Hvernig byggjum við upp grænt hagkerfi? Kristín Linda Árnadóttir og Benedikt Gíslason skrifa 21. mars 2023 07:31 Ísland hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2040. Margt þarf að ganga upp til að það markmið náist en sjálfbærnitengd fjármögnun veitir atvinnulífinu hvata til þess að færa sig í átt að kolefnishlutleysi. Stýring fjármagns í rétt verkefni er forsenda þess að hraða tækniþróun og styðja við að markmiðið náist. Íslendingar eru í þeirri góðu stöðu að vera leiðandi í endurnýjanlegri orkuvinnslu og hér liggja fjölmörg tækifæri til tækniþróunar og nýsköpunar sem styðja við kolefnishlutleysi. Landsvirkjun var fyrsti útgefandi grænna skuldabréfa hér á landi árið 2018 og hefur öll fjármögnun fyrirtækisins síðan þá verið græn og/eða sjálfbærnitengd. Þá hefur Arion banki gefið út græna fjármálaumgjörð þar sem græn verkefni eru skilgreind og er hún lykillinn að fjármögnun bankans á grænum lánveitingum til einstaklinga og fyrirtækja. Græn fjármögnun er góð leið til að styðja verkefni sem stuðla að hagkvæmri orkunotkun, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eða eru til þess fallin að koma á nauðsynlegum breytingum sem leiða til þess að markmið um kolefnishlutlaust hagkerfi nái fram að ganga. Samræmt flokkunarkerfi Með tilkomu nýrrar flokkunarreglugerðar Evrópusambandins er verið að innleiða samræmt flokkunarkerfi fyrir sjálfbæra fjármögnun. Tilgangur hennar er að auðvelda greiningu á sjálfbærri atvinnustarfsemi, draga úr grænþvotti og almennt auðvelda fjármálastofnunum að greina á milli sjálfbærrar og ósjálfbærrar atvinnustarfsemi. Flokkunarreglugerðin byggir á sex umhverfismarkmiðum. Þau eru mildun loftslagsbreytinga, aðlögun að loftslagsbreytingum, sjálfbær nýting og verndun vatns og sjávarauðlinda, umbreyting í hringrásarhagkerfi, mengunarvarnir og eftirlit með mengun og verndun og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa. Til að teljast græn þarf starfsemi að styðja að verulegu leyti við a.m.k. eitt af þessum sex umhverfismarkmiðum og ekki valda umtalsverðum skaða þegar kemur að hinum. Að auki eru lágmarkskröfur um stjórnunarhætti og mannréttindi. Með nýrri reglugerð er umgjörðin fyrir sjálfbær verkefni að skýrast. Þar sem endurnýjanleg orkuvinnsla er forsenda þess að kolefnishlutleysi náist þá er ljóst að afleidd verkefni, nýsköpun og tækniþróun sem falla undir viðmið flokkunarreglugerðarinnar geta fengið græna fjármögnun. Það er mikilvægt að við stuðlum öll að grænu hagkerfi, fylgjum alþjóðlegum viðmiðum og nýtum okkur þau til að ná árangri. Fjárhagslegir hvatar felast í að þróa, styðja við og innleiða nýjar lausnir og ferla sem stuðla að kolefnishlutleysi. Við þurfum að vanda vel til verka með samstilltu átaki og samstarfi atvinnulífsins og stjórnvalda. Tækifærin í breyttum heimi og kolefnishlutleysi eru mörg en það er okkar að grípa þau. Græn fjármögnun og tækifærin í kolefnishlutleysi eru meðal þess sem verður til umræðu á ársfundi Grænvangs sem haldinn verður í Grósku í dag kl. 13. Öll eru velkomin á fundinn. Skráning fer fram hér. Benedikt er bankastjóri Arion banka og Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Evrópusambandið Nýsköpun Umhverfismál Landsvirkjun Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2040. Margt þarf að ganga upp til að það markmið náist en sjálfbærnitengd fjármögnun veitir atvinnulífinu hvata til þess að færa sig í átt að kolefnishlutleysi. Stýring fjármagns í rétt verkefni er forsenda þess að hraða tækniþróun og styðja við að markmiðið náist. Íslendingar eru í þeirri góðu stöðu að vera leiðandi í endurnýjanlegri orkuvinnslu og hér liggja fjölmörg tækifæri til tækniþróunar og nýsköpunar sem styðja við kolefnishlutleysi. Landsvirkjun var fyrsti útgefandi grænna skuldabréfa hér á landi árið 2018 og hefur öll fjármögnun fyrirtækisins síðan þá verið græn og/eða sjálfbærnitengd. Þá hefur Arion banki gefið út græna fjármálaumgjörð þar sem græn verkefni eru skilgreind og er hún lykillinn að fjármögnun bankans á grænum lánveitingum til einstaklinga og fyrirtækja. Græn fjármögnun er góð leið til að styðja verkefni sem stuðla að hagkvæmri orkunotkun, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eða eru til þess fallin að koma á nauðsynlegum breytingum sem leiða til þess að markmið um kolefnishlutlaust hagkerfi nái fram að ganga. Samræmt flokkunarkerfi Með tilkomu nýrrar flokkunarreglugerðar Evrópusambandins er verið að innleiða samræmt flokkunarkerfi fyrir sjálfbæra fjármögnun. Tilgangur hennar er að auðvelda greiningu á sjálfbærri atvinnustarfsemi, draga úr grænþvotti og almennt auðvelda fjármálastofnunum að greina á milli sjálfbærrar og ósjálfbærrar atvinnustarfsemi. Flokkunarreglugerðin byggir á sex umhverfismarkmiðum. Þau eru mildun loftslagsbreytinga, aðlögun að loftslagsbreytingum, sjálfbær nýting og verndun vatns og sjávarauðlinda, umbreyting í hringrásarhagkerfi, mengunarvarnir og eftirlit með mengun og verndun og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa. Til að teljast græn þarf starfsemi að styðja að verulegu leyti við a.m.k. eitt af þessum sex umhverfismarkmiðum og ekki valda umtalsverðum skaða þegar kemur að hinum. Að auki eru lágmarkskröfur um stjórnunarhætti og mannréttindi. Með nýrri reglugerð er umgjörðin fyrir sjálfbær verkefni að skýrast. Þar sem endurnýjanleg orkuvinnsla er forsenda þess að kolefnishlutleysi náist þá er ljóst að afleidd verkefni, nýsköpun og tækniþróun sem falla undir viðmið flokkunarreglugerðarinnar geta fengið græna fjármögnun. Það er mikilvægt að við stuðlum öll að grænu hagkerfi, fylgjum alþjóðlegum viðmiðum og nýtum okkur þau til að ná árangri. Fjárhagslegir hvatar felast í að þróa, styðja við og innleiða nýjar lausnir og ferla sem stuðla að kolefnishlutleysi. Við þurfum að vanda vel til verka með samstilltu átaki og samstarfi atvinnulífsins og stjórnvalda. Tækifærin í breyttum heimi og kolefnishlutleysi eru mörg en það er okkar að grípa þau. Græn fjármögnun og tækifærin í kolefnishlutleysi eru meðal þess sem verður til umræðu á ársfundi Grænvangs sem haldinn verður í Grósku í dag kl. 13. Öll eru velkomin á fundinn. Skráning fer fram hér. Benedikt er bankastjóri Arion banka og Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar