Bubbi byggir, en aldrei nóg Kristján Baldursson skrifar 15. mars 2023 12:30 Undirritaður er einn þeirra sem vinna í fasteignageiranum. Að sjálfsögðu eru alltaf uppi sterkar væntingar um jafnvægi á markaði og að það sé samhengi milli framboðs og eftirspurnar þannig að allir sem kjósa eigi kost á því að eignast þak yfir höfuðið. Þjóðfélagið okkar er margslungið og einhvern veginn finnst undirrituðum að hlutirnir gangi aldrei auðveldlega fyrir sig þótt þeir klárist alltaf á endanum eins og okkar er von og vísa á þessu skeri. Kaup og kjör, verðbólga og framboð fasteigna er eitthvað sem aldrei er samstaða um þrátt fyrir að við höfum það góða umgjörð skv. öllum alþjóðlegum mælikvörðum að við ættum að geta fundið lausn á þessum hlutum ef vilji væri fyrir hendi. Við ættum að geta gert hlutina þannig að við værum ekki alltaf með sömu vandamálin á herðunum á fimm ára fresti, en það bara virðist ekki takast. Skortur á fasteignum er engin nýlunda hér á landi og hefur verið viðvarandi vandamál lengi, enda hafa bæir og borg stækkað jafnt og þétt. Árið 1910 bjuggu einungis um 12 þúsund manns í Reykjavík og nágrannahreppum og 2000 á Akureyri. Fólksfjölgun hefur verið stöðug síðan þá og allir hafa nú þurft þak yfir höfuðið. Árið 1910 var einmitt mikill húsnæðisskortur í Reykjavík enda var bærinn að stækka og fólki að fjölga. Núna 110 árum seinni er sama staðan, viðvarandi húsnæðisskortur og okkur fjölgar sem aldrei fyrr. Hvað er til ráða og hvernig má koma í veg fyrir þetta viðvarandi vandamál ? Lausnin virðist einföld, að byggja fleiri íbúðir því fólki á Íslandi mun halda áfram að fjölga hratt næstu ár og áratugi í ljósi breytrar heimsmyndar. En málið er bara það, að Bubbi byggir, en bara aldrei nóg. Aldrei virðumst við geta haldið í við fólksfjölgun, það bara virðist ekki hreinlega vera vilji eða skynsemi til þess. Hugsum aðeins fram í tímann, byggjum meira og einföldum ferlið. Það lætur nærri að fólk sem undirritaður er að vinna með og fyrir, á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja, annað hvort fyrir sjálft sig eða byggja og selja. Skipulagið og reglugerðafrumskógurinn sem fólk mætir er flókinn, erfiður og oft algerlega óþarfur. Það hlýtur að vera löggjafans og borgar- og bæjaryfirvalda að einfalda þetta ferli svo hægt sé að byggja hratt og vel þegar á þarf að halda eins og nú um stundir. Þetta reglugerðafargan veldur því að byggingarkostnaður verður óbærilegur og rúllar beint út í verðlag til kaupenda. Vinna þarf lönd undir ný hverfi með sterkum innviðum. Í þeim orðum felst að strax frá upphafi sé hugsað fyrir þörfum væntanlegra íbúa með skólum, íþróttaaðstöðu og slíku. Séu þessir þættir í lagi má gera ráð fyrir að gott samfélag hafi alla burði til að myndast. Það er jú það sem allir vilja og sækjast eftir að skapa sér og sínum skjól í amstri hversdagsins. Öryggi í húsnæðismálum er eitt mikilvægasta mál hvers tíma. Síðustu árin hefur verið hörgull á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tugir kaupenda hafa bitist um sömu íbúðina. Miklar verðhækkanir eru bein afleiðing af þessum skorti. Mikilvægt er að ná verðbólgunni verulega niður og lækka vexti. Til að svo megi verða þarf rétt skilyrði á fasteignamarkaði og stóra málið þar er eins og ég sagði í upphafi; hugsum fram í tímann, byggjum fleiri íbúðir og byggjum vel. Höfundur er löggiltur fasteignasali og einn eiganda Trausta fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Undirritaður er einn þeirra sem vinna í fasteignageiranum. Að sjálfsögðu eru alltaf uppi sterkar væntingar um jafnvægi á markaði og að það sé samhengi milli framboðs og eftirspurnar þannig að allir sem kjósa eigi kost á því að eignast þak yfir höfuðið. Þjóðfélagið okkar er margslungið og einhvern veginn finnst undirrituðum að hlutirnir gangi aldrei auðveldlega fyrir sig þótt þeir klárist alltaf á endanum eins og okkar er von og vísa á þessu skeri. Kaup og kjör, verðbólga og framboð fasteigna er eitthvað sem aldrei er samstaða um þrátt fyrir að við höfum það góða umgjörð skv. öllum alþjóðlegum mælikvörðum að við ættum að geta fundið lausn á þessum hlutum ef vilji væri fyrir hendi. Við ættum að geta gert hlutina þannig að við værum ekki alltaf með sömu vandamálin á herðunum á fimm ára fresti, en það bara virðist ekki takast. Skortur á fasteignum er engin nýlunda hér á landi og hefur verið viðvarandi vandamál lengi, enda hafa bæir og borg stækkað jafnt og þétt. Árið 1910 bjuggu einungis um 12 þúsund manns í Reykjavík og nágrannahreppum og 2000 á Akureyri. Fólksfjölgun hefur verið stöðug síðan þá og allir hafa nú þurft þak yfir höfuðið. Árið 1910 var einmitt mikill húsnæðisskortur í Reykjavík enda var bærinn að stækka og fólki að fjölga. Núna 110 árum seinni er sama staðan, viðvarandi húsnæðisskortur og okkur fjölgar sem aldrei fyrr. Hvað er til ráða og hvernig má koma í veg fyrir þetta viðvarandi vandamál ? Lausnin virðist einföld, að byggja fleiri íbúðir því fólki á Íslandi mun halda áfram að fjölga hratt næstu ár og áratugi í ljósi breytrar heimsmyndar. En málið er bara það, að Bubbi byggir, en bara aldrei nóg. Aldrei virðumst við geta haldið í við fólksfjölgun, það bara virðist ekki hreinlega vera vilji eða skynsemi til þess. Hugsum aðeins fram í tímann, byggjum meira og einföldum ferlið. Það lætur nærri að fólk sem undirritaður er að vinna með og fyrir, á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja, annað hvort fyrir sjálft sig eða byggja og selja. Skipulagið og reglugerðafrumskógurinn sem fólk mætir er flókinn, erfiður og oft algerlega óþarfur. Það hlýtur að vera löggjafans og borgar- og bæjaryfirvalda að einfalda þetta ferli svo hægt sé að byggja hratt og vel þegar á þarf að halda eins og nú um stundir. Þetta reglugerðafargan veldur því að byggingarkostnaður verður óbærilegur og rúllar beint út í verðlag til kaupenda. Vinna þarf lönd undir ný hverfi með sterkum innviðum. Í þeim orðum felst að strax frá upphafi sé hugsað fyrir þörfum væntanlegra íbúa með skólum, íþróttaaðstöðu og slíku. Séu þessir þættir í lagi má gera ráð fyrir að gott samfélag hafi alla burði til að myndast. Það er jú það sem allir vilja og sækjast eftir að skapa sér og sínum skjól í amstri hversdagsins. Öryggi í húsnæðismálum er eitt mikilvægasta mál hvers tíma. Síðustu árin hefur verið hörgull á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tugir kaupenda hafa bitist um sömu íbúðina. Miklar verðhækkanir eru bein afleiðing af þessum skorti. Mikilvægt er að ná verðbólgunni verulega niður og lækka vexti. Til að svo megi verða þarf rétt skilyrði á fasteignamarkaði og stóra málið þar er eins og ég sagði í upphafi; hugsum fram í tímann, byggjum fleiri íbúðir og byggjum vel. Höfundur er löggiltur fasteignasali og einn eiganda Trausta fasteignasölu.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar