„Við erum ennþá í áfalli eftir þetta“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. mars 2023 19:30 Í samtali við Vísi fyrr í dag segir kærasta konunnar sem slasaðist að nokkuð hafi verið dregið úr atvikalýsingum í fréttum um slysið í gær. Vísir/Vilhelm „Við héldum að þetta væri eitthvað hryðjuverkadæmi. Það var ekki eins og þetta væri einhver lítil Súkka að bakka óvarlega út úr stæði,“ segir kærasta konunnar sem slasaðist í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík. Fram kom í frétt Vísis í gær að samkvæmt Þorsteini Gunnarssyni varðstjóra hjá slökkviliðinu var um óviljaverk að ræða og betur fór en á horfðist. Fram kom að kona hefði slasast í óhappinu og verið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, ásamt einum til viðbótar. Þorsteinn sagðist halda að engin teljandi meiðsl hefðu orðið á fólki. Hins vegar varð töluvert tjón á bílunum, og á húsnæðinu þar sem bíllinn ók á rúðu verslunarrýmisins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var einnig greint frá atvikinu og kom þar fram að „glerbrotum hefði rignt yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar.“ Þá kom fram bílinn hefði ekið utan í konu. „Við vorum bara hérna með sitt hvorn viðskiptavininn og svo bara þetta gerðist mjög snöggt. Við heyrðum miklar drunur og svo kom bara bílinn hérna inn,“ sagði Auður Bryndís Sigurðardóttir, eigandi hársgreiðslustofunnar Hárfélagsins, í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöldi. Svakalegt högg Í samtali við Vísi fyrr í dag segir kærasta konunnar sem slasaðist að nokkuð hafi verið dregið úr atvikalýsingum í fréttum um slysið í gær. „Að bíllinn hafi „keyrt utan í konu“ er bara alls ekki rétt. Það er ekki eins og hann hafi bara aðeins nuddast utan í hana. Hann stígur bensínið í botn, bæði bakkar yfir hana og keyrir svo yfir hana.“ Konan sem Vísir ræddi við segist hafa skutlað kærustu sinni í klippingu áður en þetta gerðist og rétt verið búin að kveðja hana þegar slysið átti sér stað. Hún hafi því horft upp á þetta allt saman. Líkt og fram hefur komið keyrði maðurinn á sjö bíla.Vísir/Vilhelm „Ég sat í bílstjórasætinu, hurðin var opin og ég er að segja bless við hana áður en hún fer í klippingu. Og þá kemur hann með svakalegu höggi. Þetta var eldri maður sem var með bílinn sinn í gangi, stór nýr Benz-jeppi. Hann kemst ekki inn um bílstjórahurðina því einhver lagði svo þétt upp að, þannig að hann fer farþegamegin og ætlar að klöngrast yfir. Hann stígur ekki í gólfið heldur stígur bensíngjöfina í botn og bíllinn smellur í bakkgír. Hann bakkar yfir hana og kemur svo á sömu ferð til baka því hann ætlar að setja bílinn í park en setur í drive. Hann er ennþá með bensíngjöfina í botni og keyrir svo aftur yfir hana. Svo endar hann inni í hárgreiðslustofunni.“ Líkt og fram hefur komið keyrði maðurinn á sjö bíla. „Það var bara eins og hann væri óður því í fyrstu virtist hann ekki einu sinni vera undir stýri,“ segir konan. „Ég næ að hlaupa út og einhvern veginn náði ég að lyfta henni upp af götunni og forða okkur í burtu. Við héldum að bíllinn kæmi aftur því það var eins og það væri ennþá hreyfing á honum og við vissum ekki hvað manninum gekk til á þessari stundu. Svo var bara hringt á neyðarlínuna og allt fer í gang.“ Hún segir áfallið hafa verið mikið og meiðsli kærustu sinnar séu umtalsverð. „Hún er mjög mikið marin og það blæddi inn á vöðva og naglaförin eftir dekkin sjást hér og þar. Við erum ennþá í áfalli eftir þetta. Það er bara mildi að ekki hafið farið verr og hugur okkur er auðvitað hjá bílstjóranum, þar sem þetta var slys.” Slökkvilið Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fram kom í frétt Vísis í gær að samkvæmt Þorsteini Gunnarssyni varðstjóra hjá slökkviliðinu var um óviljaverk að ræða og betur fór en á horfðist. Fram kom að kona hefði slasast í óhappinu og verið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, ásamt einum til viðbótar. Þorsteinn sagðist halda að engin teljandi meiðsl hefðu orðið á fólki. Hins vegar varð töluvert tjón á bílunum, og á húsnæðinu þar sem bíllinn ók á rúðu verslunarrýmisins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var einnig greint frá atvikinu og kom þar fram að „glerbrotum hefði rignt yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar.“ Þá kom fram bílinn hefði ekið utan í konu. „Við vorum bara hérna með sitt hvorn viðskiptavininn og svo bara þetta gerðist mjög snöggt. Við heyrðum miklar drunur og svo kom bara bílinn hérna inn,“ sagði Auður Bryndís Sigurðardóttir, eigandi hársgreiðslustofunnar Hárfélagsins, í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöldi. Svakalegt högg Í samtali við Vísi fyrr í dag segir kærasta konunnar sem slasaðist að nokkuð hafi verið dregið úr atvikalýsingum í fréttum um slysið í gær. „Að bíllinn hafi „keyrt utan í konu“ er bara alls ekki rétt. Það er ekki eins og hann hafi bara aðeins nuddast utan í hana. Hann stígur bensínið í botn, bæði bakkar yfir hana og keyrir svo yfir hana.“ Konan sem Vísir ræddi við segist hafa skutlað kærustu sinni í klippingu áður en þetta gerðist og rétt verið búin að kveðja hana þegar slysið átti sér stað. Hún hafi því horft upp á þetta allt saman. Líkt og fram hefur komið keyrði maðurinn á sjö bíla.Vísir/Vilhelm „Ég sat í bílstjórasætinu, hurðin var opin og ég er að segja bless við hana áður en hún fer í klippingu. Og þá kemur hann með svakalegu höggi. Þetta var eldri maður sem var með bílinn sinn í gangi, stór nýr Benz-jeppi. Hann kemst ekki inn um bílstjórahurðina því einhver lagði svo þétt upp að, þannig að hann fer farþegamegin og ætlar að klöngrast yfir. Hann stígur ekki í gólfið heldur stígur bensíngjöfina í botn og bíllinn smellur í bakkgír. Hann bakkar yfir hana og kemur svo á sömu ferð til baka því hann ætlar að setja bílinn í park en setur í drive. Hann er ennþá með bensíngjöfina í botni og keyrir svo aftur yfir hana. Svo endar hann inni í hárgreiðslustofunni.“ Líkt og fram hefur komið keyrði maðurinn á sjö bíla. „Það var bara eins og hann væri óður því í fyrstu virtist hann ekki einu sinni vera undir stýri,“ segir konan. „Ég næ að hlaupa út og einhvern veginn náði ég að lyfta henni upp af götunni og forða okkur í burtu. Við héldum að bíllinn kæmi aftur því það var eins og það væri ennþá hreyfing á honum og við vissum ekki hvað manninum gekk til á þessari stundu. Svo var bara hringt á neyðarlínuna og allt fer í gang.“ Hún segir áfallið hafa verið mikið og meiðsli kærustu sinnar séu umtalsverð. „Hún er mjög mikið marin og það blæddi inn á vöðva og naglaförin eftir dekkin sjást hér og þar. Við erum ennþá í áfalli eftir þetta. Það er bara mildi að ekki hafið farið verr og hugur okkur er auðvitað hjá bílstjóranum, þar sem þetta var slys.”
Slökkvilið Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira