Guðlaugur felur Ásmundi lykilhlutverk í orkumálum til framtíðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2023 15:34 Nokkrar vikur eru síðan Guðlaugur skipaði Guðrúnu Hafsteinsdóttur, annan þingmann Sjálfstæðisflokksins, formann starfshóps varðandi orkuskipti. Guðlaugur treystir á þá Ásmund og Guðrúnu í orkumálum. Vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað Ásmund Friðriksson, samflokksþingmann sig í Sjálfstæðisflokknum, fomann starfshóps til að kanna möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Er þar m.a. átt við aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar er rifjað upp að skýrsla um stöðu og áskoranir í orkumálum, svo nefnd Grænbók, hafi komið út í mars í fyrra. Sviðsmyndir hennar hafi sýnt fram á mikla þörf fyrir orkuöflun á komandi áratugum til að tryggja orkuöryggi landsmanna, sem og til að mæta eftirspurn sem kemur til vegna orkuskipta. Starfshópnum hefur verið falið að vinna á þeim grunni og draga skal saman hvaða upplýsingar og þekking sé þegar til staðar varðandi aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. Þá á hann að kanna fýsileika og framboð, sem og að varpa ljósi á mögulegar hindranir sem standa í vegi fyrir framþróun og hvaða leiðir séu færar til að orkukostirnir verði nýttir í meira mæli. „Til að stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum er brýnt er að kanna alla möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Það verður verk starfshópsins að taka saman hvaða leiðir kunna að vera færar til að orkukostir verði nýttir í meiri mæli en nú er,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Á hópurinn að skoða orkukosti sem standa utan rammaáætlunar, m.a. hvaða möguleikar felast í: smávirkjunum fyrir vatnsafl sólarorkuverum sjávarfallavirkjunum varmadæluvæðingu á stærri skala sólarsellum, vindorku og varmadælum á smærri skala nýtingu glatvarma sveigjanlegri notkun og bættri orkunýtni Aðrir kostir Starfshópinn skipa: Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, formaður, Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjávarútvegsfræðingur Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Starfshópurinn á að skila tillögu til ráðherra fyrir 1. október á þessu ári. Tveir starfshópar á sjö vikum Guðlaugur Þór skipaði í lok febrúar starfshóp sem var falið að skoða og leggja fram tillögur að því hvaða leiðir séu færar til að hraða orkuskiptum í flugi, með notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir millilandaflug. Guðrún Hafsteinsdóttir, samflokksþingmaður Guðlaugs, var skipuð formaður starfshópsins sem á í störfum sínum að taka mið af stefnu stjórnvalda, sem og aðgerðaáætlunum um orkuskipti og í loftslagsmálum. Við vinnu sína á starfshópurinn m.a. að skoða fýsileika framleiðslu rafeldsneytis hér á landi, regluverk ESB um flugvélaeldsneyti (ReFuel og tengdri löggjöf um ETS kerfið. Þá á hópurinn að skoða endurnýjanlega orkugjafa (REDII) og áhrif þeirra á eftirspurn eftir endurnýjanlegu eldsneyti. „Ísland er í kjörstöðu til að vinna að framgangi orkuskipta í flugi eins og á öðrum sviðum. Mikilvægt er að vanda vel til verka og skoða þær leiðir í uppbyggingu rafeldsneytisframleiðslu og innleiðingu regluverks sem eru mest hagfelldar okkar hagsmunum. Við þekkjum markmiðin og þurfum aðkomu allra geira í orkuskiptunum framundan,“ sagði Guðlaugur Þór á vef Stjórnarráðsins af því tilefni. Auk Guðrúnar skipa starfshópinn: Alexandra Kjærnested Arnarsdóttir, EES-sérfræðingur, tilnefnd af utanríkisráðuneytinu Erla Sigríður Gestsdóttir, teymisstjóri orkumála í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu Jón Ásgeir H. Þorvaldsson, verkefnisstjóri í orkuskiptum hjá Orkustofnun Ingvi Már Pálsson, tilnefndur af menningar- og viðskiptaráðuneytinu Orri Páll Jóhannsson, alþingismaður, tilnefndur af forsætisráðuneytinu Valgerður B. Eggertsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af innviðaráðuneytinu Stjórnsýsla Alþingi Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar er rifjað upp að skýrsla um stöðu og áskoranir í orkumálum, svo nefnd Grænbók, hafi komið út í mars í fyrra. Sviðsmyndir hennar hafi sýnt fram á mikla þörf fyrir orkuöflun á komandi áratugum til að tryggja orkuöryggi landsmanna, sem og til að mæta eftirspurn sem kemur til vegna orkuskipta. Starfshópnum hefur verið falið að vinna á þeim grunni og draga skal saman hvaða upplýsingar og þekking sé þegar til staðar varðandi aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. Þá á hann að kanna fýsileika og framboð, sem og að varpa ljósi á mögulegar hindranir sem standa í vegi fyrir framþróun og hvaða leiðir séu færar til að orkukostirnir verði nýttir í meira mæli. „Til að stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum er brýnt er að kanna alla möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Það verður verk starfshópsins að taka saman hvaða leiðir kunna að vera færar til að orkukostir verði nýttir í meiri mæli en nú er,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Á hópurinn að skoða orkukosti sem standa utan rammaáætlunar, m.a. hvaða möguleikar felast í: smávirkjunum fyrir vatnsafl sólarorkuverum sjávarfallavirkjunum varmadæluvæðingu á stærri skala sólarsellum, vindorku og varmadælum á smærri skala nýtingu glatvarma sveigjanlegri notkun og bættri orkunýtni Aðrir kostir Starfshópinn skipa: Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, formaður, Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjávarútvegsfræðingur Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Starfshópurinn á að skila tillögu til ráðherra fyrir 1. október á þessu ári. Tveir starfshópar á sjö vikum Guðlaugur Þór skipaði í lok febrúar starfshóp sem var falið að skoða og leggja fram tillögur að því hvaða leiðir séu færar til að hraða orkuskiptum í flugi, með notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir millilandaflug. Guðrún Hafsteinsdóttir, samflokksþingmaður Guðlaugs, var skipuð formaður starfshópsins sem á í störfum sínum að taka mið af stefnu stjórnvalda, sem og aðgerðaáætlunum um orkuskipti og í loftslagsmálum. Við vinnu sína á starfshópurinn m.a. að skoða fýsileika framleiðslu rafeldsneytis hér á landi, regluverk ESB um flugvélaeldsneyti (ReFuel og tengdri löggjöf um ETS kerfið. Þá á hópurinn að skoða endurnýjanlega orkugjafa (REDII) og áhrif þeirra á eftirspurn eftir endurnýjanlegu eldsneyti. „Ísland er í kjörstöðu til að vinna að framgangi orkuskipta í flugi eins og á öðrum sviðum. Mikilvægt er að vanda vel til verka og skoða þær leiðir í uppbyggingu rafeldsneytisframleiðslu og innleiðingu regluverks sem eru mest hagfelldar okkar hagsmunum. Við þekkjum markmiðin og þurfum aðkomu allra geira í orkuskiptunum framundan,“ sagði Guðlaugur Þór á vef Stjórnarráðsins af því tilefni. Auk Guðrúnar skipa starfshópinn: Alexandra Kjærnested Arnarsdóttir, EES-sérfræðingur, tilnefnd af utanríkisráðuneytinu Erla Sigríður Gestsdóttir, teymisstjóri orkumála í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu Jón Ásgeir H. Þorvaldsson, verkefnisstjóri í orkuskiptum hjá Orkustofnun Ingvi Már Pálsson, tilnefndur af menningar- og viðskiptaráðuneytinu Orri Páll Jóhannsson, alþingismaður, tilnefndur af forsætisráðuneytinu Valgerður B. Eggertsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af innviðaráðuneytinu
Stjórnsýsla Alþingi Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira