„Ég vil bara sjá Álftanes mæta með læti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. mars 2023 21:52 Kjartan Atli Kjartansson kom Álftanesi upp í Subway-deild karla í fyrstu tilraun. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var eðlilega stoltur eftir að hafa stýrt liðinu upp í Subway-deild karla í körfubolta í fyrstu tilraun í kvöld þegar liðið vann 13 stiga sigur gegn Skallagrími, 96-83. „Þetta er svolítið skrýtið. Ég sagði það þegar ég tók við að það var bara eitt skref eftir og það var að fara upp. Liðið var í úrslitum um laust sæti í Subwa-deildinni á síðasta ári þannig það var bara eitt skref eftir og okkur tókst að taka það í kvöld,“ sagði Kjartan í viðtali eftir leik. Kjartan segir það ekki auðvelt að byggja upp lið á Álftanesi og þakkar stjórn félagsins og öðrum sem starfa í kringum liðið fyrir sitt framlag. „Nei, rétt hjá þér. Það eru auðvitað rosalega margir að baki og stjórnin hérna á Nesinu er alveg mögnuð. Ég er búinn að vera í þjálfun í 22 ár núna í ár og nánast eingöngu verið í yngri flokkum. Það þurfti eitthvað svona sérstakt fyrir mig til að íhuga meistaraflokksþjálfun. Þegar ég sá að það var uppeldisklúbburinn og vinir mínir voru í stjórn sem eru menn sem fara og láta hlutina gerast þá fannst mér þetta spennandi verkefni og hér er tækifæri til uppbyggingar.“ „Það er þannig að mótlæti eflir lið og mér finnst segja miklu meira um lið hvernig það bregst við mótlæti heldur en þegar vel gengur. Góður maður sagði við mig að það þarf sterk bein til að þola góða tíma og það þarf líka sterk bein til að þola erfiðu tímana. Erfiðu tímarnir elfdu þetta lið fannst mér. Við töpuðum stórt í desember fyrir Fjölni og það var ákveðinn lágpunktur. Bestu æfingar vetrarins komu í kjölfarið og liðið fór upp á við eftir það.“ Þá er Kjartan eðlilega spenntur fyrir komandi tímabili í deild þeirra bestu, þrátt fyrir að enn séu tveir leikir eftir í 1. deildinni. „Ég vil bara sjá Álftanes mæta með læti, það er bara þannig. Nú tekur auðvitað við að fara að svara spurningunni hver mun þjálfa þett lið. Verður það ég eða einhver annar? Nú fer maður undir feld, en fyrst þurfum við að klára þetta tímabil og svo förum við undir feldinn góða.“ Þrátt fyrir þessar vangaveltur viðurkennir Kjartan þó að það kitli að þjálfa liðið áfram. „Auðvitað. Þegar maður kemur að svona verkefni þá er þetta rosalega gaman. Þetta er náttúrulega einstakur hópur og ég kem bara inn í vinahóp sem við svo bætum inn í. Við fáum fimm nýja leikmenn inn í hópinn og það er búið að vera ofboðslega gaman að vera partur af þessum hópi. Auðvitað er það þannig að fólk horfir á þetta utan frá og heldur að þjálfarinn ráði öllu, en ég er líka með reynslumikla menn sem maður þarf líka að hlusta á. Ég er bara einstaklega þakklátur fyrir þennan leikmannahóp. Þetta eru yndislegir drengir,“ sagði Kjartan að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni Álftanes mun leika í efstu deild karla í körfubolta á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir öruggan 13 stiga sigur gegn Skallagrím í kvöld, 96-83. 13. mars 2023 20:55 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
„Þetta er svolítið skrýtið. Ég sagði það þegar ég tók við að það var bara eitt skref eftir og það var að fara upp. Liðið var í úrslitum um laust sæti í Subwa-deildinni á síðasta ári þannig það var bara eitt skref eftir og okkur tókst að taka það í kvöld,“ sagði Kjartan í viðtali eftir leik. Kjartan segir það ekki auðvelt að byggja upp lið á Álftanesi og þakkar stjórn félagsins og öðrum sem starfa í kringum liðið fyrir sitt framlag. „Nei, rétt hjá þér. Það eru auðvitað rosalega margir að baki og stjórnin hérna á Nesinu er alveg mögnuð. Ég er búinn að vera í þjálfun í 22 ár núna í ár og nánast eingöngu verið í yngri flokkum. Það þurfti eitthvað svona sérstakt fyrir mig til að íhuga meistaraflokksþjálfun. Þegar ég sá að það var uppeldisklúbburinn og vinir mínir voru í stjórn sem eru menn sem fara og láta hlutina gerast þá fannst mér þetta spennandi verkefni og hér er tækifæri til uppbyggingar.“ „Það er þannig að mótlæti eflir lið og mér finnst segja miklu meira um lið hvernig það bregst við mótlæti heldur en þegar vel gengur. Góður maður sagði við mig að það þarf sterk bein til að þola góða tíma og það þarf líka sterk bein til að þola erfiðu tímana. Erfiðu tímarnir elfdu þetta lið fannst mér. Við töpuðum stórt í desember fyrir Fjölni og það var ákveðinn lágpunktur. Bestu æfingar vetrarins komu í kjölfarið og liðið fór upp á við eftir það.“ Þá er Kjartan eðlilega spenntur fyrir komandi tímabili í deild þeirra bestu, þrátt fyrir að enn séu tveir leikir eftir í 1. deildinni. „Ég vil bara sjá Álftanes mæta með læti, það er bara þannig. Nú tekur auðvitað við að fara að svara spurningunni hver mun þjálfa þett lið. Verður það ég eða einhver annar? Nú fer maður undir feld, en fyrst þurfum við að klára þetta tímabil og svo förum við undir feldinn góða.“ Þrátt fyrir þessar vangaveltur viðurkennir Kjartan þó að það kitli að þjálfa liðið áfram. „Auðvitað. Þegar maður kemur að svona verkefni þá er þetta rosalega gaman. Þetta er náttúrulega einstakur hópur og ég kem bara inn í vinahóp sem við svo bætum inn í. Við fáum fimm nýja leikmenn inn í hópinn og það er búið að vera ofboðslega gaman að vera partur af þessum hópi. Auðvitað er það þannig að fólk horfir á þetta utan frá og heldur að þjálfarinn ráði öllu, en ég er líka með reynslumikla menn sem maður þarf líka að hlusta á. Ég er bara einstaklega þakklátur fyrir þennan leikmannahóp. Þetta eru yndislegir drengir,“ sagði Kjartan að lokum.
Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni Álftanes mun leika í efstu deild karla í körfubolta á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir öruggan 13 stiga sigur gegn Skallagrím í kvöld, 96-83. 13. mars 2023 20:55 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni Álftanes mun leika í efstu deild karla í körfubolta á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir öruggan 13 stiga sigur gegn Skallagrím í kvöld, 96-83. 13. mars 2023 20:55
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum