Atvinnubílstjóri keyrði framan á bíl á Borgarfjarðarbrú Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. mars 2023 23:22 Það stórsér á bíl ökukennarans Þorsteins sem er samt sem áður þakklátur fyrir að ekki fór verr. Þorsteinn Bjarki Bíll ökukennara er illa farinn eftir að annar bílstjóri keyrði á miklum hraða framan á bílinn á öfugum vegarhelmingi á Borgarfjarðarbrú. Sá er leiðsögumaður og ásamt honum voru tveir erlendir ferðamenn í bílnum. „Þriðjudaginn 3. janúar síðastliðinn var ég að kenna á bíl, eins og ég hef gert töluvert af síðasta árið. Undir stýri var ungur maður í sínum öðrum ökutíma. Við ætluðum að taka smá dreifbýlisrúnt,“ skrifar Þorsteinn Bjarki Pétursson ökukennari sem segir frá ákeyrslunni á Facebook. Vegna framkvæmda hafi önnur akreinin verið lokuð og og umferð hleypt í gegn til skiptis á hinni akreininni og stýrt með umferðarljósum. Á vinnusvæðinu er hámarkshraði jafnframt 50 km/klst. „Þegar við komum út úr þrengingunni eru fjórir bílar sem bíða á rauða ljósinu sunnan við vinnusvæðið. Fimmti bíllinn kemur aðvífandi undan Hafnarfjalli á fullri ferð. Við (kennarinn og neminn) vorum ansi samstíga á bremsuna þegar við sáum hann koma, en það er einungis um tvær sekúndur frá því að bíllinn kemur yfir á okkar vegarhelming þar til árekstur verður, eins og myndbandið sýnir. Myndavélin sýnir hraða bílsins okkar rétt fyrir áreksturinn: 43 km/klst. Hver ætli hraði hins bílsins sé við áreksturinn?“ spyr Þorsteinn. Þegar ökumaðurinn tekur loksins eftir bílunum sem hafa numið staðar keyrir hann yfir á hinn vegarhelminginn og loks framan á bíl Þorsteins. Myndband náðist af árekstrinum með mælaborðsmyndavél bílsins. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Það stórsér á bíl Þorsteins að gerð Skoda octavia eftir áreksturinn. Bíll Þorsteins er handónýtur eftir áreksturinn.Þorsteinn Bjarki „Til að bæta gráu ofaná svart var þarna á ferð íslenskur leiðsögumaður með tvo erlenda ferðamenn í bílnum. Atvinnubílstjóri.“ Minna sér á bíl ökuníðingsins sem er að gerð Land rover defender. Þorsteinn Bjarki Þorsteinn kveðst þakklátur að ekki hafi farið verr en bæði hann og ökuneminn hafa fundið fyrir töluverðum eymslum eftir slysið. „Kæru vinir, stöndum saman um að aka varlega og höfum hugann við aksturinn, ekki farsímann eða nokkuð annað.“ Samgönguslys Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Von á stormi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Sjá meira
„Þriðjudaginn 3. janúar síðastliðinn var ég að kenna á bíl, eins og ég hef gert töluvert af síðasta árið. Undir stýri var ungur maður í sínum öðrum ökutíma. Við ætluðum að taka smá dreifbýlisrúnt,“ skrifar Þorsteinn Bjarki Pétursson ökukennari sem segir frá ákeyrslunni á Facebook. Vegna framkvæmda hafi önnur akreinin verið lokuð og og umferð hleypt í gegn til skiptis á hinni akreininni og stýrt með umferðarljósum. Á vinnusvæðinu er hámarkshraði jafnframt 50 km/klst. „Þegar við komum út úr þrengingunni eru fjórir bílar sem bíða á rauða ljósinu sunnan við vinnusvæðið. Fimmti bíllinn kemur aðvífandi undan Hafnarfjalli á fullri ferð. Við (kennarinn og neminn) vorum ansi samstíga á bremsuna þegar við sáum hann koma, en það er einungis um tvær sekúndur frá því að bíllinn kemur yfir á okkar vegarhelming þar til árekstur verður, eins og myndbandið sýnir. Myndavélin sýnir hraða bílsins okkar rétt fyrir áreksturinn: 43 km/klst. Hver ætli hraði hins bílsins sé við áreksturinn?“ spyr Þorsteinn. Þegar ökumaðurinn tekur loksins eftir bílunum sem hafa numið staðar keyrir hann yfir á hinn vegarhelminginn og loks framan á bíl Þorsteins. Myndband náðist af árekstrinum með mælaborðsmyndavél bílsins. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Það stórsér á bíl Þorsteins að gerð Skoda octavia eftir áreksturinn. Bíll Þorsteins er handónýtur eftir áreksturinn.Þorsteinn Bjarki „Til að bæta gráu ofaná svart var þarna á ferð íslenskur leiðsögumaður með tvo erlenda ferðamenn í bílnum. Atvinnubílstjóri.“ Minna sér á bíl ökuníðingsins sem er að gerð Land rover defender. Þorsteinn Bjarki Þorsteinn kveðst þakklátur að ekki hafi farið verr en bæði hann og ökuneminn hafa fundið fyrir töluverðum eymslum eftir slysið. „Kæru vinir, stöndum saman um að aka varlega og höfum hugann við aksturinn, ekki farsímann eða nokkuð annað.“
Samgönguslys Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Von á stormi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Sjá meira