„Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Tryggvi Páll Tryggvason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 17. mars 2023 11:54 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir augljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. Þetta sagði Katrín í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Greint var frá því í gær að varaþingmaðurinn og fyrrverandi framkvæmdastjóri VG, Daníel E. Arnarson, og Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, hefðu sagt sig úr flokknum vegna óánægju með útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra, sem samþykkt var í vikunni. „Það er alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum og einhverjir af þessum félögum myndi ég telja til minna vina og góðra félaga þannig að það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Katrín. Telur þingmenn hafa unnið í samræmi við stefnu flokksins Útlendingafrumvarpið hefur reynst umdeilt en það var endanlega samþykkt á Alþingi í vikunni. Katrín segir þó að mikið púður hafi farið í að fjalla um umrætt mál á vettvangi Vinstri-grænna, fjöldi funda hafi verið haldnir. „Ég vil bara ítreka það að málið sem á endanum var lagt fram af dómsmálaráðherra í þinginu er ekki sama málið og hefur áður verið lagt fram. Á frumvarpinu voru gerðar veigamiklar breytingar að kröfu Vinstri-grænna og sömuleiðis voru gerðar breytingar á málinu í þinglegri meðferð sem meðal annars eiga rætur að rekja til þessa virka samtals við grasrótina í Vinstri grænum,“ sagði Katrín, sem telur að þingmenn flokksins hafi unnið í málinu af heilindum. Sjálf hefði hún greitt atkvæði með frumvarpinu hefði hún verið viðstödd atkvæðagreiðsluna. „Þannig að ég tel að þingmenn hreyfingarinnar hafi unnið að þessu máli af miklum heilindum og í samræmi við stefnu flokksins,“ sagði Katrín. Umræddar úrsagnirnar úr flokknum koma í aðdraganda landsfundar VG sem haldinn verður á Akureyri um helgina. Aðspurð að því hvort að úrsagnirnar varpi skugga á landsfundinn ítrekaði Katrín að það væri leiðinlegt að sjá á eftir góðum flokksmönnum og félögum. Engu að síður ætti hún á von á góðum umræðum um helgina. Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barist um tvö embætti í VG Barist verður um tvö embætti á landsfundi Vinstri grænna sem hefst í Hofi á Akureyri á morgun. Ekki hafa borist framboð til formanns og varaformanns. Á fundinum verður einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð. 16. mars 2023 15:43 Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21 Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Þetta sagði Katrín í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Greint var frá því í gær að varaþingmaðurinn og fyrrverandi framkvæmdastjóri VG, Daníel E. Arnarson, og Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, hefðu sagt sig úr flokknum vegna óánægju með útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra, sem samþykkt var í vikunni. „Það er alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum og einhverjir af þessum félögum myndi ég telja til minna vina og góðra félaga þannig að það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Katrín. Telur þingmenn hafa unnið í samræmi við stefnu flokksins Útlendingafrumvarpið hefur reynst umdeilt en það var endanlega samþykkt á Alþingi í vikunni. Katrín segir þó að mikið púður hafi farið í að fjalla um umrætt mál á vettvangi Vinstri-grænna, fjöldi funda hafi verið haldnir. „Ég vil bara ítreka það að málið sem á endanum var lagt fram af dómsmálaráðherra í þinginu er ekki sama málið og hefur áður verið lagt fram. Á frumvarpinu voru gerðar veigamiklar breytingar að kröfu Vinstri-grænna og sömuleiðis voru gerðar breytingar á málinu í þinglegri meðferð sem meðal annars eiga rætur að rekja til þessa virka samtals við grasrótina í Vinstri grænum,“ sagði Katrín, sem telur að þingmenn flokksins hafi unnið í málinu af heilindum. Sjálf hefði hún greitt atkvæði með frumvarpinu hefði hún verið viðstödd atkvæðagreiðsluna. „Þannig að ég tel að þingmenn hreyfingarinnar hafi unnið að þessu máli af miklum heilindum og í samræmi við stefnu flokksins,“ sagði Katrín. Umræddar úrsagnirnar úr flokknum koma í aðdraganda landsfundar VG sem haldinn verður á Akureyri um helgina. Aðspurð að því hvort að úrsagnirnar varpi skugga á landsfundinn ítrekaði Katrín að það væri leiðinlegt að sjá á eftir góðum flokksmönnum og félögum. Engu að síður ætti hún á von á góðum umræðum um helgina.
Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barist um tvö embætti í VG Barist verður um tvö embætti á landsfundi Vinstri grænna sem hefst í Hofi á Akureyri á morgun. Ekki hafa borist framboð til formanns og varaformanns. Á fundinum verður einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð. 16. mars 2023 15:43 Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21 Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Barist um tvö embætti í VG Barist verður um tvö embætti á landsfundi Vinstri grænna sem hefst í Hofi á Akureyri á morgun. Ekki hafa borist framboð til formanns og varaformanns. Á fundinum verður einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð. 16. mars 2023 15:43
Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21
Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48