Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2024 17:00 Ingibjörg tryggði Bröndby sigur. Marco Steinbrenner/Getty Images Það var nóg um að vera hjá íslensku knattspyrnufólki í hinum og þessum deildum í Evrópu. Í efstu deild kvenna í Danmörku mætti Íslendingalið Bröndby til Köge og mætti þar heimakonum í HB Köge. Fór það svo að gulklæddir gestirnir fóru heim með stigin þrjú þökk sé sigurmarki Ingibjargar Sigurðardóttur undir lok fyrri hálfleiks. Ingibjörg og Hafrún Rakel Halldórsdóttir voru báðar í byrjunarliði Bröndby og spiluðu allan leikinn í 1-0 sigri Bröndby sem er nú með 21 stig í 3. sæti, níu stigum minna en topplið Nordsjælland og Fortuna Hjörring. Í efstu deild kvenna á Ítalíu stóð Cecilía Rán Rúnarsdóttir vaktina í marki Inter þegar liðið lagði Lazio 1-0. Heimakonur í Inter komust yfir eftir hálftímaleik og var 1-0 yfir þegar gengið var til búningsherbergja. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Megan Connolly fór á punktinn en Cecilía Rán gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Connolly og sá þar með til þess að Inter hélt hreinu í leiknum og vann 1-0 sigur. Terminé : 🇮🇹 Inter Milan 1-0 Lazio 🇮🇹L'Inter Milan s'arrache pour remporter 3 points précieux qui lui permet de remonter sur le podium de Serie A ✅La Lazio a poussé en seconde mi-temps avec un poteau de Le Bihan et un penalty de Connoly stoppé par Rán Rúnarsdóttir mais doit… pic.twitter.com/6ouihHBjWE— Femmes Foot News 📰 (@femmesfootnews) November 10, 2024 Að loknum níu leikjum loknum er Inter með 18 stig, sjö stigum á eftir toppliði Juventus. Í Svíþjóð tapaði Brommapojkarna 2-1 fyrir Malmö á útivelli. Hlynur Freyr Karlsson lagði upp mark gestanna í leiknum. Wilmer Odefalk är kylig när han reducerar till 2-1 för BP precis innan halvtidsvilan! 🔴⚫ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/7d4hq36xk4— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) November 10, 2024 Hlynur Freyr og félagar enda tímabilið í 10. sæti með 34 stig. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby Sævar Atli Magnússon skoraði mark Lyngby og fiskaði víti undir lokin sem gaf liðinu jöfnunarmarkið og mikilvægt stig í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. nóvember 2024 14:59 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira
Í efstu deild kvenna í Danmörku mætti Íslendingalið Bröndby til Köge og mætti þar heimakonum í HB Köge. Fór það svo að gulklæddir gestirnir fóru heim með stigin þrjú þökk sé sigurmarki Ingibjargar Sigurðardóttur undir lok fyrri hálfleiks. Ingibjörg og Hafrún Rakel Halldórsdóttir voru báðar í byrjunarliði Bröndby og spiluðu allan leikinn í 1-0 sigri Bröndby sem er nú með 21 stig í 3. sæti, níu stigum minna en topplið Nordsjælland og Fortuna Hjörring. Í efstu deild kvenna á Ítalíu stóð Cecilía Rán Rúnarsdóttir vaktina í marki Inter þegar liðið lagði Lazio 1-0. Heimakonur í Inter komust yfir eftir hálftímaleik og var 1-0 yfir þegar gengið var til búningsherbergja. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Megan Connolly fór á punktinn en Cecilía Rán gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Connolly og sá þar með til þess að Inter hélt hreinu í leiknum og vann 1-0 sigur. Terminé : 🇮🇹 Inter Milan 1-0 Lazio 🇮🇹L'Inter Milan s'arrache pour remporter 3 points précieux qui lui permet de remonter sur le podium de Serie A ✅La Lazio a poussé en seconde mi-temps avec un poteau de Le Bihan et un penalty de Connoly stoppé par Rán Rúnarsdóttir mais doit… pic.twitter.com/6ouihHBjWE— Femmes Foot News 📰 (@femmesfootnews) November 10, 2024 Að loknum níu leikjum loknum er Inter með 18 stig, sjö stigum á eftir toppliði Juventus. Í Svíþjóð tapaði Brommapojkarna 2-1 fyrir Malmö á útivelli. Hlynur Freyr Karlsson lagði upp mark gestanna í leiknum. Wilmer Odefalk är kylig när han reducerar till 2-1 för BP precis innan halvtidsvilan! 🔴⚫ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/7d4hq36xk4— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) November 10, 2024 Hlynur Freyr og félagar enda tímabilið í 10. sæti með 34 stig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby Sævar Atli Magnússon skoraði mark Lyngby og fiskaði víti undir lokin sem gaf liðinu jöfnunarmarkið og mikilvægt stig í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. nóvember 2024 14:59 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira
Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby Sævar Atli Magnússon skoraði mark Lyngby og fiskaði víti undir lokin sem gaf liðinu jöfnunarmarkið og mikilvægt stig í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. nóvember 2024 14:59