Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2023 08:44 Guðmundur Felix getur loksins byrjað að hjóla á ný. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. Guðmundur missti báða handleggina í vinnuslysi árið 1998 en í janúar árið 2021 varð hann fyrsti maðurinn til að gangast undir ágræðslu á báðum handleggjum fyrir ofan axlir. Hefur hann reglulega birt uppfærslur á lífi sínu með nýju hendurnar á samfélagsmiðlum. Breska götublaðið Mirror birti á þriðjudag umfjöllun um nýjasta afrek Guðmundar. Hann er byrjaður að hjóla á ný. Í samtali við Mirror segist hann hafa reglulega hjólað í vinnuna fyrir slysið. „Ég var með stól fyrir litlu stelpuna mína og fannst virkilega gaman að nota hjólið. Ég hef stefnt á að hjóla í langan tíma, jafnvel á meðan ég var að bíða eftir höndunum. En mér datt aldrei í hug hvernig ég færi að því,“ segir Guðmundur Felix. Á sex mánaða fresti gerir hann lista ásamt iðjuþjálfa sínum yfir fimm mikilvæga hluti sem hann vill ná að gera það tímabil. Fyrst um sinn voru það hlutir eins og að mata sig sjálfur en fyrir ári síðan setti hann hjólreiðarnar á listann. Hann pantaði sér hjól frá Hominid X sem er með fótabremsur. Hjólið fékk hann afhent nú í apríl og gat hann því hjólað í fyrsta sinn í 25 ár. Guðmundur Felix á hjólinu. „Ég var smá óöruggur fyrst um sinn því ég vissi að ég þurfti hjól þar sem ég hallaði mér ekki fram. Ég var alveg tilbúinn í að þetta myndi ekki ganga vel. Ég hélt ég myndi detta en það hefur enn ekki gerst,“ segir Guðmundur Felix. Hann segist ekki vera alveg tilbúinn í að hjóla í almenningi en hann telur að sumarið verði nýtt í að prófa það. Hann vill geta hjólað í og úr læknatímum sem hann fer í í Frakklandi. Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Samgöngur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36 Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 31. desember 2021 11:32 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
Guðmundur missti báða handleggina í vinnuslysi árið 1998 en í janúar árið 2021 varð hann fyrsti maðurinn til að gangast undir ágræðslu á báðum handleggjum fyrir ofan axlir. Hefur hann reglulega birt uppfærslur á lífi sínu með nýju hendurnar á samfélagsmiðlum. Breska götublaðið Mirror birti á þriðjudag umfjöllun um nýjasta afrek Guðmundar. Hann er byrjaður að hjóla á ný. Í samtali við Mirror segist hann hafa reglulega hjólað í vinnuna fyrir slysið. „Ég var með stól fyrir litlu stelpuna mína og fannst virkilega gaman að nota hjólið. Ég hef stefnt á að hjóla í langan tíma, jafnvel á meðan ég var að bíða eftir höndunum. En mér datt aldrei í hug hvernig ég færi að því,“ segir Guðmundur Felix. Á sex mánaða fresti gerir hann lista ásamt iðjuþjálfa sínum yfir fimm mikilvæga hluti sem hann vill ná að gera það tímabil. Fyrst um sinn voru það hlutir eins og að mata sig sjálfur en fyrir ári síðan setti hann hjólreiðarnar á listann. Hann pantaði sér hjól frá Hominid X sem er með fótabremsur. Hjólið fékk hann afhent nú í apríl og gat hann því hjólað í fyrsta sinn í 25 ár. Guðmundur Felix á hjólinu. „Ég var smá óöruggur fyrst um sinn því ég vissi að ég þurfti hjól þar sem ég hallaði mér ekki fram. Ég var alveg tilbúinn í að þetta myndi ekki ganga vel. Ég hélt ég myndi detta en það hefur enn ekki gerst,“ segir Guðmundur Felix. Hann segist ekki vera alveg tilbúinn í að hjóla í almenningi en hann telur að sumarið verði nýtt í að prófa það. Hann vill geta hjólað í og úr læknatímum sem hann fer í í Frakklandi.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Samgöngur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36 Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 31. desember 2021 11:32 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36
Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 31. desember 2021 11:32