Fótbolti

Val­geir hafði betur gegn Aroni í Ís­lendinga­slag

Aron Guðmundsson skrifar
Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður Hacken
Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður Hacken vísir/Getty

Það var sann­kallaður Ís­lendinga­slagur í boði í sænsku úr­vals­deildinni í knatt­spyrnu í dag þegar að Sirius, með Aron Bjarna­son í farar­broddi, tók á móti Sví­þjóðar­meisturum Hac­ken með Val­geir Lund­dal innan­borðs.

Svo fór að sænsku meistararnir í Hac­ken voru ívið sterkari í leik dagsins og á endanum sigldu þeir heim öruggum 4-1 sigri.

Bæði Aron og Val­geir voru í byrjunar­liði sinna liða og spiluðu þeir báðir allan leikinn.

Með sigrinum er Hac­ken í 2.sæti sænsku úr­vals­deildarinnar eftir fjóra leiki með níu stig, sama stiga­fjölda og Kalmar sem situr í efsta sæti deildarinnar.

Kalmar átti leik fyrr í dag en ís­lenski lands­liðs­maðurinn Davíð Kristján Ólafs­son var á sínum staði í vinstri-bak­varðar stöðu liðsins.

And­stæðingur Kalmars í dag var Halmstad og svo fór að Davíð Kristján og fé­lagar unnu góðan 2-0 sigur en bæði mörk liðsins skoraði Mileta Rajo­vic.

Þá vann Djugar­d­en 1-0 sigur á Gauta­borg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×