Óttast að mormónar hafi rænt börnunum þeirra Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. apríl 2023 16:01 Nokkrar konur úr söfnuði Bókstafstrúarkirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (Fundamentalist Church of Jesus Christ of Latter-Day Saints) við Old Faithful í Yellowstone-þjóðgarðinum. Joe Sohm/Getty Images) Nokkrir fyrrverandi meðlimir öfgasinnaðs arms mormónasafnaðarins í Bandaríkjunum óttast að stjórnendur hans hafi rænt börnum þeirra, en sumra þeirra hefur verið saknað árum saman. Foreldrar hinna týndu barna héldu blaðamannafund í vikunni þar sem þeir báðu lögreglu og ákæruvaldið um að hjálpa sér að finna börnin. Æ fleiri foreldrar yfirgefa söfnuðinn Þeir sögðu það æ algengara að annað foreldri yfirgefi söfnuðinn og taki þá börnin með sér. Æ fleiri þessara barna hafa horfið sporlaust að undanförnu. Söfnuðurinn heitir Bókstafstrúarkirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu og er öfgaarmur mormóna sem telur um 10.000 meðlimi. Söfnuðurinn er ólöglegur þar sem hann leyfir fjölkvæni sem hefur verið bannað á meðal mormóna í yfir 100 ár. Lorraine Jessop sagði í samtali við fjölmiðla að þrjú barna hennar hefðu horfið sporlaust og hún vissi um fimm börn til viðbótar. Mikill þrýstingur væri á þessi börn að snúa aftur til safnaðarins og hún segist hafa fundið hluti á heimilinu sem hún telur að hafa verið notaðir til þess að hjálpa börnunum að flýja. Börnin óttast vítisvist ef þau snúa ekki aftur Börnunum hafi verið innrætt áður en foreldrar þeirra yfirgáfu söfnuðinn að þau væru eilíflega glötuð ef þau yfirgæfu söfnuðinn og því væru þau auðveld fórnarlömb æðstu stjórnendanna. Roger Hoole, lögfræðingur foreldranna sem leita barna sinna, segir að hætta sé á að börnin gangi kaupum og sölum inni í hinum lokaða og bannaða söfnuði, drengirnir séu seldir sem ódýrt vinnuafl og stúlkurnar seldar undir lögaldri til fullorðinna karla sem kvænist þeim. Leiðtogi safnaðarins er nauðgari og barnaníðingur Warren Jeffs, síðasti þekkti leiðtogi safnaðarins, stýrði söfnuði sínum með járnhnefa; hann ákvað meðal annars hvað fólkið átti og mátti borða og allir símar og leikföng voru bönnuð. Hann skipulagði hjónabönd í söfnuðinum og gaf saman ólögráða stúlkur og fullorðna karla. Árið 2006 var hann dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir nauðgun og barnaníð. Hann er enn talinn stjórna söfnuði sínum úr fangelsi. Bandaríkin Trúmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Foreldrar hinna týndu barna héldu blaðamannafund í vikunni þar sem þeir báðu lögreglu og ákæruvaldið um að hjálpa sér að finna börnin. Æ fleiri foreldrar yfirgefa söfnuðinn Þeir sögðu það æ algengara að annað foreldri yfirgefi söfnuðinn og taki þá börnin með sér. Æ fleiri þessara barna hafa horfið sporlaust að undanförnu. Söfnuðurinn heitir Bókstafstrúarkirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu og er öfgaarmur mormóna sem telur um 10.000 meðlimi. Söfnuðurinn er ólöglegur þar sem hann leyfir fjölkvæni sem hefur verið bannað á meðal mormóna í yfir 100 ár. Lorraine Jessop sagði í samtali við fjölmiðla að þrjú barna hennar hefðu horfið sporlaust og hún vissi um fimm börn til viðbótar. Mikill þrýstingur væri á þessi börn að snúa aftur til safnaðarins og hún segist hafa fundið hluti á heimilinu sem hún telur að hafa verið notaðir til þess að hjálpa börnunum að flýja. Börnin óttast vítisvist ef þau snúa ekki aftur Börnunum hafi verið innrætt áður en foreldrar þeirra yfirgáfu söfnuðinn að þau væru eilíflega glötuð ef þau yfirgæfu söfnuðinn og því væru þau auðveld fórnarlömb æðstu stjórnendanna. Roger Hoole, lögfræðingur foreldranna sem leita barna sinna, segir að hætta sé á að börnin gangi kaupum og sölum inni í hinum lokaða og bannaða söfnuði, drengirnir séu seldir sem ódýrt vinnuafl og stúlkurnar seldar undir lögaldri til fullorðinna karla sem kvænist þeim. Leiðtogi safnaðarins er nauðgari og barnaníðingur Warren Jeffs, síðasti þekkti leiðtogi safnaðarins, stýrði söfnuði sínum með járnhnefa; hann ákvað meðal annars hvað fólkið átti og mátti borða og allir símar og leikföng voru bönnuð. Hann skipulagði hjónabönd í söfnuðinum og gaf saman ólögráða stúlkur og fullorðna karla. Árið 2006 var hann dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir nauðgun og barnaníð. Hann er enn talinn stjórna söfnuði sínum úr fangelsi.
Bandaríkin Trúmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira