Nettröll níddust á föður sex ára drengs sem lést Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2023 11:45 Nettröll og andstæðingar bólusetninga níddust á Billy Ball og sökuðu hann um að bera ábyrgð á dauða sex ára sonar hans. Getty Blaðamaður sem missti sex ára son sinn í janúar hefur orðið vinsælt skotmark fólks á netinu sem segist sannfært um að bóluefni gegn Covid hafi dregið barnið til dauða. Þetta fólk hefur níðst á manninum og sakað hann um að bera ábyrgð á dauða barnsins, jafnvel þó það hafi alls ekki dáið vegna bóluefna. Billy Ball skrifaði grein um raunir sínar sem birt var á vef Atlantic í gær. Hann segir son sinn hafa dáið í slysi sem líklega megi rekja til sjaldgæfrar heilabólgu. Í þeirri grein segir Ball að hann hefði ekki getað ímyndað sér að líða verr eftir dauða sonar síns, þar til áðurnefndir andstæðingar bólusetningar fundu hann á netinu. „Lol. Húrra fyrir sprautunni. Ekki satt?“ skrifaði einni þeirra. Annar skrifaði: „Sú ákvörðun þín að láta bólusetja son þinn leiddi til dauða hans.“ Þá skrifaði einn til viðbótar: „Þetta er allt þér að kenna. Morð af fyrstu gráðu.“ Gat ekki ímyndað sér álíka níð Ball segist sérhæfa sig í að skrifa um upplýsingaóreiðu og samfélagsmiðla og að hann þekki hvernig samfélagsmiðlar virka. Hvernig algóritmar þeirra nærast á reiði og sundrung og það hvernig nafnleynd og skjólið á bakvið tölvuskjáinn leiði til þess að fólk geti sýnt sínar verstu hliðar á netinu. Hann hafi hins vegar aldrei getað ímyndað sér að fólk gæti níðst á syrgjandi foreldri. Hann segist hafa fengið þúsundir skilaboða og færslna á samfélagsmiðlum þar sem hann er sakaður um að bera ábyrgð á dauða barns síns. Ball birti minningargrein um son sinn á Twitter, þar sem fjölskylda hans hafði sett á laggirnar fjáröflun fyrir listadeild í skóla í hverfi þeirra í nafni sonarins. Á einungis nokkrum dögum höfðu andstæðingar bólusetninga „rænt“ fjáröfluninni. Þau sökuðu hann um að hafa myrt son sinn, tóku myndina af drengnum og skrifuðu hræðilega hluti á hana og notuðu til að dreifa ógeðfelldum boðskap þeirra. Sá boðskapur féllst að mestu leyti í því að saka Ball um að bera ábyrgð á dauða barnsins, eins og áður hefur komið fram, og segja að draga þyrfti hann til ábyrgðar og jafnvel dæma í fangelsi. Einn netverji sagði að önnur börn Ball gætu orðið næst, ef hann hefði einnig látið bólusetja þau. Reyndi að ræða við fólkið Ball reyndi að malda í móinn og bað þetta fólk til að fara eitthvað annað með samsæriskenningar sínar en það bar engan árangur. Þvert á móti gerði það hegðun fólksins verri, samkvæmt Ball. Að endingu lokaði hann síðum sínum á samfélagsmiðlum. Þá var hæðst að honum fyrir það að flýja. „Þitt eina starf sem foreldri var að vernda börnin þín. Þér mistókst það herfilega,“ skrifaði einn netverji samkvæmt Ball. Fékk litla hjálp frá samfélagsmiðlum Ball reyndi að tilkynna áreitið til starfsmanna Facebook og Twitter en í flestum tilfellum fékk hann engin svör. Ef hann fékk svör þá voru þau oftar en ekki frá Facebook og á þá leið að hann gæti blokkað viðkomandi, þar sem þeir væru ekki að brjóta gegn reglum samfélagsmiðilsins. „Facebook gæti verið í basli með það hvort ritskoða eigi geirvörtur, en að kvelja syrgjandi foreldri er í góðu lagi,“ skrifar Ball. Hann segir að forsvarsmenn samfélagsmiðla fyrirtækja verði að taka ákvörðun um hvernig miðlarnir eigi að vera. Hvort þeir eigi að vera vettvangur þar sem fólk getur haldið sambandi við aðra eða vettvangur þar sem versta hegðun fólks er ekki eingöngu ásættanleg, heldur ýtt undir hana. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Billy Ball skrifaði grein um raunir sínar sem birt var á vef Atlantic í gær. Hann segir son sinn hafa dáið í slysi sem líklega megi rekja til sjaldgæfrar heilabólgu. Í þeirri grein segir Ball að hann hefði ekki getað ímyndað sér að líða verr eftir dauða sonar síns, þar til áðurnefndir andstæðingar bólusetningar fundu hann á netinu. „Lol. Húrra fyrir sprautunni. Ekki satt?“ skrifaði einni þeirra. Annar skrifaði: „Sú ákvörðun þín að láta bólusetja son þinn leiddi til dauða hans.“ Þá skrifaði einn til viðbótar: „Þetta er allt þér að kenna. Morð af fyrstu gráðu.“ Gat ekki ímyndað sér álíka níð Ball segist sérhæfa sig í að skrifa um upplýsingaóreiðu og samfélagsmiðla og að hann þekki hvernig samfélagsmiðlar virka. Hvernig algóritmar þeirra nærast á reiði og sundrung og það hvernig nafnleynd og skjólið á bakvið tölvuskjáinn leiði til þess að fólk geti sýnt sínar verstu hliðar á netinu. Hann hafi hins vegar aldrei getað ímyndað sér að fólk gæti níðst á syrgjandi foreldri. Hann segist hafa fengið þúsundir skilaboða og færslna á samfélagsmiðlum þar sem hann er sakaður um að bera ábyrgð á dauða barns síns. Ball birti minningargrein um son sinn á Twitter, þar sem fjölskylda hans hafði sett á laggirnar fjáröflun fyrir listadeild í skóla í hverfi þeirra í nafni sonarins. Á einungis nokkrum dögum höfðu andstæðingar bólusetninga „rænt“ fjáröfluninni. Þau sökuðu hann um að hafa myrt son sinn, tóku myndina af drengnum og skrifuðu hræðilega hluti á hana og notuðu til að dreifa ógeðfelldum boðskap þeirra. Sá boðskapur féllst að mestu leyti í því að saka Ball um að bera ábyrgð á dauða barnsins, eins og áður hefur komið fram, og segja að draga þyrfti hann til ábyrgðar og jafnvel dæma í fangelsi. Einn netverji sagði að önnur börn Ball gætu orðið næst, ef hann hefði einnig látið bólusetja þau. Reyndi að ræða við fólkið Ball reyndi að malda í móinn og bað þetta fólk til að fara eitthvað annað með samsæriskenningar sínar en það bar engan árangur. Þvert á móti gerði það hegðun fólksins verri, samkvæmt Ball. Að endingu lokaði hann síðum sínum á samfélagsmiðlum. Þá var hæðst að honum fyrir það að flýja. „Þitt eina starf sem foreldri var að vernda börnin þín. Þér mistókst það herfilega,“ skrifaði einn netverji samkvæmt Ball. Fékk litla hjálp frá samfélagsmiðlum Ball reyndi að tilkynna áreitið til starfsmanna Facebook og Twitter en í flestum tilfellum fékk hann engin svör. Ef hann fékk svör þá voru þau oftar en ekki frá Facebook og á þá leið að hann gæti blokkað viðkomandi, þar sem þeir væru ekki að brjóta gegn reglum samfélagsmiðilsins. „Facebook gæti verið í basli með það hvort ritskoða eigi geirvörtur, en að kvelja syrgjandi foreldri er í góðu lagi,“ skrifar Ball. Hann segir að forsvarsmenn samfélagsmiðla fyrirtækja verði að taka ákvörðun um hvernig miðlarnir eigi að vera. Hvort þeir eigi að vera vettvangur þar sem fólk getur haldið sambandi við aðra eða vettvangur þar sem versta hegðun fólks er ekki eingöngu ásættanleg, heldur ýtt undir hana.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira