sjálfshól hinna ríku og til að móta saman nýtt samfélag byggt á samhug, kærleika, friði, réttlæti og virðingu fyrir fólki og náttúru. Ekkert af þessu er að finna hjá auðvaldinu. Það elskar aðeins auð sinn. Að fela því afli stjórn samfélagsins er sjálfsmorð. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun