Banvænir biðlistar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 26. apríl 2023 07:01 Í aðsendri grein á Vísi skrifar Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur, um vímuefnavanda og faraldurinn sem geisar nú. Eins og hún bendir á eru sjúklingarnir flestir ungt fólk og þeim mun sorglegra er það hversu lítið samfélagið lætur sig þennan hóp varða. Kristín bendir á hversu „áþreifanlegur og hversdagslegur dauðinn er“ meðal þessa hóps. Andlát og jarðarfarir verða daglegt brauð, en ég hef líkt þessu við við Squid Game þættina þar sem enginn veit hver verður næstur. Lýsingar Kristínar á aðkomu og hlutverki móður drengs sem lét nýlega lífið vegna vímuefnavanda eru okkur aðstandendur vel kunnar. Fólk með vímuefnavanda fær ekki sama stuðning og þjónustu í félags- og heilbrigðiskerfinu og annað langveikt fólk. Hvað þá aðstandendur þess. Við þekkjum það að koma alls staðar að lokuðum dyrum og að sjúklingarnir séu flokkaðir sem annars flokks í kerfinu okkar. Hvaða skýring gæti verið önnur á sinnuleysinu gagnvart því að ungt fólk deyi unnvörpum úr vímuefnasjúkdómi? Heilbrigðisráðherra hefur talað fyrir því að við tökum á vímuefnavandanum innan heilbrigðiskerfisins. Sagt að við þurfum að skera upp herör gegn þróuninni í málaflokknum. Þar hafa undanfarið verið tekin fjölmörg jákvæð skref þegar kemur að skaðaminnkandi úrræðum. Aukin áhersla hefur verið lögð á viðhaldsmeðferðir, auknir fjármunir farið í rekstur neyslurýma og átak verið gert varðandi dreifingu nefúða sem getur verið vörn gegn ofskömmtun. Þarna er þó alltaf rými til að gera betur. Ég lagði m.a. fram fyrirspurn til ráðherrans um heimild lækna til að ávísa ópíóðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda, og fyrirspurn um aðgengi þessara einstaklinga að vímuefnagreiningu (e. drug checking) t.d. í neyslurýmum. Ég tek undir með Kristínu þegar hún segir að við sem samfélag getum gert miklu betur. Við eigum ekki að sætta okkur við að missa einstakling í hverri einustu viku úr fíknisjúkdómi. Þá er auðvitað algjört lykilatriði að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Það er enda besta leiðin til að draga úr vímuefnavandanum. Það er algjört lágmark að fólk með lífshættulegan sjúkdóm komi ekki að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu – deyi ekki á banvænum biðlistum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Í aðsendri grein á Vísi skrifar Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur, um vímuefnavanda og faraldurinn sem geisar nú. Eins og hún bendir á eru sjúklingarnir flestir ungt fólk og þeim mun sorglegra er það hversu lítið samfélagið lætur sig þennan hóp varða. Kristín bendir á hversu „áþreifanlegur og hversdagslegur dauðinn er“ meðal þessa hóps. Andlát og jarðarfarir verða daglegt brauð, en ég hef líkt þessu við við Squid Game þættina þar sem enginn veit hver verður næstur. Lýsingar Kristínar á aðkomu og hlutverki móður drengs sem lét nýlega lífið vegna vímuefnavanda eru okkur aðstandendur vel kunnar. Fólk með vímuefnavanda fær ekki sama stuðning og þjónustu í félags- og heilbrigðiskerfinu og annað langveikt fólk. Hvað þá aðstandendur þess. Við þekkjum það að koma alls staðar að lokuðum dyrum og að sjúklingarnir séu flokkaðir sem annars flokks í kerfinu okkar. Hvaða skýring gæti verið önnur á sinnuleysinu gagnvart því að ungt fólk deyi unnvörpum úr vímuefnasjúkdómi? Heilbrigðisráðherra hefur talað fyrir því að við tökum á vímuefnavandanum innan heilbrigðiskerfisins. Sagt að við þurfum að skera upp herör gegn þróuninni í málaflokknum. Þar hafa undanfarið verið tekin fjölmörg jákvæð skref þegar kemur að skaðaminnkandi úrræðum. Aukin áhersla hefur verið lögð á viðhaldsmeðferðir, auknir fjármunir farið í rekstur neyslurýma og átak verið gert varðandi dreifingu nefúða sem getur verið vörn gegn ofskömmtun. Þarna er þó alltaf rými til að gera betur. Ég lagði m.a. fram fyrirspurn til ráðherrans um heimild lækna til að ávísa ópíóðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda, og fyrirspurn um aðgengi þessara einstaklinga að vímuefnagreiningu (e. drug checking) t.d. í neyslurýmum. Ég tek undir með Kristínu þegar hún segir að við sem samfélag getum gert miklu betur. Við eigum ekki að sætta okkur við að missa einstakling í hverri einustu viku úr fíknisjúkdómi. Þá er auðvitað algjört lykilatriði að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Það er enda besta leiðin til að draga úr vímuefnavandanum. Það er algjört lágmark að fólk með lífshættulegan sjúkdóm komi ekki að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu – deyi ekki á banvænum biðlistum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun