Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2024 13:47 Heimir Hallgrímsson á fyrir höndum tvo krefjandi leiki með írska landsliðinu. Getty/Stephen McCarthy Þrátt fyrir að tala ekki tungumálið þá er Heimir Hallgrímsson staðráðinn í að læra að syngja írska þjóðsönginn, nú þegar hann er landsliðsþjálfari Íra í fótbolta. Þjóðsöngur Íra heitir Amhrán na bhFiann og er textinn á írsku, tungumáli sem Íslendingar kunna fæstir orð í. Það flækir málin fyrir Heimi sem á hins vegar auðvitað auðvelt með að tala við heimamenn á ensku. Þjóðsöngur Írlands - Amhrán na bhFiann Sinne Fianna Fáil, atá faoi gheall ag Éirinn, Buíon dár slua thar toinn do ráinig chugainn, Faoi mhóid bheith saor Seantír ár sinsear feasta, Ní fhágfar faoin tíorán ná faoin tráill. Anocht a théam sa bhearna bhaoil, Le gean ar Ghaeil, chun báis nó saoil, Le gunna-scréach faoi lámhach na bpiléar, Seo libh canaig' amhrán na bhFiann. Heimir, sem ætlar sér að rétt af dapurt gengi Íra síðustu ár, telur greinilega mikilvægt að sýna metnað fyrir því sem einkennir írska þjóð, meðal annars með því að læra þjóðsönginn. „Eitt að vita hvernig á að syngja“ Hann ræddi um þetta við blaðamenn í aðdraganda leikjanna við Finnland og England í Þjóðadeildinni, eftir sigur gegn Finnum og tap gegn Grikkjum í síðasta mánuði. „Ég er búinn að vera að reyna að læra þjóðsönginn en það er erfitt! Það er eitt að vita hvernig á að syngja hann, en svo gleymir maður orðunum; maður veit ekki hvað þau þýða. Ég mun ná þessu á einhverjum tímapunkti,“ sagði Heimir sem tók við írska landsliðinu í sumar og stýrði því í fyrsta sinn í september. Fyrsti leikur hans var einmitt gegn Englandi á heimavelli og þá vakti athygli að Lee Carsley, þjálfari Englands og fyrrverandi landsliðsmaður Íra, skyldi neita að syngja enska þjóðsönginn. Carsley kvaðst vilja einbeita sér að fótboltanum en afstaða hans virtist falla illa í kramið hjá mörgum. „Hluti af þjóðarstoltinu“ Heimir reyndi aftur á móti að syngja írska þjóðsönginn fyrir leikina í síðasta mánuði og ætlar að gera enn betur núna. „Menn eiga að vera stoltir af því að syngja þjóðsönginn. Jafnvel þó að maður sé útlendingur þá ætti maður að læra hann. Kannski ekki að syngja hann, og eflaust verða ekki öll orðin rétt, en þjóðsöngurinn er hluti af þjóðarstoltinu og ég reyni mitt besta,“ sagði Heimir. Írar mæta Finnum í Dublin á fimmtudaginn og sækja síðan England heim á Wembley á sunnudaginn, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Írar eru með þrjú stig og í keppni við Finna, sem eru án stiga, um að forðast beint fall niður í C-deild. Grikkland er með tólf stig og England níu stig. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Þjóðsöngur Íra heitir Amhrán na bhFiann og er textinn á írsku, tungumáli sem Íslendingar kunna fæstir orð í. Það flækir málin fyrir Heimi sem á hins vegar auðvitað auðvelt með að tala við heimamenn á ensku. Þjóðsöngur Írlands - Amhrán na bhFiann Sinne Fianna Fáil, atá faoi gheall ag Éirinn, Buíon dár slua thar toinn do ráinig chugainn, Faoi mhóid bheith saor Seantír ár sinsear feasta, Ní fhágfar faoin tíorán ná faoin tráill. Anocht a théam sa bhearna bhaoil, Le gean ar Ghaeil, chun báis nó saoil, Le gunna-scréach faoi lámhach na bpiléar, Seo libh canaig' amhrán na bhFiann. Heimir, sem ætlar sér að rétt af dapurt gengi Íra síðustu ár, telur greinilega mikilvægt að sýna metnað fyrir því sem einkennir írska þjóð, meðal annars með því að læra þjóðsönginn. „Eitt að vita hvernig á að syngja“ Hann ræddi um þetta við blaðamenn í aðdraganda leikjanna við Finnland og England í Þjóðadeildinni, eftir sigur gegn Finnum og tap gegn Grikkjum í síðasta mánuði. „Ég er búinn að vera að reyna að læra þjóðsönginn en það er erfitt! Það er eitt að vita hvernig á að syngja hann, en svo gleymir maður orðunum; maður veit ekki hvað þau þýða. Ég mun ná þessu á einhverjum tímapunkti,“ sagði Heimir sem tók við írska landsliðinu í sumar og stýrði því í fyrsta sinn í september. Fyrsti leikur hans var einmitt gegn Englandi á heimavelli og þá vakti athygli að Lee Carsley, þjálfari Englands og fyrrverandi landsliðsmaður Íra, skyldi neita að syngja enska þjóðsönginn. Carsley kvaðst vilja einbeita sér að fótboltanum en afstaða hans virtist falla illa í kramið hjá mörgum. „Hluti af þjóðarstoltinu“ Heimir reyndi aftur á móti að syngja írska þjóðsönginn fyrir leikina í síðasta mánuði og ætlar að gera enn betur núna. „Menn eiga að vera stoltir af því að syngja þjóðsönginn. Jafnvel þó að maður sé útlendingur þá ætti maður að læra hann. Kannski ekki að syngja hann, og eflaust verða ekki öll orðin rétt, en þjóðsöngurinn er hluti af þjóðarstoltinu og ég reyni mitt besta,“ sagði Heimir. Írar mæta Finnum í Dublin á fimmtudaginn og sækja síðan England heim á Wembley á sunnudaginn, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Írar eru með þrjú stig og í keppni við Finna, sem eru án stiga, um að forðast beint fall niður í C-deild. Grikkland er með tólf stig og England níu stig.
Þjóðsöngur Írlands - Amhrán na bhFiann Sinne Fianna Fáil, atá faoi gheall ag Éirinn, Buíon dár slua thar toinn do ráinig chugainn, Faoi mhóid bheith saor Seantír ár sinsear feasta, Ní fhágfar faoin tíorán ná faoin tráill. Anocht a théam sa bhearna bhaoil, Le gean ar Ghaeil, chun báis nó saoil, Le gunna-scréach faoi lámhach na bpiléar, Seo libh canaig' amhrán na bhFiann.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira