Mundu að þú varst þræll Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 1. maí 2023 07:00 Í dag þegar gengið er fyrir réttlátu samfélagi er rétt að minnast þess að sú velmegun og sú auðskipting sem við búum við er nýtilkomin. Íslendingar komast ekki undan því að eiga langafa eða langömmu sem ólst upp í torfkofa við bág kjör. Flestar bókmenntaperlur fornaldar voru skrifaðar af aðalsmönnum sem höfðu tíma og fé til að helga sig ritlistinni. Það á þó líklega ekki við um Biblíuna en grundvöllur hennar, Fimmbókaritið, skilgreinir sig sem þrælabókmenntir. Fyrsta Mósebók með stórsögulegum stefjum sköpunar, syndaflóðs og sögu ættfeðranna eru forleikur að meginumfjöllunarefni ritsafnsins, frelsun þræla og för þeirra til fyrirheitna landsins. Í Annari Mósebók er sögusviðið Egyptaland og hópur erlends vinnuafls er býr við bág kjör undir harðræði stórveldisins fara trúa því að Guð geti leitt þau úr ánauð til frelsis. Verkalýðsleiðtogar rísa upp með Móse í broddi fylkingar og ögra arðræningjum sínum og mæta fyrir vikið auknu harðræði. Að lokum öðlast fylkingin frelsi en sá hópur sem kemst til betri kjara er fámennur miðað við þau sem buguðust undan aðstæðum sínum. Fimmbókaritið er í senn sagnfræði og guðfræði en sjálfsmynd þeirra sem sömdu þessar bókmenntir var að varðveita það minni að vera komnir af þrælum. Þegar þjóð þrælanna varð stöndug, bjó sjálf við þau forréttindi að hafa útlendinga í landi sínu sem ódýrt vinnuafl og þræla, minntu spámenn valdsmenn sína og auðmenn á þann uppruna að þjóðin var komin af þrælum. „Minnstu þess að þú varst sjálfur þræll í Egyptalandi og Drottinn, Guð þinn, keypti þig lausan.“ Nýja testamentið er skrifað í annarskonar deiglu. Þjóðin sem gat af sér bókmenntaarf Gamla testamentisins var nú undir rómversku hervaldi og leitaði frelsunar undan harðræði þeirra. Sú von var brotin á bak með hervaldi en Rómverjum tókst ekki að kæfa boðskap Jesú frá Nasaret, sem sagði ríki Guðs vera hér og nú og að vald heimsins mætti síns lítils andspænis valdi samstöðunnar, valdi kærleikans. Boðskapur Jesú var að hinir valdlausu hefðu vald og að framkoma í garð fátækra og öryrkja væru mælikvarði samfélagsins. Fylgjendur Jesú voru fjölbreyttur hópur og þeim greindi á um inntak og markmið þeirrar hreyfingar sem Jesús stofnsetti. Um það vitna annarsvegar fjölbreytileiki rita úr frumkristni og hinsvegar bréf Páls en hann lýsir deilum á milli sín og safnaðarins í Jerúsalem. Um meginboðskapinn deildi þó enginn en Páll segir „það eitt var til skilið að við skyldum minnast hinna fátæku“. Ísland er í sögulegu ljósi fátæk þjóð sem þráði um aldir sjálfstæði og velmegun. Undir lok 19. aldar flutti fimmtungur Íslendinga af landi brott í leit að betra lífi, á flótta undan matarskorti og harðindum. Mikið af því fólki sem nú býr við hvað bágust kjör á Íslandi stendur í þeim sömu sporum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Verkalýðsdagurinn Trúmál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í dag þegar gengið er fyrir réttlátu samfélagi er rétt að minnast þess að sú velmegun og sú auðskipting sem við búum við er nýtilkomin. Íslendingar komast ekki undan því að eiga langafa eða langömmu sem ólst upp í torfkofa við bág kjör. Flestar bókmenntaperlur fornaldar voru skrifaðar af aðalsmönnum sem höfðu tíma og fé til að helga sig ritlistinni. Það á þó líklega ekki við um Biblíuna en grundvöllur hennar, Fimmbókaritið, skilgreinir sig sem þrælabókmenntir. Fyrsta Mósebók með stórsögulegum stefjum sköpunar, syndaflóðs og sögu ættfeðranna eru forleikur að meginumfjöllunarefni ritsafnsins, frelsun þræla og för þeirra til fyrirheitna landsins. Í Annari Mósebók er sögusviðið Egyptaland og hópur erlends vinnuafls er býr við bág kjör undir harðræði stórveldisins fara trúa því að Guð geti leitt þau úr ánauð til frelsis. Verkalýðsleiðtogar rísa upp með Móse í broddi fylkingar og ögra arðræningjum sínum og mæta fyrir vikið auknu harðræði. Að lokum öðlast fylkingin frelsi en sá hópur sem kemst til betri kjara er fámennur miðað við þau sem buguðust undan aðstæðum sínum. Fimmbókaritið er í senn sagnfræði og guðfræði en sjálfsmynd þeirra sem sömdu þessar bókmenntir var að varðveita það minni að vera komnir af þrælum. Þegar þjóð þrælanna varð stöndug, bjó sjálf við þau forréttindi að hafa útlendinga í landi sínu sem ódýrt vinnuafl og þræla, minntu spámenn valdsmenn sína og auðmenn á þann uppruna að þjóðin var komin af þrælum. „Minnstu þess að þú varst sjálfur þræll í Egyptalandi og Drottinn, Guð þinn, keypti þig lausan.“ Nýja testamentið er skrifað í annarskonar deiglu. Þjóðin sem gat af sér bókmenntaarf Gamla testamentisins var nú undir rómversku hervaldi og leitaði frelsunar undan harðræði þeirra. Sú von var brotin á bak með hervaldi en Rómverjum tókst ekki að kæfa boðskap Jesú frá Nasaret, sem sagði ríki Guðs vera hér og nú og að vald heimsins mætti síns lítils andspænis valdi samstöðunnar, valdi kærleikans. Boðskapur Jesú var að hinir valdlausu hefðu vald og að framkoma í garð fátækra og öryrkja væru mælikvarði samfélagsins. Fylgjendur Jesú voru fjölbreyttur hópur og þeim greindi á um inntak og markmið þeirrar hreyfingar sem Jesús stofnsetti. Um það vitna annarsvegar fjölbreytileiki rita úr frumkristni og hinsvegar bréf Páls en hann lýsir deilum á milli sín og safnaðarins í Jerúsalem. Um meginboðskapinn deildi þó enginn en Páll segir „það eitt var til skilið að við skyldum minnast hinna fátæku“. Ísland er í sögulegu ljósi fátæk þjóð sem þráði um aldir sjálfstæði og velmegun. Undir lok 19. aldar flutti fimmtungur Íslendinga af landi brott í leit að betra lífi, á flótta undan matarskorti og harðindum. Mikið af því fólki sem nú býr við hvað bágust kjör á Íslandi stendur í þeim sömu sporum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun