Bubbi byggir, en aldrei nóg Kristján Baldursson skrifar 15. mars 2023 12:30 Undirritaður er einn þeirra sem vinna í fasteignageiranum. Að sjálfsögðu eru alltaf uppi sterkar væntingar um jafnvægi á markaði og að það sé samhengi milli framboðs og eftirspurnar þannig að allir sem kjósa eigi kost á því að eignast þak yfir höfuðið. Þjóðfélagið okkar er margslungið og einhvern veginn finnst undirrituðum að hlutirnir gangi aldrei auðveldlega fyrir sig þótt þeir klárist alltaf á endanum eins og okkar er von og vísa á þessu skeri. Kaup og kjör, verðbólga og framboð fasteigna er eitthvað sem aldrei er samstaða um þrátt fyrir að við höfum það góða umgjörð skv. öllum alþjóðlegum mælikvörðum að við ættum að geta fundið lausn á þessum hlutum ef vilji væri fyrir hendi. Við ættum að geta gert hlutina þannig að við værum ekki alltaf með sömu vandamálin á herðunum á fimm ára fresti, en það bara virðist ekki takast. Skortur á fasteignum er engin nýlunda hér á landi og hefur verið viðvarandi vandamál lengi, enda hafa bæir og borg stækkað jafnt og þétt. Árið 1910 bjuggu einungis um 12 þúsund manns í Reykjavík og nágrannahreppum og 2000 á Akureyri. Fólksfjölgun hefur verið stöðug síðan þá og allir hafa nú þurft þak yfir höfuðið. Árið 1910 var einmitt mikill húsnæðisskortur í Reykjavík enda var bærinn að stækka og fólki að fjölga. Núna 110 árum seinni er sama staðan, viðvarandi húsnæðisskortur og okkur fjölgar sem aldrei fyrr. Hvað er til ráða og hvernig má koma í veg fyrir þetta viðvarandi vandamál ? Lausnin virðist einföld, að byggja fleiri íbúðir því fólki á Íslandi mun halda áfram að fjölga hratt næstu ár og áratugi í ljósi breytrar heimsmyndar. En málið er bara það, að Bubbi byggir, en bara aldrei nóg. Aldrei virðumst við geta haldið í við fólksfjölgun, það bara virðist ekki hreinlega vera vilji eða skynsemi til þess. Hugsum aðeins fram í tímann, byggjum meira og einföldum ferlið. Það lætur nærri að fólk sem undirritaður er að vinna með og fyrir, á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja, annað hvort fyrir sjálft sig eða byggja og selja. Skipulagið og reglugerðafrumskógurinn sem fólk mætir er flókinn, erfiður og oft algerlega óþarfur. Það hlýtur að vera löggjafans og borgar- og bæjaryfirvalda að einfalda þetta ferli svo hægt sé að byggja hratt og vel þegar á þarf að halda eins og nú um stundir. Þetta reglugerðafargan veldur því að byggingarkostnaður verður óbærilegur og rúllar beint út í verðlag til kaupenda. Vinna þarf lönd undir ný hverfi með sterkum innviðum. Í þeim orðum felst að strax frá upphafi sé hugsað fyrir þörfum væntanlegra íbúa með skólum, íþróttaaðstöðu og slíku. Séu þessir þættir í lagi má gera ráð fyrir að gott samfélag hafi alla burði til að myndast. Það er jú það sem allir vilja og sækjast eftir að skapa sér og sínum skjól í amstri hversdagsins. Öryggi í húsnæðismálum er eitt mikilvægasta mál hvers tíma. Síðustu árin hefur verið hörgull á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tugir kaupenda hafa bitist um sömu íbúðina. Miklar verðhækkanir eru bein afleiðing af þessum skorti. Mikilvægt er að ná verðbólgunni verulega niður og lækka vexti. Til að svo megi verða þarf rétt skilyrði á fasteignamarkaði og stóra málið þar er eins og ég sagði í upphafi; hugsum fram í tímann, byggjum fleiri íbúðir og byggjum vel. Höfundur er löggiltur fasteignasali og einn eiganda Trausta fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Undirritaður er einn þeirra sem vinna í fasteignageiranum. Að sjálfsögðu eru alltaf uppi sterkar væntingar um jafnvægi á markaði og að það sé samhengi milli framboðs og eftirspurnar þannig að allir sem kjósa eigi kost á því að eignast þak yfir höfuðið. Þjóðfélagið okkar er margslungið og einhvern veginn finnst undirrituðum að hlutirnir gangi aldrei auðveldlega fyrir sig þótt þeir klárist alltaf á endanum eins og okkar er von og vísa á þessu skeri. Kaup og kjör, verðbólga og framboð fasteigna er eitthvað sem aldrei er samstaða um þrátt fyrir að við höfum það góða umgjörð skv. öllum alþjóðlegum mælikvörðum að við ættum að geta fundið lausn á þessum hlutum ef vilji væri fyrir hendi. Við ættum að geta gert hlutina þannig að við værum ekki alltaf með sömu vandamálin á herðunum á fimm ára fresti, en það bara virðist ekki takast. Skortur á fasteignum er engin nýlunda hér á landi og hefur verið viðvarandi vandamál lengi, enda hafa bæir og borg stækkað jafnt og þétt. Árið 1910 bjuggu einungis um 12 þúsund manns í Reykjavík og nágrannahreppum og 2000 á Akureyri. Fólksfjölgun hefur verið stöðug síðan þá og allir hafa nú þurft þak yfir höfuðið. Árið 1910 var einmitt mikill húsnæðisskortur í Reykjavík enda var bærinn að stækka og fólki að fjölga. Núna 110 árum seinni er sama staðan, viðvarandi húsnæðisskortur og okkur fjölgar sem aldrei fyrr. Hvað er til ráða og hvernig má koma í veg fyrir þetta viðvarandi vandamál ? Lausnin virðist einföld, að byggja fleiri íbúðir því fólki á Íslandi mun halda áfram að fjölga hratt næstu ár og áratugi í ljósi breytrar heimsmyndar. En málið er bara það, að Bubbi byggir, en bara aldrei nóg. Aldrei virðumst við geta haldið í við fólksfjölgun, það bara virðist ekki hreinlega vera vilji eða skynsemi til þess. Hugsum aðeins fram í tímann, byggjum meira og einföldum ferlið. Það lætur nærri að fólk sem undirritaður er að vinna með og fyrir, á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja, annað hvort fyrir sjálft sig eða byggja og selja. Skipulagið og reglugerðafrumskógurinn sem fólk mætir er flókinn, erfiður og oft algerlega óþarfur. Það hlýtur að vera löggjafans og borgar- og bæjaryfirvalda að einfalda þetta ferli svo hægt sé að byggja hratt og vel þegar á þarf að halda eins og nú um stundir. Þetta reglugerðafargan veldur því að byggingarkostnaður verður óbærilegur og rúllar beint út í verðlag til kaupenda. Vinna þarf lönd undir ný hverfi með sterkum innviðum. Í þeim orðum felst að strax frá upphafi sé hugsað fyrir þörfum væntanlegra íbúa með skólum, íþróttaaðstöðu og slíku. Séu þessir þættir í lagi má gera ráð fyrir að gott samfélag hafi alla burði til að myndast. Það er jú það sem allir vilja og sækjast eftir að skapa sér og sínum skjól í amstri hversdagsins. Öryggi í húsnæðismálum er eitt mikilvægasta mál hvers tíma. Síðustu árin hefur verið hörgull á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tugir kaupenda hafa bitist um sömu íbúðina. Miklar verðhækkanir eru bein afleiðing af þessum skorti. Mikilvægt er að ná verðbólgunni verulega niður og lækka vexti. Til að svo megi verða þarf rétt skilyrði á fasteignamarkaði og stóra málið þar er eins og ég sagði í upphafi; hugsum fram í tímann, byggjum fleiri íbúðir og byggjum vel. Höfundur er löggiltur fasteignasali og einn eiganda Trausta fasteignasölu.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar