„Hefði getað dáið á þessum harða stól“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. apríl 2023 13:40 Sigríður Dögg segir móður sína Bertu Sveinbjarnardóttur alls ekki hafa viljað fara aftur til læknis í dag eftir reynslu næturinnar á bráðamóttökunni. Aðsend Sjötug kona beið í sex klukkustundir á bráðamóttöku í nótt með einkenni blóðtappa í handlegg án þess að hitta heilbrigðisstarfsmann, þar til hún gafst upp og fór heim. Henni var vísað beint á bráðamóttöku að nýju daginn eftir. Dóttir hennar segir heilbrigðiskerfið vandamálið og þá sem því stýra. „Mér tókst að sannfæra hana um að fara á heilsugæsluna í morgun, því hún vildi alls ekki fara á bráðamóttökuna eftir reynsluna í nótt. Heilsugæslulæknir sendi hana beinustu leið niður á bráðamóttöku og bannaði henni að fara heim í millitíðinni. Það er í mínum huga staðfesting á alvarleikanum.“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, um móður sína Bertu Sveinbjarnardóttur í samtali við Vísi. „Þar er hún ennþá.“ „Á heilsugæslunni í dag segir læknirinn henni að þetta sé mjög líklega blóðtappi og að hún megi alls ekki fara heim. Það var enginn heilbrigðisstarfsmaður sem leit á hana í alla nótt. Enginn.“ Venjulega sé hjúkrunarfræðingur í anddyri til að forgangsraða tilfellum. „En í nótt var enginn sem tók á móti henni. Hún hefði getað dáið á þessum harða stól. Þessi ritari sem tók á móti henni var ekki fær um að meta ástand hennar,“ segir Sigríður. „Fyrir utan allt hitt. Þetta er ekki ung hraust kona þarna á ferðinni sem þolir bið. Hún var orðin ákaflega þreytt.“ Sigríður segir móður sína hafa verið með skýr einkenni, þau sömu og fyrir einu og hálfu ári þegar hún greindist með blóðtappa í sama handlegg. Sigríður segir einnig frá reynslu móður sinnar á Facebook. Móðir hennar sé með gangráð og því hjartveik og einnig mjög slæm í mjöðm eftir nýleg mjaðmaskipti. „Þrátt fyrir allt þetta var hún látin sitja á hörðum stól í anddyri bráðamóttökunnar í á sjöttu klukkustund í gærkvöld og nótt, án þess að nokkur sæi ástæðu til þess að einu sinni líta á handlegginn á henni eða kanna líðan hennar.“ Verkjuð eftir harðan biðstofustól Sigríður segir ástæðu þess að klukkustundirnar hafi „aðeins verið sex“ hafi verið sú að þá hafi móðir hennar gefist upp, örmagna af þreytu og verkjuð í mjöðm og líkama eftir að hafa setið í hörðum biðstofustól og farið heim. „Klukkan var að ganga tvö. Einu skilaboðin sem hún fékk í afgreiðslu bráðamóttöku (eftir að hafa spurt þrisvar og útskýrt sína sögu) var að hún mætti alveg eiga von á því að þurfa að sitja á þessum stól í anddyrinu í alla nótt. Hún fór heim, þrátt fyrir að vera óörugg og óttaslegin um hvort það væri óhætt.“ Sigríður segir ástæðu þess að móðir hennar hafi verið ein hafi verið sú að hún hafi ekki viljað sóa tíma barna sinna í bið á bráðamóttöku og því krafist þess að börn sín væru heima. „Engu okkar datt í hug að svona alvarleg einkenni, og munnleg tilvísun frá Læknavakt, yrðu hundsuð.“ Gat ekki hugsað sér að fara aftur Hún segir að í morgun hafi móðir sín reynt að finna ástæðu til þess að þurfa ekki að fara aftur á bráðamóttökuna. „Þetta væri nú örugglega ekkert svo alvarlegt. Hún ætlaði bara og bíða og sjá hvort þetta lagaðist ekki bara. Hún gat ekki hugsað sér að fara aftur á bráðamóttökuna.“ Sigríður segir að sér hafi tekist að tala um fyrir móður sinni og fá hana til þess að fara aftur á heilsugæsluna. Þar hafi læknir sent hana beinustu leið aftur á bráðamóttökuna með sömu skilaboð: Að einkennin bendi til blóðtappa og bráðamóttakan því eini staðurinn sem getur meðhöndlað hana. „Þar er hún því nú. Ekki í sama stól og í nótt. Heldur öðrum, alveg eins. Og bíður. Hver veit hve klukkustundirnar verða margar í þetta skiptið? Og hvað ef þetta reynist vera blóðtappi - og hún hefði ekki lagt í að leita sér hjálpar vegna þess viðmóts sem hún mætti í nótt. Viðmóts sem er afleiðing af þeirri ömurlegu staðreynd að bráðamóttakan ræður ekki við að veita þjónustu í samræmi við þarfir samfélagsins.“ Sigríður spyr sig hve mörg hafi ekki leitað sér aðstoðar í tæka tíð vegna þess eins að þau vilji ekki trufla eða vegna þess að þeirra einkenni séu ekki nægilega alvarleg. „Næst hringjum við á sjúkrabíl. Það er víst leiðin til þess að komast að á bráðamóttökunni, er mér sagt.Mig langar að bæta því við að ég er ekki að álasa fólkinu sem starfar í heilbrigðiskerfinu sem gerir sitt besta við misjafnar aðstæður. Vandamálið er kerfið og þeir sem stýra því.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Margir einkennalausir með blóðtappa Á bilinu 300 til 400 manns greinast árlega með blóðtappa hér á landi. Sjúkdómurinn er talsverð byrði á bæði heilbrigðiskerfinu og samfélaginu öllu því margir eru vangreindir og einkennalausir. Íslenskt fyrirtæki kemur að blóðtapparannsóknum á skógarbjörnum. 18. apríl 2023 21:01 Lykilinn að lyfjum við blóðtappa að finna í blóði skógarbjarna Samkvæmt nýrri rannsókn getur blóð skógarbjarna gegnt lykilhlutverki við lyfjaþróun við blóðtappa. Birnirnir dvelja mánuðum saman í hýði án mikillar hreyfingar en hreyfingarleysi eykur á hættuna á blóðtappa hjá fólki. 18. apríl 2023 07:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Mér tókst að sannfæra hana um að fara á heilsugæsluna í morgun, því hún vildi alls ekki fara á bráðamóttökuna eftir reynsluna í nótt. Heilsugæslulæknir sendi hana beinustu leið niður á bráðamóttöku og bannaði henni að fara heim í millitíðinni. Það er í mínum huga staðfesting á alvarleikanum.“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, um móður sína Bertu Sveinbjarnardóttur í samtali við Vísi. „Þar er hún ennþá.“ „Á heilsugæslunni í dag segir læknirinn henni að þetta sé mjög líklega blóðtappi og að hún megi alls ekki fara heim. Það var enginn heilbrigðisstarfsmaður sem leit á hana í alla nótt. Enginn.“ Venjulega sé hjúkrunarfræðingur í anddyri til að forgangsraða tilfellum. „En í nótt var enginn sem tók á móti henni. Hún hefði getað dáið á þessum harða stól. Þessi ritari sem tók á móti henni var ekki fær um að meta ástand hennar,“ segir Sigríður. „Fyrir utan allt hitt. Þetta er ekki ung hraust kona þarna á ferðinni sem þolir bið. Hún var orðin ákaflega þreytt.“ Sigríður segir móður sína hafa verið með skýr einkenni, þau sömu og fyrir einu og hálfu ári þegar hún greindist með blóðtappa í sama handlegg. Sigríður segir einnig frá reynslu móður sinnar á Facebook. Móðir hennar sé með gangráð og því hjartveik og einnig mjög slæm í mjöðm eftir nýleg mjaðmaskipti. „Þrátt fyrir allt þetta var hún látin sitja á hörðum stól í anddyri bráðamóttökunnar í á sjöttu klukkustund í gærkvöld og nótt, án þess að nokkur sæi ástæðu til þess að einu sinni líta á handlegginn á henni eða kanna líðan hennar.“ Verkjuð eftir harðan biðstofustól Sigríður segir ástæðu þess að klukkustundirnar hafi „aðeins verið sex“ hafi verið sú að þá hafi móðir hennar gefist upp, örmagna af þreytu og verkjuð í mjöðm og líkama eftir að hafa setið í hörðum biðstofustól og farið heim. „Klukkan var að ganga tvö. Einu skilaboðin sem hún fékk í afgreiðslu bráðamóttöku (eftir að hafa spurt þrisvar og útskýrt sína sögu) var að hún mætti alveg eiga von á því að þurfa að sitja á þessum stól í anddyrinu í alla nótt. Hún fór heim, þrátt fyrir að vera óörugg og óttaslegin um hvort það væri óhætt.“ Sigríður segir ástæðu þess að móðir hennar hafi verið ein hafi verið sú að hún hafi ekki viljað sóa tíma barna sinna í bið á bráðamóttöku og því krafist þess að börn sín væru heima. „Engu okkar datt í hug að svona alvarleg einkenni, og munnleg tilvísun frá Læknavakt, yrðu hundsuð.“ Gat ekki hugsað sér að fara aftur Hún segir að í morgun hafi móðir sín reynt að finna ástæðu til þess að þurfa ekki að fara aftur á bráðamóttökuna. „Þetta væri nú örugglega ekkert svo alvarlegt. Hún ætlaði bara og bíða og sjá hvort þetta lagaðist ekki bara. Hún gat ekki hugsað sér að fara aftur á bráðamóttökuna.“ Sigríður segir að sér hafi tekist að tala um fyrir móður sinni og fá hana til þess að fara aftur á heilsugæsluna. Þar hafi læknir sent hana beinustu leið aftur á bráðamóttökuna með sömu skilaboð: Að einkennin bendi til blóðtappa og bráðamóttakan því eini staðurinn sem getur meðhöndlað hana. „Þar er hún því nú. Ekki í sama stól og í nótt. Heldur öðrum, alveg eins. Og bíður. Hver veit hve klukkustundirnar verða margar í þetta skiptið? Og hvað ef þetta reynist vera blóðtappi - og hún hefði ekki lagt í að leita sér hjálpar vegna þess viðmóts sem hún mætti í nótt. Viðmóts sem er afleiðing af þeirri ömurlegu staðreynd að bráðamóttakan ræður ekki við að veita þjónustu í samræmi við þarfir samfélagsins.“ Sigríður spyr sig hve mörg hafi ekki leitað sér aðstoðar í tæka tíð vegna þess eins að þau vilji ekki trufla eða vegna þess að þeirra einkenni séu ekki nægilega alvarleg. „Næst hringjum við á sjúkrabíl. Það er víst leiðin til þess að komast að á bráðamóttökunni, er mér sagt.Mig langar að bæta því við að ég er ekki að álasa fólkinu sem starfar í heilbrigðiskerfinu sem gerir sitt besta við misjafnar aðstæður. Vandamálið er kerfið og þeir sem stýra því.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Margir einkennalausir með blóðtappa Á bilinu 300 til 400 manns greinast árlega með blóðtappa hér á landi. Sjúkdómurinn er talsverð byrði á bæði heilbrigðiskerfinu og samfélaginu öllu því margir eru vangreindir og einkennalausir. Íslenskt fyrirtæki kemur að blóðtapparannsóknum á skógarbjörnum. 18. apríl 2023 21:01 Lykilinn að lyfjum við blóðtappa að finna í blóði skógarbjarna Samkvæmt nýrri rannsókn getur blóð skógarbjarna gegnt lykilhlutverki við lyfjaþróun við blóðtappa. Birnirnir dvelja mánuðum saman í hýði án mikillar hreyfingar en hreyfingarleysi eykur á hættuna á blóðtappa hjá fólki. 18. apríl 2023 07:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Margir einkennalausir með blóðtappa Á bilinu 300 til 400 manns greinast árlega með blóðtappa hér á landi. Sjúkdómurinn er talsverð byrði á bæði heilbrigðiskerfinu og samfélaginu öllu því margir eru vangreindir og einkennalausir. Íslenskt fyrirtæki kemur að blóðtapparannsóknum á skógarbjörnum. 18. apríl 2023 21:01
Lykilinn að lyfjum við blóðtappa að finna í blóði skógarbjarna Samkvæmt nýrri rannsókn getur blóð skógarbjarna gegnt lykilhlutverki við lyfjaþróun við blóðtappa. Birnirnir dvelja mánuðum saman í hýði án mikillar hreyfingar en hreyfingarleysi eykur á hættuna á blóðtappa hjá fólki. 18. apríl 2023 07:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent