Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2023 08:44 Guðmundur Felix getur loksins byrjað að hjóla á ný. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. Guðmundur missti báða handleggina í vinnuslysi árið 1998 en í janúar árið 2021 varð hann fyrsti maðurinn til að gangast undir ágræðslu á báðum handleggjum fyrir ofan axlir. Hefur hann reglulega birt uppfærslur á lífi sínu með nýju hendurnar á samfélagsmiðlum. Breska götublaðið Mirror birti á þriðjudag umfjöllun um nýjasta afrek Guðmundar. Hann er byrjaður að hjóla á ný. Í samtali við Mirror segist hann hafa reglulega hjólað í vinnuna fyrir slysið. „Ég var með stól fyrir litlu stelpuna mína og fannst virkilega gaman að nota hjólið. Ég hef stefnt á að hjóla í langan tíma, jafnvel á meðan ég var að bíða eftir höndunum. En mér datt aldrei í hug hvernig ég færi að því,“ segir Guðmundur Felix. Á sex mánaða fresti gerir hann lista ásamt iðjuþjálfa sínum yfir fimm mikilvæga hluti sem hann vill ná að gera það tímabil. Fyrst um sinn voru það hlutir eins og að mata sig sjálfur en fyrir ári síðan setti hann hjólreiðarnar á listann. Hann pantaði sér hjól frá Hominid X sem er með fótabremsur. Hjólið fékk hann afhent nú í apríl og gat hann því hjólað í fyrsta sinn í 25 ár. Guðmundur Felix á hjólinu. „Ég var smá óöruggur fyrst um sinn því ég vissi að ég þurfti hjól þar sem ég hallaði mér ekki fram. Ég var alveg tilbúinn í að þetta myndi ekki ganga vel. Ég hélt ég myndi detta en það hefur enn ekki gerst,“ segir Guðmundur Felix. Hann segist ekki vera alveg tilbúinn í að hjóla í almenningi en hann telur að sumarið verði nýtt í að prófa það. Hann vill geta hjólað í og úr læknatímum sem hann fer í í Frakklandi. Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Samgöngur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36 Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 31. desember 2021 11:32 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira
Guðmundur missti báða handleggina í vinnuslysi árið 1998 en í janúar árið 2021 varð hann fyrsti maðurinn til að gangast undir ágræðslu á báðum handleggjum fyrir ofan axlir. Hefur hann reglulega birt uppfærslur á lífi sínu með nýju hendurnar á samfélagsmiðlum. Breska götublaðið Mirror birti á þriðjudag umfjöllun um nýjasta afrek Guðmundar. Hann er byrjaður að hjóla á ný. Í samtali við Mirror segist hann hafa reglulega hjólað í vinnuna fyrir slysið. „Ég var með stól fyrir litlu stelpuna mína og fannst virkilega gaman að nota hjólið. Ég hef stefnt á að hjóla í langan tíma, jafnvel á meðan ég var að bíða eftir höndunum. En mér datt aldrei í hug hvernig ég færi að því,“ segir Guðmundur Felix. Á sex mánaða fresti gerir hann lista ásamt iðjuþjálfa sínum yfir fimm mikilvæga hluti sem hann vill ná að gera það tímabil. Fyrst um sinn voru það hlutir eins og að mata sig sjálfur en fyrir ári síðan setti hann hjólreiðarnar á listann. Hann pantaði sér hjól frá Hominid X sem er með fótabremsur. Hjólið fékk hann afhent nú í apríl og gat hann því hjólað í fyrsta sinn í 25 ár. Guðmundur Felix á hjólinu. „Ég var smá óöruggur fyrst um sinn því ég vissi að ég þurfti hjól þar sem ég hallaði mér ekki fram. Ég var alveg tilbúinn í að þetta myndi ekki ganga vel. Ég hélt ég myndi detta en það hefur enn ekki gerst,“ segir Guðmundur Felix. Hann segist ekki vera alveg tilbúinn í að hjóla í almenningi en hann telur að sumarið verði nýtt í að prófa það. Hann vill geta hjólað í og úr læknatímum sem hann fer í í Frakklandi.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Samgöngur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36 Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 31. desember 2021 11:32 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira
Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36
Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 31. desember 2021 11:32