Brúar dómsmálaráðherra bilið? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. mars 2023 07:30 Meðalaldur barna við innritun á leikskóla Reykjavíkurborgar er nú 21 mánuðir og þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur meirihlutanum í borginni ekki tekist að lækka innritunaraldurinn svo neinu nemi; það er staðan. Samtímis berast fregnir af því að fjölmargir leikskólar borgarinnar muni ekki taka við fleiri börnum í haust vegna slælegs ástands skólahúsnæðis. Þannig hefur Reykjavíkurborg þurft að loka 25 af 67 skólum Reykjavíkur, að hluta til eða öllu leyti, eða gæti þurft að loka fyrr en varir vegna ástands fasteignanna. Það er óhætt að segja að neyð ríki í skólamálum í Reykjavík. Foreldrar ungra barna eru orðnir örvæntingarfullir og segja öllu fögru lofað, en ekki við neitt staðið. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur bent á margþættar lausnir við leikskólavandanum og lagt fram fjölbreyttar og nýstárlegar aðferðir til að leysa vandann. Þessi vandi varð einmitt kveikjan að fyrirspurn sem ég sendi dómsmálaráðherra sl. haust um hvort hann hygðist skoða útvíkkun dvalarleyfis vegna vistráðningar frá ríkjum utan EES-svæðisins þannig að heimilt yrði að endurnýja leyfið að ári liðnu. Fjölmargir foreldrar hafa nefnilega gripið til þess ráðs að gera samning um vistráðningu (au pair) til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar. Hér eru slíkum samningur settar þrengri skorður en sambærilegum samningum t.d. í Danmörku. Því var ánægjulegt að sjá frumvarp frá dómsmálaráðherra varðandi þetta atriði í samráðsgátt. Þar er lögð til heimild til endurnýjunar til eins árs til handa dvalarleyfishöfum sem hér dvelja vegna vistráðningar. Mér hafa einnig borist ábendingar um langan afgreiðslutíma umsókna um dvalarleyfi vegna vistráðningar frá ríkjum utan EES-svæðisins. Ég hef því sent dómsmálaráðherra fyrirspurn um þetta og hvort ráðherrann hyggist skoða eða beita sér fyrir styttingu afgreiðslutímans. Ég veit ekki um ykkur, en ég hef meiri trú á aðkomu og verkum dómsmálaráðherra til að brúa bilið og auðvelda foreldrum ungra barna í Reykjavík lífið. Verkin tala nefnilega. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Leikskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fæðingarorlof Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Meðalaldur barna við innritun á leikskóla Reykjavíkurborgar er nú 21 mánuðir og þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur meirihlutanum í borginni ekki tekist að lækka innritunaraldurinn svo neinu nemi; það er staðan. Samtímis berast fregnir af því að fjölmargir leikskólar borgarinnar muni ekki taka við fleiri börnum í haust vegna slælegs ástands skólahúsnæðis. Þannig hefur Reykjavíkurborg þurft að loka 25 af 67 skólum Reykjavíkur, að hluta til eða öllu leyti, eða gæti þurft að loka fyrr en varir vegna ástands fasteignanna. Það er óhætt að segja að neyð ríki í skólamálum í Reykjavík. Foreldrar ungra barna eru orðnir örvæntingarfullir og segja öllu fögru lofað, en ekki við neitt staðið. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur bent á margþættar lausnir við leikskólavandanum og lagt fram fjölbreyttar og nýstárlegar aðferðir til að leysa vandann. Þessi vandi varð einmitt kveikjan að fyrirspurn sem ég sendi dómsmálaráðherra sl. haust um hvort hann hygðist skoða útvíkkun dvalarleyfis vegna vistráðningar frá ríkjum utan EES-svæðisins þannig að heimilt yrði að endurnýja leyfið að ári liðnu. Fjölmargir foreldrar hafa nefnilega gripið til þess ráðs að gera samning um vistráðningu (au pair) til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar. Hér eru slíkum samningur settar þrengri skorður en sambærilegum samningum t.d. í Danmörku. Því var ánægjulegt að sjá frumvarp frá dómsmálaráðherra varðandi þetta atriði í samráðsgátt. Þar er lögð til heimild til endurnýjunar til eins árs til handa dvalarleyfishöfum sem hér dvelja vegna vistráðningar. Mér hafa einnig borist ábendingar um langan afgreiðslutíma umsókna um dvalarleyfi vegna vistráðningar frá ríkjum utan EES-svæðisins. Ég hef því sent dómsmálaráðherra fyrirspurn um þetta og hvort ráðherrann hyggist skoða eða beita sér fyrir styttingu afgreiðslutímans. Ég veit ekki um ykkur, en ég hef meiri trú á aðkomu og verkum dómsmálaráðherra til að brúa bilið og auðvelda foreldrum ungra barna í Reykjavík lífið. Verkin tala nefnilega. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun