Dagskrá þeirra liggur ekki fyrir í smáatriðum en vitað er að þær munu funda með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu og fleiri ráðamönnum landsins síðar í dag.
Þá munu þær heimsækja bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs fyrir hádegi, þar sem rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum á fyrstu vikum innrásarinnar.
Tilgangur ferðarinnar er að sýna stuðning og samstöðu Íslands með Úkraínu í verki en einnig að undirbúa leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í maí, þar sem málefni Úkraínu verða efst á baugi. Ísland fer nú með formennsku í Evrópuráðinu og er leiðtogafundurinn í Hörpu í maí sá stærsti sem nokkru sinni hefur verið hadinn hér á landi.