Tilboð fátæka mannsins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. apríl 2023 11:30 Nýlega steig fram veitingamaður hér í borg og varði hækkanir á vinsælu tilboði á smurðri beyglu með þeim orðum að það kosti að halda dyrunum opnum. Hann áréttaði að launakostnaður hefði hækkað um 32 prósent, MS hefði hækkað sínar vörur um 47 prósent að meðaltali og að rjómaostur, sem er megininnihaldsefnið í tilboðsbeyglunum, hefði einn og sér hækkað um 78 prósent síðan í árdaga tilboðsins. Um svipað leyti skrifuðu bæði framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og verkefnastjóri Mjólkursamsölunnar svargrein við hugleiðingum sem ég birti um páskana og snerust um verðhækkandi áhrif verndartolla á matvælaverð fyrir venjulegar fjölskyldur hér á landi. Í grein framkvæmdastjóra Fyrirtækja í landbúnaði eru síðustu 12 mánuðir sérvaldir til að skoða samanburð á matvælaverði hér og í Evrópu og bent á að matarverð hér sé svipað og á Norðurlöndunum. Sé lengra tímabil hins vegar skoðað er myndin allt önnur. Frá því að núgildandi undanþáguákvæði búvörulaga frá samkeppnislögum tók gildi 2004 hafa mjólk og ostur hækkað um 40 prósentum umfram almennt verðlag samanborið við 22 prósent í ESB. Undanþágur og íhaldssemi Undanþáguákvæðið hefur þannig haft þau áhrif að matarkarfan verður dýrari. Verð mjólkurafurða hefur á tímabilinu hækkað langt umfram almennt verðlag og langt umfram flestar aðrar matvörur. Grænmetið hefur nokkuð óheft fallið undir samkeppni og drykkjarvöruframleiðsla, sem ætti að eiga margt sameiginlegt með mjólkinni, hafa hins vegar lækkað samanborið við almennt verðlag á sama tíma. Á meðan hefur mjólkurbúum fækkað verulega, þau hafa stækkað og sjálfvirkni þeirra stóraukist. Afurðarstöðvum hefur að sama skapi fækkað og mikið verið fjárfest í bættri framleiðslutækni. Allt eru þetta mikilvæg framfaraskref fyrir matvælaframleiðslu og bændur. En þessi framleiðniaukning og hagræðing hefur hins vegar ekki skilað sér að einhverju ráði til neytenda. Einokun og fákeppni bitnar á okkur öllum. Líka bændum sem fá ekki það súrefni sem heilbrigð samkeppni hefur í för með sér. Í staðinn sitja þeir fastir í íhaldsömu kerfi sem er yfirfullt af milliliðum sem bæta litlu við verðmætasköpunina. Ólíkt því sem framkvæmdastjóri fyrirtækja í landbúnaði og verkefnisstýra Mjólkursamsölunnar vilja halda er barátta Viðreisnar fyrir bættum hag neytenda ekki síður barátta fyrir bættum hag bænda. Því án neytenda, aðgengis að mörkuðum og stöðugs efnahagsumhverfis eru bændur frekar dæmdir til að verða tilbrigði við fátæka manninn. Hagræðing eða hagsmunir Báðir hagsmunaaðilarnir, framkvæmdarstjórinn og verkefnastjóri MS gera tolla að umtalsefni í svargreinum sínum. Það er rétt að þróun síðastliðinna ára hefur verið í þá átt að fella niður tolla á ýmsum unnum matvælum og að tollkvótar fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu hafi aukist nokkuð. Við í Viðreisn fögnum slíkum breytingum sem alla jafna ættu að færa íslenskum neytendum búbót ef ekki væri fyrir flókið heimatilbúið regluverk. Það er einnig rétt að hafa í huga að breytingar á tollaumhverfinu virka auðvitað í báðar áttir. Íslenskir útflytjendur fá um leið miklu betri aðgang að Evrópumarkaðnum. Það á kannski ekki að vera vandamál íslenskra neytenda ef þeir kunna ekki að nýta sér þann aðgang Eins er það rétt að tollar eru ekki séríslensk uppfinning en íslenska krónan er það hins vegar. Beinn og óbeinn kostnaður af krónunni er að meðaltali 3 milljónir á ári fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þegar hann er síðan lagður ofan á verndartolla og fákeppni versnar staða þessarar sömu fjölskyldu enn frekar. Framkvæmdastjóri fyrirtækja í landbúnaði bendir að auki á að framleiðslukostnaður landbúnaðavara sé hærri hér en annars staðar og nefnir þar laun, flutningskostnað og svo hið augljósa að vaxtakostnaður sé mun hærri hér á landi. Svar samtakanna sjálfra við þessu er að afurðastöðvar fái að sameinast og ýta þannig enn frekar undir fákeppni. Það mun ekki laga vaxtakostnaðinn og það mun ekki bæta hag neytenda, líkt og reynslan sýnir. Eina rökrétta niðurstaðan sem bæði bændur og Viðreisn ættu að geta sameinast um er að berjast fyrir aðgengi að stærri markaði fyrir okkar frábæru vörur og stuðningskerfunum sem ESB tryggir bændum og ræktendum á norðlægum slóðum. Svo ekki sé minnst á stöðugan gjaldmiðil sem gagnast bændum og samfélaginu öllu. MS rjómaostur eða enginn rjómaostur En aftur að tilboði fátæka mannsins. Venjulegt fólk sem fer út í bakarí að kaupa sér beyglu verður að geta treyst því að veitingamenn, eins og sá sem býður upp á tilboð fátæka mannsins, geti boðið besta mögulega verð. Til þess að svo verði þarf veitingamaðurinn að hafa val um að kaupa rjómaost og aðrar hversdagsvörur af fleirum en einum. Nokkuð sem kallað er heilbrigð samkeppni í daglegu tali. Hér á Íslandi búum við hins vegar við þann veruleika að rjómaostur einokunarfyrirtækisins MS getur hækkað um 78 prósent, en vegna ríkisstyrktrar fákeppni höfum við eingöngu val um að borða rjómaostinn frá MS, enn dýrari rjómaost frá útlöndum sem stjórnvöld leggja sérstaka verndartolla á - eða bara alls engan rjómaost. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Verðlag Skattar og tollar Landbúnaður Veitingastaðir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega steig fram veitingamaður hér í borg og varði hækkanir á vinsælu tilboði á smurðri beyglu með þeim orðum að það kosti að halda dyrunum opnum. Hann áréttaði að launakostnaður hefði hækkað um 32 prósent, MS hefði hækkað sínar vörur um 47 prósent að meðaltali og að rjómaostur, sem er megininnihaldsefnið í tilboðsbeyglunum, hefði einn og sér hækkað um 78 prósent síðan í árdaga tilboðsins. Um svipað leyti skrifuðu bæði framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og verkefnastjóri Mjólkursamsölunnar svargrein við hugleiðingum sem ég birti um páskana og snerust um verðhækkandi áhrif verndartolla á matvælaverð fyrir venjulegar fjölskyldur hér á landi. Í grein framkvæmdastjóra Fyrirtækja í landbúnaði eru síðustu 12 mánuðir sérvaldir til að skoða samanburð á matvælaverði hér og í Evrópu og bent á að matarverð hér sé svipað og á Norðurlöndunum. Sé lengra tímabil hins vegar skoðað er myndin allt önnur. Frá því að núgildandi undanþáguákvæði búvörulaga frá samkeppnislögum tók gildi 2004 hafa mjólk og ostur hækkað um 40 prósentum umfram almennt verðlag samanborið við 22 prósent í ESB. Undanþágur og íhaldssemi Undanþáguákvæðið hefur þannig haft þau áhrif að matarkarfan verður dýrari. Verð mjólkurafurða hefur á tímabilinu hækkað langt umfram almennt verðlag og langt umfram flestar aðrar matvörur. Grænmetið hefur nokkuð óheft fallið undir samkeppni og drykkjarvöruframleiðsla, sem ætti að eiga margt sameiginlegt með mjólkinni, hafa hins vegar lækkað samanborið við almennt verðlag á sama tíma. Á meðan hefur mjólkurbúum fækkað verulega, þau hafa stækkað og sjálfvirkni þeirra stóraukist. Afurðarstöðvum hefur að sama skapi fækkað og mikið verið fjárfest í bættri framleiðslutækni. Allt eru þetta mikilvæg framfaraskref fyrir matvælaframleiðslu og bændur. En þessi framleiðniaukning og hagræðing hefur hins vegar ekki skilað sér að einhverju ráði til neytenda. Einokun og fákeppni bitnar á okkur öllum. Líka bændum sem fá ekki það súrefni sem heilbrigð samkeppni hefur í för með sér. Í staðinn sitja þeir fastir í íhaldsömu kerfi sem er yfirfullt af milliliðum sem bæta litlu við verðmætasköpunina. Ólíkt því sem framkvæmdastjóri fyrirtækja í landbúnaði og verkefnisstýra Mjólkursamsölunnar vilja halda er barátta Viðreisnar fyrir bættum hag neytenda ekki síður barátta fyrir bættum hag bænda. Því án neytenda, aðgengis að mörkuðum og stöðugs efnahagsumhverfis eru bændur frekar dæmdir til að verða tilbrigði við fátæka manninn. Hagræðing eða hagsmunir Báðir hagsmunaaðilarnir, framkvæmdarstjórinn og verkefnastjóri MS gera tolla að umtalsefni í svargreinum sínum. Það er rétt að þróun síðastliðinna ára hefur verið í þá átt að fella niður tolla á ýmsum unnum matvælum og að tollkvótar fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu hafi aukist nokkuð. Við í Viðreisn fögnum slíkum breytingum sem alla jafna ættu að færa íslenskum neytendum búbót ef ekki væri fyrir flókið heimatilbúið regluverk. Það er einnig rétt að hafa í huga að breytingar á tollaumhverfinu virka auðvitað í báðar áttir. Íslenskir útflytjendur fá um leið miklu betri aðgang að Evrópumarkaðnum. Það á kannski ekki að vera vandamál íslenskra neytenda ef þeir kunna ekki að nýta sér þann aðgang Eins er það rétt að tollar eru ekki séríslensk uppfinning en íslenska krónan er það hins vegar. Beinn og óbeinn kostnaður af krónunni er að meðaltali 3 milljónir á ári fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þegar hann er síðan lagður ofan á verndartolla og fákeppni versnar staða þessarar sömu fjölskyldu enn frekar. Framkvæmdastjóri fyrirtækja í landbúnaði bendir að auki á að framleiðslukostnaður landbúnaðavara sé hærri hér en annars staðar og nefnir þar laun, flutningskostnað og svo hið augljósa að vaxtakostnaður sé mun hærri hér á landi. Svar samtakanna sjálfra við þessu er að afurðastöðvar fái að sameinast og ýta þannig enn frekar undir fákeppni. Það mun ekki laga vaxtakostnaðinn og það mun ekki bæta hag neytenda, líkt og reynslan sýnir. Eina rökrétta niðurstaðan sem bæði bændur og Viðreisn ættu að geta sameinast um er að berjast fyrir aðgengi að stærri markaði fyrir okkar frábæru vörur og stuðningskerfunum sem ESB tryggir bændum og ræktendum á norðlægum slóðum. Svo ekki sé minnst á stöðugan gjaldmiðil sem gagnast bændum og samfélaginu öllu. MS rjómaostur eða enginn rjómaostur En aftur að tilboði fátæka mannsins. Venjulegt fólk sem fer út í bakarí að kaupa sér beyglu verður að geta treyst því að veitingamenn, eins og sá sem býður upp á tilboð fátæka mannsins, geti boðið besta mögulega verð. Til þess að svo verði þarf veitingamaðurinn að hafa val um að kaupa rjómaost og aðrar hversdagsvörur af fleirum en einum. Nokkuð sem kallað er heilbrigð samkeppni í daglegu tali. Hér á Íslandi búum við hins vegar við þann veruleika að rjómaostur einokunarfyrirtækisins MS getur hækkað um 78 prósent, en vegna ríkisstyrktrar fákeppni höfum við eingöngu val um að borða rjómaostinn frá MS, enn dýrari rjómaost frá útlöndum sem stjórnvöld leggja sérstaka verndartolla á - eða bara alls engan rjómaost.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun