Orðræða um hvað fatlað fólk er dýrt niðurlægjandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2023 14:06 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir orðræðu um hve dýrt fatlað fólk sé í rekstri vera niðurlægjandi. Vísir/Vilhelm Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir engan málaflokk jafn útsettan fyrir ömurlegri orðræðu og málaflokk fatlaðra. Hún skilji vel að málaflokkurinn sé stór liður í reikningum sveitarfélaga en óskiljanlegt sé að talað sé um kostnað við málaflokkinn sem sligandi. Tilkynning barst um klukkan eitt eftir hádegi frá Reykjavíkurborg um stöðu fjármála borgarinnar. Þar segir meðal annars að sligandi halli sé á rekstri málaflokks fatlaðs fólks og að á síðasta ári hafi verið 9,3 milljarða halli á málaflokknum hjá borginni. „Þessi kostnaður hefur aukist mikið á undanförnum árum, sérstaklega í ljósi aukinnar þjónustuskyldu vegna laga frá árinu 2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir,“ segir í tilkynningu frá borginni. Formaður ÖBÍ segist hafa skilning á að málaflokkurinn sé dýr en orðræðan um að fatlað fólk sé birgði sé orðin þreytt. „Ég get alveg skilið og tekið undir með sveitarfélögum að þau hafa þarna málaflokk sem þeim er lögbundin skylda til að sinna. Málflokkur fatlaðs fólks er bara einn af mörgum en hann er svo vanfjármagnaður af ríkinu til sveitarfélaga að þau eru eiginlega komin að þeirri niðurstöðu að þau nái ekki að þjónusta fatlað fólk eins og þeim ber vegna þess að það vanti fjármagn frá ríkinu,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, í samtali við fréttastofu. „Ríkið verður að lagfæra þetta. Það komu inn fimm milljarðar um áramótin sem Sigurður Ingi setti til sveitarfélaga en það var talað um að það þyrfti þrettán milljarða. Ég er viss um það að það er enginn málaflokkur jafn útsettur fyrir jafn ömurlegri orðræðu um hve dýr hann sé og málaflokkur fatlaðs fólks.“ Jaðarsetji hópinn enn meira Hún segir fötluðu fólki mjög erfitt að hlusta á umræðu um hvað það sé dýrt í rekstri. „Í staðin fyrir að tala bara um okkur sem hluta af samfélaginu. Það er ekki tekið út fyrir sviga hvað skólarnir séu dýrir og það sé ekki hægt að gera eitthvað þar. Þetta er bara lögbundin skylda og þarna verða ríki og sveitarfélög að setjast niður og ræða sig niður á einhverjar lausnir,“ segir Þuríður. „Svo verður að snúa við þessari orðræðu. Hún er ekki bara niðurlægjandi fyrir fatlað fólk heldur beinlínis til þess fallin að jaðarsetja þennan hóp miklu, miklu meira og kynda undir fordóma gagnvart honum. Meira en er í dag og nóg er nú samt. Það er kominn tími til að hætta þessu.“ Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Tengdar fréttir Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. 27. apríl 2023 13:27 Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – nokkrar grunnar pælingar leikmanns Á dögunum var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tillaga starfshóps á vegum Innanríkisráðuneytis er varðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Frestur til athugasemda er úti og verður ekki við það bætt frekar á þeim vettvangi. 19. apríl 2023 07:31 Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. 13. apríl 2023 11:57 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Tilkynning barst um klukkan eitt eftir hádegi frá Reykjavíkurborg um stöðu fjármála borgarinnar. Þar segir meðal annars að sligandi halli sé á rekstri málaflokks fatlaðs fólks og að á síðasta ári hafi verið 9,3 milljarða halli á málaflokknum hjá borginni. „Þessi kostnaður hefur aukist mikið á undanförnum árum, sérstaklega í ljósi aukinnar þjónustuskyldu vegna laga frá árinu 2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir,“ segir í tilkynningu frá borginni. Formaður ÖBÍ segist hafa skilning á að málaflokkurinn sé dýr en orðræðan um að fatlað fólk sé birgði sé orðin þreytt. „Ég get alveg skilið og tekið undir með sveitarfélögum að þau hafa þarna málaflokk sem þeim er lögbundin skylda til að sinna. Málflokkur fatlaðs fólks er bara einn af mörgum en hann er svo vanfjármagnaður af ríkinu til sveitarfélaga að þau eru eiginlega komin að þeirri niðurstöðu að þau nái ekki að þjónusta fatlað fólk eins og þeim ber vegna þess að það vanti fjármagn frá ríkinu,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, í samtali við fréttastofu. „Ríkið verður að lagfæra þetta. Það komu inn fimm milljarðar um áramótin sem Sigurður Ingi setti til sveitarfélaga en það var talað um að það þyrfti þrettán milljarða. Ég er viss um það að það er enginn málaflokkur jafn útsettur fyrir jafn ömurlegri orðræðu um hve dýr hann sé og málaflokkur fatlaðs fólks.“ Jaðarsetji hópinn enn meira Hún segir fötluðu fólki mjög erfitt að hlusta á umræðu um hvað það sé dýrt í rekstri. „Í staðin fyrir að tala bara um okkur sem hluta af samfélaginu. Það er ekki tekið út fyrir sviga hvað skólarnir séu dýrir og það sé ekki hægt að gera eitthvað þar. Þetta er bara lögbundin skylda og þarna verða ríki og sveitarfélög að setjast niður og ræða sig niður á einhverjar lausnir,“ segir Þuríður. „Svo verður að snúa við þessari orðræðu. Hún er ekki bara niðurlægjandi fyrir fatlað fólk heldur beinlínis til þess fallin að jaðarsetja þennan hóp miklu, miklu meira og kynda undir fordóma gagnvart honum. Meira en er í dag og nóg er nú samt. Það er kominn tími til að hætta þessu.“
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Tengdar fréttir Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. 27. apríl 2023 13:27 Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – nokkrar grunnar pælingar leikmanns Á dögunum var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tillaga starfshóps á vegum Innanríkisráðuneytis er varðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Frestur til athugasemda er úti og verður ekki við það bætt frekar á þeim vettvangi. 19. apríl 2023 07:31 Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. 13. apríl 2023 11:57 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. 27. apríl 2023 13:27
Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – nokkrar grunnar pælingar leikmanns Á dögunum var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tillaga starfshóps á vegum Innanríkisráðuneytis er varðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Frestur til athugasemda er úti og verður ekki við það bætt frekar á þeim vettvangi. 19. apríl 2023 07:31
Kröfur ríkisvaldsins að sliga fjárhag sveitarfélaganna Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna og hafa myndað um 14 milljarða halla á rekstri þeirra. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaganna. 13. apríl 2023 11:57