„Það rigndi yfir okkur glerbrotum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. mars 2023 19:14 Frá vettvangi í Álfheimum í dag. Vísir/Vilhelm Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum, keyrði á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík í dag. Glerbrotum rigndi yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar sem var verulega brugðið. Það var upp úr hádegi í dag sem að lögreglu og slökkviliði bárust tilkynningar um slysið. Þær Auður og Ragna hafa síðustu níu árin rekið hárgreiðslustofuna Hárfjelagið og voru við störf þegar slysið átti sér stað „Við vorum bara hérna með sitt hvorn viðskiptavininn og svo bara þetta gerðist mjög snöggt. Við heyrðum miklar drunur og svo kom bara bílinn hérna inn.“ segir Auður Bryndís Sigurðardóttir eigandi Hárfélagsins. Klippa: Gleri rigndi yfir viðskiptavini Hún stóð við gluggann þegar bílinn skall á honum en viðskiptavinur var í stólnum hjá henni. „Öllum var mjög brugðið og þetta var mikið sjokk.“ Þá varð nokkuð tjón á hárgreiðslustofunni. „Allt brotnaði náttúrulega og mikið högg og það rigndi yfir okkur glerbrotum.“ Hún segir mildi að enginn þeirra fjögurra sem var inni hafi slasast. „Ég held að við höfum sloppið bara vel miðað við allt.“ Maðurinn ók utan í konu. Hún slasaðist þó ekki alvarlega en var flutt ásamt einum til viðbótar á slysadeild til aðhlynningar. Í dag komu menn frá tryggingarfélagi hárgreiðslustofunnar á staðinn til að meta tjónið en óvíst er hvenær hægt verður að opna stofuna aftur. „Við vitum bara eiginlega ekki neitt en vonandi sem fyrst.“ Slökkvilið Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi. 14. mars 2023 13:44 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Það var upp úr hádegi í dag sem að lögreglu og slökkviliði bárust tilkynningar um slysið. Þær Auður og Ragna hafa síðustu níu árin rekið hárgreiðslustofuna Hárfjelagið og voru við störf þegar slysið átti sér stað „Við vorum bara hérna með sitt hvorn viðskiptavininn og svo bara þetta gerðist mjög snöggt. Við heyrðum miklar drunur og svo kom bara bílinn hérna inn.“ segir Auður Bryndís Sigurðardóttir eigandi Hárfélagsins. Klippa: Gleri rigndi yfir viðskiptavini Hún stóð við gluggann þegar bílinn skall á honum en viðskiptavinur var í stólnum hjá henni. „Öllum var mjög brugðið og þetta var mikið sjokk.“ Þá varð nokkuð tjón á hárgreiðslustofunni. „Allt brotnaði náttúrulega og mikið högg og það rigndi yfir okkur glerbrotum.“ Hún segir mildi að enginn þeirra fjögurra sem var inni hafi slasast. „Ég held að við höfum sloppið bara vel miðað við allt.“ Maðurinn ók utan í konu. Hún slasaðist þó ekki alvarlega en var flutt ásamt einum til viðbótar á slysadeild til aðhlynningar. Í dag komu menn frá tryggingarfélagi hárgreiðslustofunnar á staðinn til að meta tjónið en óvíst er hvenær hægt verður að opna stofuna aftur. „Við vitum bara eiginlega ekki neitt en vonandi sem fyrst.“
Slökkvilið Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi. 14. mars 2023 13:44 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi. 14. mars 2023 13:44