Leshraðamælingar og Háskóli Íslands Eyjólfur Ármannsson skrifar 20. apríl 2023 11:01 Freyja Birgisdóttir frá Háskóla Íslands, Kate Nation og Margaret Snowling frá Oxford-háskóla rituðu nýlega grein um lesfimipróf sem eins konar svar við grein minni Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu. Í grein minni minnist ég ekki einu orði á lesfimi eða lesfimipróf, sem Freyja, Kate og Margret eyða heilli grein í að fjalla um og á að vera svar við grein minni, þar sem ég minnist á leshraðamælingar. Greinarhöfundar gera ekki greinarmun á leshraðamælingum, sem ég fjalla um í grein minni, og lesfimiprófum sem grein þeirra fjallar um. Hvernig er unnt að svara gagnrýni á leshraðmælingar með skrifum um lesfimipróf? Með hreinum ólíkindum að fræðimenn skuli ekkert gera til að skýra muninn á þessum tveimur hugtökum. Annaðhvort þekkja prófessorarnir ekki muninn á leshraðamælingum og lesfimiprófum eða greinin er dæmi um skammarlega útúrsnúninga. Eru slík vinnubrögð samboðin Háskóla Íslands? Í grein þeirra er ekki minnst einu orði á aðalatriði greinar minnar: Á byrjendalæsi og ömurlega lestrarkunnáttu á Íslandi eða á bókstafa-hljóðaðferðina. Barn lærir að lesa með því að brjóta lestrarkóðann, þekkja þau tákn sem bókstafirnir eru og þau hljóð sem þeir standa fyrir. Það er gert með bókstafa-hljóðaðferðinni og er fyrsta skref í að læra að lesa. Freyja, Kate og Margaret eyða ekki einu orði í grein sinni á þessi aðalatriði greinar minnar. Þegar gagnrýnd eru skrif um jafnmikilvægt efni og lestur barna er lágmark að notuð séu sömu hugtök sem hin gagnrýnda grein notar og hugtakanotkun sett í samhengi. Dósent við Háskóla Íslands gerir ekki þær kröfur til skrifa sinna. Með þessari breyttu hugtakanotkun er því slegið ryki í augu lesenda. Fyrirmæli Menntamálastofnunar Fyrirmæli Menntamálastofnunar um lestrarpróf í grunnskólum sem kennarar fá eru skýr og eftirfarandi: „Fyrirmæli til nemenda: Hér sérðu textablað, þú átt að lesa þennan texta eins hratt og vel og þú getur í tvær mínútur. Ég mun taka tímann á meðan þú lest. Skilur þú hvað þú átt að gera? Ertu tilbúin/n?“ Hér er tekinn tími á nemanda í leshraðaprófi í tvær mínútur. Leshraði (Reading rate eða reading speed) er fjöldi orða sem einstaklingur getur lesið rétt á mínútu. Lesfimi (Reading Fluency) felur í sér nákvæmni, orðræðu og skilning ásamt hraða. Lesfimi er skilgreind sem „nákvæmur lestur á „minimal rate“ með viðeigandi frumeinkennum og djúpum skilningi“ (Hudson, Mercer og Lane, 2000). Einnig er talað um normal leshraða. Lágmarksleshraði er ekki hraðlestur, það að lesa eins hratt og vel og þú getur. Á Íslandi eru teknar leshraðamælingar, þótt öðru sé haldið fram. Sýnir það stöðu málaflokksins á Íslandi. Við látum 46.000 börn lesa eins hratt þau og geta þrisvar á ári (1.-10. bekk). Mörg börn upplifa kvíða og vanmátt vegna prófanna og þau geta valdið skertri sjálfsmynd tengdri lestri. Leshraðamælingar eru alræmdar í samfélaginu og skal enga undra. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Tækniháskólann í Þrándheimi, hefur bent á þetta. Í 21 ár hefur hann fjallað um efnið og bent á lausnir byggðar á alþjóðlega viðurkenndum vísindum fremstu fræðimanna við lítinn hljómgrunn. Lítil von er að verkefnið Kveikjum neistann í Eyjum fari víða hérlendis. Íslandsheimsókn Kate Nation og Margret Snowling Í heimsókn sinni í mars í fyrra voru Kate Nation og Margret Snowling ítrekað spurðar álits um leshraðapróf (Measurement of Reading Speed). Á Íslandi færu tugir þúsunda nemenda í slík próf árlega, sbr. fyrirmælin. Þær voru ekki spurðar um lesfimipróf (Test of Reading Fluency) sem ofangreind grein er um. Ef þær hafa skipt um skoðun ætti það að koma fram. Enskir prófessorar hafa ekki íslensku sem móðurmál og þekkja ekki þennan afkima íslensks samfélags. Því má efast um þekkingu þeirra á því hörmungarástandi sem verið hefur áratugum saman á Íslandi og ég fjalla um í grein minni. Háskóli Íslands er vandamálið – ekki Menntamálastofnun! Alþjóðlegar kannanir hafa árum saman sýnt hörmungarástand í lestrarkunnáttu á Íslandi. Léleg lestrarkunnátta er samfélaginu dýr og hefur verið viðfangsefni stjórnmála í áratugi án árangurs enda hefur aldrei verið tekið á rót vandans. Árið 2004 komst starfshópur menntamálaráðuneytisins að því að 35.000 Íslendingar á fullorðinsaldri ættu við umtalsverða lestrarörðugleika að stríða eða væru með litla lestrarfærni. Barna- og menntamálaráðherra hyggst leggja niður Menntamálastofnun og koma á fót nýrri stofnun til að tryggja gæði menntunar. Litlar líkur eru á að þetta skili árangri og ekki þegar kemur að læsi. Nær væri að líta til Háskóla Íslands og ríkjandi viðhorfa þar. Framkoman við íslenska prófessorinn í Þrándheimi er þar sérkapítuli. Skólanum ber að veita þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar, sbr. eldri lög um skólann. Skólinn hefur ekki lagt fram neitt markvert til að taka á lélegri lestrarkunnáttu þjóðarinnar, síður en svo, og skrapar botninn í norrænum gæðakönnunum. Þetta er ástæðan fyrir því að ráðherra eftir ráðherra hefur ekki getað tekið á þessu mikilvæga máli. Læsi er grunnhæfni allra í lífinu og Alþingi og stjórnvöld verða að taka á þessum mikla vanda, þar liggur á endanum ábyrgðin. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi og 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Skóla - og menntamál Grunnskólar Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Freyja Birgisdóttir frá Háskóla Íslands, Kate Nation og Margaret Snowling frá Oxford-háskóla rituðu nýlega grein um lesfimipróf sem eins konar svar við grein minni Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu. Í grein minni minnist ég ekki einu orði á lesfimi eða lesfimipróf, sem Freyja, Kate og Margret eyða heilli grein í að fjalla um og á að vera svar við grein minni, þar sem ég minnist á leshraðamælingar. Greinarhöfundar gera ekki greinarmun á leshraðamælingum, sem ég fjalla um í grein minni, og lesfimiprófum sem grein þeirra fjallar um. Hvernig er unnt að svara gagnrýni á leshraðmælingar með skrifum um lesfimipróf? Með hreinum ólíkindum að fræðimenn skuli ekkert gera til að skýra muninn á þessum tveimur hugtökum. Annaðhvort þekkja prófessorarnir ekki muninn á leshraðamælingum og lesfimiprófum eða greinin er dæmi um skammarlega útúrsnúninga. Eru slík vinnubrögð samboðin Háskóla Íslands? Í grein þeirra er ekki minnst einu orði á aðalatriði greinar minnar: Á byrjendalæsi og ömurlega lestrarkunnáttu á Íslandi eða á bókstafa-hljóðaðferðina. Barn lærir að lesa með því að brjóta lestrarkóðann, þekkja þau tákn sem bókstafirnir eru og þau hljóð sem þeir standa fyrir. Það er gert með bókstafa-hljóðaðferðinni og er fyrsta skref í að læra að lesa. Freyja, Kate og Margaret eyða ekki einu orði í grein sinni á þessi aðalatriði greinar minnar. Þegar gagnrýnd eru skrif um jafnmikilvægt efni og lestur barna er lágmark að notuð séu sömu hugtök sem hin gagnrýnda grein notar og hugtakanotkun sett í samhengi. Dósent við Háskóla Íslands gerir ekki þær kröfur til skrifa sinna. Með þessari breyttu hugtakanotkun er því slegið ryki í augu lesenda. Fyrirmæli Menntamálastofnunar Fyrirmæli Menntamálastofnunar um lestrarpróf í grunnskólum sem kennarar fá eru skýr og eftirfarandi: „Fyrirmæli til nemenda: Hér sérðu textablað, þú átt að lesa þennan texta eins hratt og vel og þú getur í tvær mínútur. Ég mun taka tímann á meðan þú lest. Skilur þú hvað þú átt að gera? Ertu tilbúin/n?“ Hér er tekinn tími á nemanda í leshraðaprófi í tvær mínútur. Leshraði (Reading rate eða reading speed) er fjöldi orða sem einstaklingur getur lesið rétt á mínútu. Lesfimi (Reading Fluency) felur í sér nákvæmni, orðræðu og skilning ásamt hraða. Lesfimi er skilgreind sem „nákvæmur lestur á „minimal rate“ með viðeigandi frumeinkennum og djúpum skilningi“ (Hudson, Mercer og Lane, 2000). Einnig er talað um normal leshraða. Lágmarksleshraði er ekki hraðlestur, það að lesa eins hratt og vel og þú getur. Á Íslandi eru teknar leshraðamælingar, þótt öðru sé haldið fram. Sýnir það stöðu málaflokksins á Íslandi. Við látum 46.000 börn lesa eins hratt þau og geta þrisvar á ári (1.-10. bekk). Mörg börn upplifa kvíða og vanmátt vegna prófanna og þau geta valdið skertri sjálfsmynd tengdri lestri. Leshraðamælingar eru alræmdar í samfélaginu og skal enga undra. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Tækniháskólann í Þrándheimi, hefur bent á þetta. Í 21 ár hefur hann fjallað um efnið og bent á lausnir byggðar á alþjóðlega viðurkenndum vísindum fremstu fræðimanna við lítinn hljómgrunn. Lítil von er að verkefnið Kveikjum neistann í Eyjum fari víða hérlendis. Íslandsheimsókn Kate Nation og Margret Snowling Í heimsókn sinni í mars í fyrra voru Kate Nation og Margret Snowling ítrekað spurðar álits um leshraðapróf (Measurement of Reading Speed). Á Íslandi færu tugir þúsunda nemenda í slík próf árlega, sbr. fyrirmælin. Þær voru ekki spurðar um lesfimipróf (Test of Reading Fluency) sem ofangreind grein er um. Ef þær hafa skipt um skoðun ætti það að koma fram. Enskir prófessorar hafa ekki íslensku sem móðurmál og þekkja ekki þennan afkima íslensks samfélags. Því má efast um þekkingu þeirra á því hörmungarástandi sem verið hefur áratugum saman á Íslandi og ég fjalla um í grein minni. Háskóli Íslands er vandamálið – ekki Menntamálastofnun! Alþjóðlegar kannanir hafa árum saman sýnt hörmungarástand í lestrarkunnáttu á Íslandi. Léleg lestrarkunnátta er samfélaginu dýr og hefur verið viðfangsefni stjórnmála í áratugi án árangurs enda hefur aldrei verið tekið á rót vandans. Árið 2004 komst starfshópur menntamálaráðuneytisins að því að 35.000 Íslendingar á fullorðinsaldri ættu við umtalsverða lestrarörðugleika að stríða eða væru með litla lestrarfærni. Barna- og menntamálaráðherra hyggst leggja niður Menntamálastofnun og koma á fót nýrri stofnun til að tryggja gæði menntunar. Litlar líkur eru á að þetta skili árangri og ekki þegar kemur að læsi. Nær væri að líta til Háskóla Íslands og ríkjandi viðhorfa þar. Framkoman við íslenska prófessorinn í Þrándheimi er þar sérkapítuli. Skólanum ber að veita þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar, sbr. eldri lög um skólann. Skólinn hefur ekki lagt fram neitt markvert til að taka á lélegri lestrarkunnáttu þjóðarinnar, síður en svo, og skrapar botninn í norrænum gæðakönnunum. Þetta er ástæðan fyrir því að ráðherra eftir ráðherra hefur ekki getað tekið á þessu mikilvæga máli. Læsi er grunnhæfni allra í lífinu og Alþingi og stjórnvöld verða að taka á þessum mikla vanda, þar liggur á endanum ábyrgðin. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi og 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun