Gömul saga og ný Guðbrandur Einarsson skrifar 11. apríl 2023 07:30 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin fyrri settist að völdum 30. nóvember 2017. Það tók hins vegar bara tvö ár fyrir þessa ríkisstjórn að keyra ríkissjóð í halla og það varð henni til happs að alheimsfaraldur skyldi skella á og hægt var að dæla fjármunum úr ríkissjóði út og suður. Kjósendur fyrirgáfu það fljótt og vel, það var jú Covid. Þess vegna var þessi ríkistjórn kosin aftur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin síðari settist því við völd 28. nóvember 2021 með geysilegan stuðning á bak við sig. Það getur verið áhugavert að fletta upp í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og rifja upp sem þar stendur. Um síðasta kjörtímabil er þennan texta að finna: „Markmið síðasta kjörtímabils var að byggja upp traust í samfélaginu og efla innviði ásamt því að tryggja pólitískan, félagslegan og efnahagslegan stöðugleika.“ Síðan segir um markmið ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum á þessu kjörtímabili: „Vöxtur og velsæld er leiðarljós ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Styrkur ríkisfjármála verður byggður upp á ný á grundvelli öflugs atvinnulífs og áhersla lögð á framúrskarandi umhverfi til verðmætasköpunar þar sem til verða ný, fölbreytt og verðmæt störf. Samspil peningastefnu, ríkisfjármála og vinnumarkaðar verður undirstaða þess að unnt sé að tryggja stöðugleika í verðlagi og vöxtum.“ Hvernig hefur svo til tekist? Við framlagningu síðustu fjármálaáætlunar sagði fjármálaráðherra m.a. að eftir mikinn stuðning við eftirspurn í hagkerfinu árið 2020 munu opinber fjármál vinna gegn þenslu og stuðla þannig að efnahagslegum stöðugleika árið 2022 og á tímabili fjármálaáætlunnar. Þá var gert ráð fyrir að verðbólga væri komin í 2,5% árið 2024 eða í skilgreind verðbólgumarkmið seðlabanka. Við erum hins vegar að tala um að verðbólga mælist nú tæplega 10% eða um 7 prósentustigum umfram markmið síðustu fjármálaáætlunar. Ofan á það ætlar þessi ríkisstjórn að reka ríkssjóð með halla allt þetta kjörtímabil. Lágvaxtalandið Ísland er og var því bara tálsýnin ein. Krónuhagkerfið Íslenska hagkerfið sem byggir á 100 ára gamalli krónu er eitt það minnsta í heimi og það getur aldrei virkað án stuðnings. Gengisfellingar og gjaldeyrishöft hafa séð til þess að hægt hefur verið að láta þetta hökta. Þó ekki betur en svo að til viðbótar við íslensku krónuna var tekin upp verðtryggð króna sem hefur heldur ekki dugað til. Fjöldamörg stór fyrirtæki eru farin að gera upp í öðrum gjaldmiðlum og farin út úr hagkerfinu sem almenningur situr fastur í. Það er mjög skiljanlegt að þau telji hag sínum best borgið þannig. Best væri ef það stæði heimilunum til boða líka. Þó að seðlabankastjóri buni nú út vaxtahækkunum þá er það eins og skvetta vatni á gæs. Ríkistjórnin er ekki að hjálpa til og stóru fyrirtækin ekki heldur. Þau eru komin í skjól í evruhagkerfinu. Krónuskattur Íslenskur almenningur er því skilinn eftir með vaxtaálag sem hægt væri að kalla krónuskatt. Þau sem tóku óverðtryggð lán eru nú mörg komin fram á bjargbrúnina og þau sem eru í verðtryggða kerfinu sjá bara lánin sín hækka og hækka. Fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála duga hvergi til. Þetta er fullreynt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin fyrri settist að völdum 30. nóvember 2017. Það tók hins vegar bara tvö ár fyrir þessa ríkisstjórn að keyra ríkissjóð í halla og það varð henni til happs að alheimsfaraldur skyldi skella á og hægt var að dæla fjármunum úr ríkissjóði út og suður. Kjósendur fyrirgáfu það fljótt og vel, það var jú Covid. Þess vegna var þessi ríkistjórn kosin aftur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin síðari settist því við völd 28. nóvember 2021 með geysilegan stuðning á bak við sig. Það getur verið áhugavert að fletta upp í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og rifja upp sem þar stendur. Um síðasta kjörtímabil er þennan texta að finna: „Markmið síðasta kjörtímabils var að byggja upp traust í samfélaginu og efla innviði ásamt því að tryggja pólitískan, félagslegan og efnahagslegan stöðugleika.“ Síðan segir um markmið ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum á þessu kjörtímabili: „Vöxtur og velsæld er leiðarljós ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Styrkur ríkisfjármála verður byggður upp á ný á grundvelli öflugs atvinnulífs og áhersla lögð á framúrskarandi umhverfi til verðmætasköpunar þar sem til verða ný, fölbreytt og verðmæt störf. Samspil peningastefnu, ríkisfjármála og vinnumarkaðar verður undirstaða þess að unnt sé að tryggja stöðugleika í verðlagi og vöxtum.“ Hvernig hefur svo til tekist? Við framlagningu síðustu fjármálaáætlunar sagði fjármálaráðherra m.a. að eftir mikinn stuðning við eftirspurn í hagkerfinu árið 2020 munu opinber fjármál vinna gegn þenslu og stuðla þannig að efnahagslegum stöðugleika árið 2022 og á tímabili fjármálaáætlunnar. Þá var gert ráð fyrir að verðbólga væri komin í 2,5% árið 2024 eða í skilgreind verðbólgumarkmið seðlabanka. Við erum hins vegar að tala um að verðbólga mælist nú tæplega 10% eða um 7 prósentustigum umfram markmið síðustu fjármálaáætlunar. Ofan á það ætlar þessi ríkisstjórn að reka ríkssjóð með halla allt þetta kjörtímabil. Lágvaxtalandið Ísland er og var því bara tálsýnin ein. Krónuhagkerfið Íslenska hagkerfið sem byggir á 100 ára gamalli krónu er eitt það minnsta í heimi og það getur aldrei virkað án stuðnings. Gengisfellingar og gjaldeyrishöft hafa séð til þess að hægt hefur verið að láta þetta hökta. Þó ekki betur en svo að til viðbótar við íslensku krónuna var tekin upp verðtryggð króna sem hefur heldur ekki dugað til. Fjöldamörg stór fyrirtæki eru farin að gera upp í öðrum gjaldmiðlum og farin út úr hagkerfinu sem almenningur situr fastur í. Það er mjög skiljanlegt að þau telji hag sínum best borgið þannig. Best væri ef það stæði heimilunum til boða líka. Þó að seðlabankastjóri buni nú út vaxtahækkunum þá er það eins og skvetta vatni á gæs. Ríkistjórnin er ekki að hjálpa til og stóru fyrirtækin ekki heldur. Þau eru komin í skjól í evruhagkerfinu. Krónuskattur Íslenskur almenningur er því skilinn eftir með vaxtaálag sem hægt væri að kalla krónuskatt. Þau sem tóku óverðtryggð lán eru nú mörg komin fram á bjargbrúnina og þau sem eru í verðtryggða kerfinu sjá bara lánin sín hækka og hækka. Fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála duga hvergi til. Þetta er fullreynt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun