Sáttur í Þorlákshöfn: „Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 16:32 Semple í baráttunni við Hjálmar Stefánsson. Kári Jónsson og Styrmir Snær Þrastarson fylgjast með. Vísir/Bára Dröfn „Við komum út og spiluðum af mikilli orku, fyrirliðinn okkar setti þrjá þrista en þeir komu til baka. Mér leið eins og í hvert skipti sem fórum á skrið þá komu þeir allaf til baka,“ sagði Jordan Semple í viðtali við Körfuboltakvöld eftir frækinn sigur Þórs Þorlákshafnar á Val í gær, þriðjudag. Þór Þ. lagði ríkjandi Íslandsmeistara Vals í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 2-0 yfir í einvíginu og eflaust margir farnir að hugsa um úrslitaeinvígið. „Þeir eru ríkjandi meistarar og maður getur ekki slakað á. Mér líður vel núna og við erum spenntir fyrir næsta leik,“ sagði Semple en hann átti virkilega góðan leik í liði Þórs. Vantaði aðeins eina stoðsendingu í þreföldu tvennuna. Semple skoraði 18 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum. „Við erum með góða skotmenn í þessu liði. Það var samt erfitt að leggja leikinn upp því við vissum ekki hvort [Kristófer] Acox væri með eða ekki. Hann breytir dýnamík liðsins. Hann er eina alvöru „fimman“ sem þeir eiga. Varnarlega skiptir hann miklu máli.“ „Ef Styrmir [Snær Þrastarson] er opinn er hann að fara skjóta. Við höfum allir mikla trú á honum og í dag smellti hann þeim niður. Það opnaði leiðina hans að körfunni og þá gat hann fundið aðra leikmenn sem voru opnir.“ Tímabilið hjá Semple hefur verið upp og niður. Hann kom til Þórs frá KR þar sem ýmislegt var sagt um spilamennsku hans sem og karakter. „Þetta var rússíbani. Við erum atvinnumenn og maður verður að vera tilbúinn, maður veit aldrei hvað verður síðasti leikurinn. Þetta endaði ekki vel fyrir okkur sem lið, vorum ekki að vinna leiki og þeir vildu gera breytingar. Meikar sens. Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu,“ sagði Semple um veru sína hjá KR. Viðtalið við Semple má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Jordan Semple sáttur í Þorlákshöfn: Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
Þór Þ. lagði ríkjandi Íslandsmeistara Vals í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 2-0 yfir í einvíginu og eflaust margir farnir að hugsa um úrslitaeinvígið. „Þeir eru ríkjandi meistarar og maður getur ekki slakað á. Mér líður vel núna og við erum spenntir fyrir næsta leik,“ sagði Semple en hann átti virkilega góðan leik í liði Þórs. Vantaði aðeins eina stoðsendingu í þreföldu tvennuna. Semple skoraði 18 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum. „Við erum með góða skotmenn í þessu liði. Það var samt erfitt að leggja leikinn upp því við vissum ekki hvort [Kristófer] Acox væri með eða ekki. Hann breytir dýnamík liðsins. Hann er eina alvöru „fimman“ sem þeir eiga. Varnarlega skiptir hann miklu máli.“ „Ef Styrmir [Snær Þrastarson] er opinn er hann að fara skjóta. Við höfum allir mikla trú á honum og í dag smellti hann þeim niður. Það opnaði leiðina hans að körfunni og þá gat hann fundið aðra leikmenn sem voru opnir.“ Tímabilið hjá Semple hefur verið upp og niður. Hann kom til Þórs frá KR þar sem ýmislegt var sagt um spilamennsku hans sem og karakter. „Þetta var rússíbani. Við erum atvinnumenn og maður verður að vera tilbúinn, maður veit aldrei hvað verður síðasti leikurinn. Þetta endaði ekki vel fyrir okkur sem lið, vorum ekki að vinna leiki og þeir vildu gera breytingar. Meikar sens. Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu,“ sagði Semple um veru sína hjá KR. Viðtalið við Semple má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Jordan Semple sáttur í Þorlákshöfn: Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira