Ítrekaður klaufaskapur með hagsmunaskrá varpi ljósi á áhugaleysi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. apríl 2023 13:08 Henry Alexander Henrysson Heimspekingur Heimspekingur og rannsóknasérfræðingur hjá Siðfræðistofnun segir að breyta þurfi vinnubrögðum og verklagi í kringum hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa. Ítrekaður klaufaskapur og áhugaleysi á gegnsæi eyði því litla trausti sem enn sé til staðar til kjörinna fulltrúa. Í gær greindi Heimildin frá því að mennta-og barnamálaráðherra hefði ekki skráð hús sem hann leigir út á 400 hundruð þúsund krónur á mánuði í hagsmunaskrá þingmanna. Sagði hann að þetta væru mistök sem verði leiðrétt. Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og rannsóknarsérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, segir málið ekki koma honum á óvart. „Rökin fyrir hagsmunaskráningu og hvers vegna við erum að þessu eru vel þekkt. Við viljum vita umsvif og tengsl kjörinna fulltrúa. Ástæðan er einfaldlega sú að sagan hefur kennt okkur að við getum ekki treyst kjörnum fulltrúum og þess vegna erum við að þessu.“ Kominn sé tími á að breyta vinnulagi við hagsmunaskráningu. „Við þurfum að fara út í það að þráspyrja kjörna fulltrúa. Það er of oft sem eitthvað fellur á milli og gleymist; þeir héldu að væri skráð og vissu ekki að væri skráð. Þeir virtust ekki einu sinni athuga sjálfir hvað væri í skráningunni. Það þarf að breyta vinnubrögðunum í kringum þetta sýnist mér.“ Dæmin sýni áhuga-og skilningsleysi á gegnsæi Of margir umgangist hagsmunaskráningu af léttúð og áhugaleysi en málið snúist um gegnsæi. Hvert einasta dæmi um mistök kjörinna fulltrúa við skráningu hagsmuna valdi skaða. „Það er það sem maður hefur mestar áhyggjur af, þessi ítrekaður klaufaskapur - og við skulum gefa okkur það að þetta séu mistök sem við heyrum af og alls engin ætlun á bakvið – en hann engu að síður eyðir því litla trausti sem enn er til staðar til kjörinna fulltrúa.“ Hann vilji, sem áður sagði, breyta vinnulagi en fyrst þurfi að fara fram viðhorfabreyting. „Það sem ég myndi vilja að gerðist fyrst er að kjörnum fulltrúum sé komið í skilning um hvers vegna er verið að þessu. Kæruleysið hlýtur að stafa af því að það er eitthvað skilningsleysi þarna til staðar.“ Verði að þekkja reglur í sínu starfsumhverfi Henry bendir þá á að fólk sem gegnir valdastöðu í samfélaginu beri skylda til að þekkja þær reglur sem gilda um þeirra starfsumhverfi. „Við sjáum þetta bara trekk í trekk og því miður oft hjá sömu einstaklingum sem segjast ekki hafa vitað, haldið að eitthvað væri í lagi og ekki vitað betur og svo framvegis en það er líka stundum á manns ábyrgð sjálfs að athuga hvernig hlutir eigi að vera og að athuga hvort ekki sé allt í lagi hjá manni. Þetta er spurning um að hafa allt á hreinu varðandi störf sín og starfsumhverfi.“ Í gegnum tíðina hefur borið á því að kjörnum fulltrúum hafi láðst að færa ákveðna þætti inn í hagsmunaskrá en lagfært síðar meir. Kjarninn sagði til dæmis frá því í júní 2021 að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi forseti Alþingis, hefði ekki skráð eignarhlut sinn í Marel og Stundin greindi frá því árið 2015 að Valgerður Gunnarsdóttir fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki skráð þriðjungseignarhlut eiginmanns hennar í rekstrarfélagi Húsavík Guesthouse sem rekur gistiheimili í íbúðarhúsi þeirra hjóna á Húsavík. Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi. 12. apríl 2023 16:19 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Í gær greindi Heimildin frá því að mennta-og barnamálaráðherra hefði ekki skráð hús sem hann leigir út á 400 hundruð þúsund krónur á mánuði í hagsmunaskrá þingmanna. Sagði hann að þetta væru mistök sem verði leiðrétt. Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og rannsóknarsérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, segir málið ekki koma honum á óvart. „Rökin fyrir hagsmunaskráningu og hvers vegna við erum að þessu eru vel þekkt. Við viljum vita umsvif og tengsl kjörinna fulltrúa. Ástæðan er einfaldlega sú að sagan hefur kennt okkur að við getum ekki treyst kjörnum fulltrúum og þess vegna erum við að þessu.“ Kominn sé tími á að breyta vinnulagi við hagsmunaskráningu. „Við þurfum að fara út í það að þráspyrja kjörna fulltrúa. Það er of oft sem eitthvað fellur á milli og gleymist; þeir héldu að væri skráð og vissu ekki að væri skráð. Þeir virtust ekki einu sinni athuga sjálfir hvað væri í skráningunni. Það þarf að breyta vinnubrögðunum í kringum þetta sýnist mér.“ Dæmin sýni áhuga-og skilningsleysi á gegnsæi Of margir umgangist hagsmunaskráningu af léttúð og áhugaleysi en málið snúist um gegnsæi. Hvert einasta dæmi um mistök kjörinna fulltrúa við skráningu hagsmuna valdi skaða. „Það er það sem maður hefur mestar áhyggjur af, þessi ítrekaður klaufaskapur - og við skulum gefa okkur það að þetta séu mistök sem við heyrum af og alls engin ætlun á bakvið – en hann engu að síður eyðir því litla trausti sem enn er til staðar til kjörinna fulltrúa.“ Hann vilji, sem áður sagði, breyta vinnulagi en fyrst þurfi að fara fram viðhorfabreyting. „Það sem ég myndi vilja að gerðist fyrst er að kjörnum fulltrúum sé komið í skilning um hvers vegna er verið að þessu. Kæruleysið hlýtur að stafa af því að það er eitthvað skilningsleysi þarna til staðar.“ Verði að þekkja reglur í sínu starfsumhverfi Henry bendir þá á að fólk sem gegnir valdastöðu í samfélaginu beri skylda til að þekkja þær reglur sem gilda um þeirra starfsumhverfi. „Við sjáum þetta bara trekk í trekk og því miður oft hjá sömu einstaklingum sem segjast ekki hafa vitað, haldið að eitthvað væri í lagi og ekki vitað betur og svo framvegis en það er líka stundum á manns ábyrgð sjálfs að athuga hvernig hlutir eigi að vera og að athuga hvort ekki sé allt í lagi hjá manni. Þetta er spurning um að hafa allt á hreinu varðandi störf sín og starfsumhverfi.“ Í gegnum tíðina hefur borið á því að kjörnum fulltrúum hafi láðst að færa ákveðna þætti inn í hagsmunaskrá en lagfært síðar meir. Kjarninn sagði til dæmis frá því í júní 2021 að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi forseti Alþingis, hefði ekki skráð eignarhlut sinn í Marel og Stundin greindi frá því árið 2015 að Valgerður Gunnarsdóttir fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki skráð þriðjungseignarhlut eiginmanns hennar í rekstrarfélagi Húsavík Guesthouse sem rekur gistiheimili í íbúðarhúsi þeirra hjóna á Húsavík.
Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi. 12. apríl 2023 16:19 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi. 12. apríl 2023 16:19