Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2024 13:47 Heimir Hallgrímsson á fyrir höndum tvo krefjandi leiki með írska landsliðinu. Getty/Stephen McCarthy Þrátt fyrir að tala ekki tungumálið þá er Heimir Hallgrímsson staðráðinn í að læra að syngja írska þjóðsönginn, nú þegar hann er landsliðsþjálfari Íra í fótbolta. Þjóðsöngur Íra heitir Amhrán na bhFiann og er textinn á írsku, tungumáli sem Íslendingar kunna fæstir orð í. Það flækir málin fyrir Heimi sem á hins vegar auðvitað auðvelt með að tala við heimamenn á ensku. Þjóðsöngur Írlands - Amhrán na bhFiann Sinne Fianna Fáil, atá faoi gheall ag Éirinn, Buíon dár slua thar toinn do ráinig chugainn, Faoi mhóid bheith saor Seantír ár sinsear feasta, Ní fhágfar faoin tíorán ná faoin tráill. Anocht a théam sa bhearna bhaoil, Le gean ar Ghaeil, chun báis nó saoil, Le gunna-scréach faoi lámhach na bpiléar, Seo libh canaig' amhrán na bhFiann. Heimir, sem ætlar sér að rétt af dapurt gengi Íra síðustu ár, telur greinilega mikilvægt að sýna metnað fyrir því sem einkennir írska þjóð, meðal annars með því að læra þjóðsönginn. „Eitt að vita hvernig á að syngja“ Hann ræddi um þetta við blaðamenn í aðdraganda leikjanna við Finnland og England í Þjóðadeildinni, eftir sigur gegn Finnum og tap gegn Grikkjum í síðasta mánuði. „Ég er búinn að vera að reyna að læra þjóðsönginn en það er erfitt! Það er eitt að vita hvernig á að syngja hann, en svo gleymir maður orðunum; maður veit ekki hvað þau þýða. Ég mun ná þessu á einhverjum tímapunkti,“ sagði Heimir sem tók við írska landsliðinu í sumar og stýrði því í fyrsta sinn í september. Fyrsti leikur hans var einmitt gegn Englandi á heimavelli og þá vakti athygli að Lee Carsley, þjálfari Englands og fyrrverandi landsliðsmaður Íra, skyldi neita að syngja enska þjóðsönginn. Carsley kvaðst vilja einbeita sér að fótboltanum en afstaða hans virtist falla illa í kramið hjá mörgum. „Hluti af þjóðarstoltinu“ Heimir reyndi aftur á móti að syngja írska þjóðsönginn fyrir leikina í síðasta mánuði og ætlar að gera enn betur núna. „Menn eiga að vera stoltir af því að syngja þjóðsönginn. Jafnvel þó að maður sé útlendingur þá ætti maður að læra hann. Kannski ekki að syngja hann, og eflaust verða ekki öll orðin rétt, en þjóðsöngurinn er hluti af þjóðarstoltinu og ég reyni mitt besta,“ sagði Heimir. Írar mæta Finnum í Dublin á fimmtudaginn og sækja síðan England heim á Wembley á sunnudaginn, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Írar eru með þrjú stig og í keppni við Finna, sem eru án stiga, um að forðast beint fall niður í C-deild. Grikkland er með tólf stig og England níu stig. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Þjóðsöngur Íra heitir Amhrán na bhFiann og er textinn á írsku, tungumáli sem Íslendingar kunna fæstir orð í. Það flækir málin fyrir Heimi sem á hins vegar auðvitað auðvelt með að tala við heimamenn á ensku. Þjóðsöngur Írlands - Amhrán na bhFiann Sinne Fianna Fáil, atá faoi gheall ag Éirinn, Buíon dár slua thar toinn do ráinig chugainn, Faoi mhóid bheith saor Seantír ár sinsear feasta, Ní fhágfar faoin tíorán ná faoin tráill. Anocht a théam sa bhearna bhaoil, Le gean ar Ghaeil, chun báis nó saoil, Le gunna-scréach faoi lámhach na bpiléar, Seo libh canaig' amhrán na bhFiann. Heimir, sem ætlar sér að rétt af dapurt gengi Íra síðustu ár, telur greinilega mikilvægt að sýna metnað fyrir því sem einkennir írska þjóð, meðal annars með því að læra þjóðsönginn. „Eitt að vita hvernig á að syngja“ Hann ræddi um þetta við blaðamenn í aðdraganda leikjanna við Finnland og England í Þjóðadeildinni, eftir sigur gegn Finnum og tap gegn Grikkjum í síðasta mánuði. „Ég er búinn að vera að reyna að læra þjóðsönginn en það er erfitt! Það er eitt að vita hvernig á að syngja hann, en svo gleymir maður orðunum; maður veit ekki hvað þau þýða. Ég mun ná þessu á einhverjum tímapunkti,“ sagði Heimir sem tók við írska landsliðinu í sumar og stýrði því í fyrsta sinn í september. Fyrsti leikur hans var einmitt gegn Englandi á heimavelli og þá vakti athygli að Lee Carsley, þjálfari Englands og fyrrverandi landsliðsmaður Íra, skyldi neita að syngja enska þjóðsönginn. Carsley kvaðst vilja einbeita sér að fótboltanum en afstaða hans virtist falla illa í kramið hjá mörgum. „Hluti af þjóðarstoltinu“ Heimir reyndi aftur á móti að syngja írska þjóðsönginn fyrir leikina í síðasta mánuði og ætlar að gera enn betur núna. „Menn eiga að vera stoltir af því að syngja þjóðsönginn. Jafnvel þó að maður sé útlendingur þá ætti maður að læra hann. Kannski ekki að syngja hann, og eflaust verða ekki öll orðin rétt, en þjóðsöngurinn er hluti af þjóðarstoltinu og ég reyni mitt besta,“ sagði Heimir. Írar mæta Finnum í Dublin á fimmtudaginn og sækja síðan England heim á Wembley á sunnudaginn, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Írar eru með þrjú stig og í keppni við Finna, sem eru án stiga, um að forðast beint fall niður í C-deild. Grikkland er með tólf stig og England níu stig.
Þjóðsöngur Írlands - Amhrán na bhFiann Sinne Fianna Fáil, atá faoi gheall ag Éirinn, Buíon dár slua thar toinn do ráinig chugainn, Faoi mhóid bheith saor Seantír ár sinsear feasta, Ní fhágfar faoin tíorán ná faoin tráill. Anocht a théam sa bhearna bhaoil, Le gean ar Ghaeil, chun báis nó saoil, Le gunna-scréach faoi lámhach na bpiléar, Seo libh canaig' amhrán na bhFiann.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira