Fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Yvette Cooper, innanríkisráðherra Breta, segist gera ráð fyrir því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggi blessun sína yfir fyrirætlanir Breta og Frakka um skipti á hælisleitendum. Erlent 11.7.2025 10:31 „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segist harma ákvörðun forseta Alþingis að virkja svokallað „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til þess að stöðva umræður um frumvarp um hækkun veiðigjalda. „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ Innlent 11.7.2025 10:29 Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur lagt til að umræðum um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra verði hætt og gengið til atkvæða um málið. Þetta gerði Þórunn við upphaf þingfundar í morgun. Innlent 11.7.2025 09:48 Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Íslensk lögregluyfirvöld fundu 36 hugsanlega þolendur mansals í alþjóðlegri lögregluaðgerð sem fór fram dagana 1. til 6. júní. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að í þessum aðgerðum hafi lögreglan farið á þriðja tug staða eða heimila til að athuga með 250 manns. Innlent 11.7.2025 09:24 „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Þingflokksformennirnir Ragnar Þór Ingólfsson, í Flokki fólksins, og Bergþór Ólason, í Miðflokki, segja að hnúturinn á þinginu verði alltaf leystur með samningum. Valkostirnir séu skýrir. Bergþór og Ragnar Þór voru til viðtals um stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 11.7.2025 09:16 Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Sögu laxveiða í Borgarfirði eru gerð góð skil á nýrri sýningu á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Sýningarstjórinn segir að Borgarfjörður sé vagga laxveiða á Íslandi en tekjur af laxveiði eru til dæmis rúmlega 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu. Innlent 11.7.2025 08:06 Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Eigendur líkamsræktarstöðvarinnar World Class mótmæla breytingum á aðalskipulagi sem þau segja brjóti gegn óbeinum eignarétti þeirra á bílastæðum í Laugardalnum. World Class hefur fengið afnot af bílastæðum gjaldfrjálst í rúm tuttugu ár en þar á að rísa skólaþorp. Forsvarsmenn stöðvarinnar krefjast bóta verði ekki fallið frá áformunum. Innlent 11.7.2025 07:54 Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Alþjóðabankinn áætlar að tíu ára enduruppbygging Úkraínu muni kosta um það bil 524 milljarða dala en færi svo að Rússum yrði að ósk sinni og þeir fengju þau svæði sem þeir hafa nú þegar lagt undir sig í friðarsamningum, myndu tæplega 200 milljarðar dala falla á þá. Erlent 11.7.2025 07:33 Halda áfram að ræða veiðigjöldin Þingfundur hefur verið boðaður á Alþingi klukkan tíu dag þar sem eina málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöldin. Fundurinn kemur í kjölfar viðburðaríks þingfundar gærdagsins. Innlent 11.7.2025 07:30 Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Verkalýðsflokkur Kúrda mun hefja afvopnun sína frá og með deginum í dag en gert er ráð fyrir að ferlið muni standa fram á haust. Erlent 11.7.2025 07:13 Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Anna Guðný Baldursdóttir bóndi undirbýr sig núna fyrir þátttöku í lengstu og erfiðustu kappreið heims, Mongol Derby. Keppnin hefst þann 4. ágúst í Ulaanbatar. Anna Guðný segir það langþráðan draum að taka þátt í keppninni. Aðeins einu sinni áður hefur Íslendingur tekið þátt en það var Aníta Aradóttir árið 2014. 46 taka þátt í keppninni í ár. Innlent 11.7.2025 07:03 Draga Dettifoss til Reykjavíkur Varðskipið Freyja er nú að draga Dettifoss, fragtskip Eimskips, til Reykjavíkur eftir að það síðarnefnda varð vélarvana í gær. Innlent 11.7.2025 06:40 Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í Reykjavík. Árásarmaður sló fórnarlambið í andlitið með hnúajárni. Málið er í rannsókn. Innlent 11.7.2025 05:59 Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Fullorðinn einstaklingur slasaðist í sundlaug í Mosfelssbæ á dögunum og hafa bæjaryfirvöld óskað eftir því að lögregla rannsaki atvikið. Ytri aðila hefur verið falið að gera öryggisúttekt í votrýmum sundlaugarinnar. Innlent 10.7.2025 23:41 Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Flug lítillar rafmagnsflugvélar í gær frá Sønderborg á sunnanverðu Jótlandi til Kaupmannahafnar þykir marka þáttaskil í dönsku flugsögunni. Fullyrt er að þetta teljist fyrsta græna innanlandsflugið í Danmörku á flugvél sem eingöngu er rafknúin. Erlent 10.7.2025 23:33 Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sex starfsmönnum bandarísku öryggisþjónustunnar er vikið tímabundið úr starfi í tengslum við banatilræði gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta í júlí í fyrra. Erlent 10.7.2025 22:55 Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Þingfundi hefur verið slitið án árangurs í þinglokaviðræðum eftir dramatískan dag. Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu fyrir ríkisstjórnina í kvöld í von um að leysa úr þráteflinu sem myndast hefur í málþófinu um veiðigjaldafrumvarpið. Innlent 10.7.2025 20:59 „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Skipstjóri kafbáts segir það skipta sköpum að geta lagt að bryggju við Ísland við þjónustuheimsókn. Það gerðist í fyrsta sinn í dag við Grundartanga en Hæstsetti aðmíráll bandaríska sjóhersins í Evrópu segir rússneska kafbáta hafa sést víða í Norður-Atlantshafi undanfarið. Innlent 10.7.2025 20:31 Hélt á lokuðu umslagi Stjórn og stjórnarandstaða hafa átt í heitum deilum um „lokuð umslög“ í dag þar sem forsætisráðherra sagði stjórnarandstæðinga hafa lagt fram sitt eigið frumvarp í umslagi í þinglokaviðræðum. Stjórnarandstæðingar neituðu því en þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt einmitt á lokuðu umslagi í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Innlent 10.7.2025 20:09 Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafna því að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið“ í þinglokaviðræðum. Þeir segja óæskilegt að ræða um viðræðurnar, sem eigi að vera bundnar trúnaði, á opinberum vettvangi. Innlent 10.7.2025 18:19 Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Ekkert hefur komist að í þinginu í dag annað en yfirlýsing forsætisráðherra í morgun. Þar sagði Kristrún Frostadóttir að alvarleg staða væri komin upp og minnihlutann ekki bera virðingu fyrir niðurstöðu þingkosninga. Innlent 10.7.2025 18:10 Jökulhlaupið í rénun Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm er enn í gangi en er í rénun. Náttúruvársérfræðingar segja þó ekki hægt að útiloka að vatnshæð í ánum aukist á ný. Innlent 10.7.2025 17:49 Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Formenn stjórnmálaflokka á Alþingi sitja nú fund vegna þráteflisins sem myndast hefur í umræðu um veiðigjöldin á Alþingi. Mikill hiti hefur verið í þingmönnum í dag. Innlent 10.7.2025 17:48 Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir orðum ráðherra um hana í kjölfar fundarslita gærkvöldsins alvarleg og ógeðfelld. Ríkisstjórnin hefur fordæmt ákvörðun Hildar, og mennta- og barnamálaráðherra hefur líkt atvikinu við valdarán. Innlent 10.7.2025 17:27 Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Lögreglan segist í síðustu viku hafa lagt hald á tuttugu kílógrömm af marijúana sem voru falin í vörusendingum. Ráðist var í húsleit í Hafnarfirði og nokkrir voru handteknir vegna málsins. Innlent 10.7.2025 17:27 Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Rannsókn lögreglu á meintri stunguárás sem mun hafa átt sér stað í miðborginni síðdegis á laugardag hefur lítinn árangur borið. Maður sem var stunginn í rassinn sagði þrjá menn hafa verið að verki, en ekkert hefur spurst til þeirra. Innlent 10.7.2025 17:05 Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vegna bilunar er kaldavatnslaust við Þingholtsstræti. Samkvæmt nýjustu uppfærslu á vef Veitna er búist við því að vatnið ætti að vera komið á klukkan sex í kvöld, en upphaflega var búist við því að kaldavatnslaust yrði milli hálf átta í morgun til eitt í dag. Innlent 10.7.2025 16:11 Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Nítján ára gömul kona fannst læst inni í kistu í Thuringenríki í Þýskalandi tveimur dögum eftir að lögregla hóf leit að henni. Konan komst lífs af en tveir eru í haldi vegna málsins. Erlent 10.7.2025 16:01 Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur nú birt samráðsgátt uppfærslu á verklagsreglum fyrir rafhlaupahjólaleigur. Samráðið stendur til 15. ágúst og er óskað eftir athugasemdum frá almenningi og hagaðilum. Í umsögnum er að finna ákall um safnstæði, aukinn sýnileika hjólanna og að ekki megi leggja þeim á hjóla- og göngustíga. Innlent 10.7.2025 15:41 Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar „Valkyrjur er algjört rangnefni,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í athyglisverðri athugasemd um það heiti sem valist hefur á konurnar þrjár sem leiða ríkisstjórn Íslands. Bendir Haraldur á að valkyrjur hafi í goðafræðinni það hlutverk að færa líkin af vígvellinum til Valhallar. Innlent 10.7.2025 15:15 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Yvette Cooper, innanríkisráðherra Breta, segist gera ráð fyrir því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggi blessun sína yfir fyrirætlanir Breta og Frakka um skipti á hælisleitendum. Erlent 11.7.2025 10:31
„Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segist harma ákvörðun forseta Alþingis að virkja svokallað „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til þess að stöðva umræður um frumvarp um hækkun veiðigjalda. „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ Innlent 11.7.2025 10:29
Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur lagt til að umræðum um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra verði hætt og gengið til atkvæða um málið. Þetta gerði Þórunn við upphaf þingfundar í morgun. Innlent 11.7.2025 09:48
Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Íslensk lögregluyfirvöld fundu 36 hugsanlega þolendur mansals í alþjóðlegri lögregluaðgerð sem fór fram dagana 1. til 6. júní. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að í þessum aðgerðum hafi lögreglan farið á þriðja tug staða eða heimila til að athuga með 250 manns. Innlent 11.7.2025 09:24
„Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Þingflokksformennirnir Ragnar Þór Ingólfsson, í Flokki fólksins, og Bergþór Ólason, í Miðflokki, segja að hnúturinn á þinginu verði alltaf leystur með samningum. Valkostirnir séu skýrir. Bergþór og Ragnar Þór voru til viðtals um stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 11.7.2025 09:16
Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Sögu laxveiða í Borgarfirði eru gerð góð skil á nýrri sýningu á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Sýningarstjórinn segir að Borgarfjörður sé vagga laxveiða á Íslandi en tekjur af laxveiði eru til dæmis rúmlega 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu. Innlent 11.7.2025 08:06
Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Eigendur líkamsræktarstöðvarinnar World Class mótmæla breytingum á aðalskipulagi sem þau segja brjóti gegn óbeinum eignarétti þeirra á bílastæðum í Laugardalnum. World Class hefur fengið afnot af bílastæðum gjaldfrjálst í rúm tuttugu ár en þar á að rísa skólaþorp. Forsvarsmenn stöðvarinnar krefjast bóta verði ekki fallið frá áformunum. Innlent 11.7.2025 07:54
Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Alþjóðabankinn áætlar að tíu ára enduruppbygging Úkraínu muni kosta um það bil 524 milljarða dala en færi svo að Rússum yrði að ósk sinni og þeir fengju þau svæði sem þeir hafa nú þegar lagt undir sig í friðarsamningum, myndu tæplega 200 milljarðar dala falla á þá. Erlent 11.7.2025 07:33
Halda áfram að ræða veiðigjöldin Þingfundur hefur verið boðaður á Alþingi klukkan tíu dag þar sem eina málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöldin. Fundurinn kemur í kjölfar viðburðaríks þingfundar gærdagsins. Innlent 11.7.2025 07:30
Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Verkalýðsflokkur Kúrda mun hefja afvopnun sína frá og með deginum í dag en gert er ráð fyrir að ferlið muni standa fram á haust. Erlent 11.7.2025 07:13
Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Anna Guðný Baldursdóttir bóndi undirbýr sig núna fyrir þátttöku í lengstu og erfiðustu kappreið heims, Mongol Derby. Keppnin hefst þann 4. ágúst í Ulaanbatar. Anna Guðný segir það langþráðan draum að taka þátt í keppninni. Aðeins einu sinni áður hefur Íslendingur tekið þátt en það var Aníta Aradóttir árið 2014. 46 taka þátt í keppninni í ár. Innlent 11.7.2025 07:03
Draga Dettifoss til Reykjavíkur Varðskipið Freyja er nú að draga Dettifoss, fragtskip Eimskips, til Reykjavíkur eftir að það síðarnefnda varð vélarvana í gær. Innlent 11.7.2025 06:40
Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í Reykjavík. Árásarmaður sló fórnarlambið í andlitið með hnúajárni. Málið er í rannsókn. Innlent 11.7.2025 05:59
Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Fullorðinn einstaklingur slasaðist í sundlaug í Mosfelssbæ á dögunum og hafa bæjaryfirvöld óskað eftir því að lögregla rannsaki atvikið. Ytri aðila hefur verið falið að gera öryggisúttekt í votrýmum sundlaugarinnar. Innlent 10.7.2025 23:41
Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Flug lítillar rafmagnsflugvélar í gær frá Sønderborg á sunnanverðu Jótlandi til Kaupmannahafnar þykir marka þáttaskil í dönsku flugsögunni. Fullyrt er að þetta teljist fyrsta græna innanlandsflugið í Danmörku á flugvél sem eingöngu er rafknúin. Erlent 10.7.2025 23:33
Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sex starfsmönnum bandarísku öryggisþjónustunnar er vikið tímabundið úr starfi í tengslum við banatilræði gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta í júlí í fyrra. Erlent 10.7.2025 22:55
Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Þingfundi hefur verið slitið án árangurs í þinglokaviðræðum eftir dramatískan dag. Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu fyrir ríkisstjórnina í kvöld í von um að leysa úr þráteflinu sem myndast hefur í málþófinu um veiðigjaldafrumvarpið. Innlent 10.7.2025 20:59
„Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Skipstjóri kafbáts segir það skipta sköpum að geta lagt að bryggju við Ísland við þjónustuheimsókn. Það gerðist í fyrsta sinn í dag við Grundartanga en Hæstsetti aðmíráll bandaríska sjóhersins í Evrópu segir rússneska kafbáta hafa sést víða í Norður-Atlantshafi undanfarið. Innlent 10.7.2025 20:31
Hélt á lokuðu umslagi Stjórn og stjórnarandstaða hafa átt í heitum deilum um „lokuð umslög“ í dag þar sem forsætisráðherra sagði stjórnarandstæðinga hafa lagt fram sitt eigið frumvarp í umslagi í þinglokaviðræðum. Stjórnarandstæðingar neituðu því en þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt einmitt á lokuðu umslagi í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Innlent 10.7.2025 20:09
Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafna því að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið“ í þinglokaviðræðum. Þeir segja óæskilegt að ræða um viðræðurnar, sem eigi að vera bundnar trúnaði, á opinberum vettvangi. Innlent 10.7.2025 18:19
Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Ekkert hefur komist að í þinginu í dag annað en yfirlýsing forsætisráðherra í morgun. Þar sagði Kristrún Frostadóttir að alvarleg staða væri komin upp og minnihlutann ekki bera virðingu fyrir niðurstöðu þingkosninga. Innlent 10.7.2025 18:10
Jökulhlaupið í rénun Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm er enn í gangi en er í rénun. Náttúruvársérfræðingar segja þó ekki hægt að útiloka að vatnshæð í ánum aukist á ný. Innlent 10.7.2025 17:49
Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Formenn stjórnmálaflokka á Alþingi sitja nú fund vegna þráteflisins sem myndast hefur í umræðu um veiðigjöldin á Alþingi. Mikill hiti hefur verið í þingmönnum í dag. Innlent 10.7.2025 17:48
Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir orðum ráðherra um hana í kjölfar fundarslita gærkvöldsins alvarleg og ógeðfelld. Ríkisstjórnin hefur fordæmt ákvörðun Hildar, og mennta- og barnamálaráðherra hefur líkt atvikinu við valdarán. Innlent 10.7.2025 17:27
Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Lögreglan segist í síðustu viku hafa lagt hald á tuttugu kílógrömm af marijúana sem voru falin í vörusendingum. Ráðist var í húsleit í Hafnarfirði og nokkrir voru handteknir vegna málsins. Innlent 10.7.2025 17:27
Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Rannsókn lögreglu á meintri stunguárás sem mun hafa átt sér stað í miðborginni síðdegis á laugardag hefur lítinn árangur borið. Maður sem var stunginn í rassinn sagði þrjá menn hafa verið að verki, en ekkert hefur spurst til þeirra. Innlent 10.7.2025 17:05
Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vegna bilunar er kaldavatnslaust við Þingholtsstræti. Samkvæmt nýjustu uppfærslu á vef Veitna er búist við því að vatnið ætti að vera komið á klukkan sex í kvöld, en upphaflega var búist við því að kaldavatnslaust yrði milli hálf átta í morgun til eitt í dag. Innlent 10.7.2025 16:11
Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Nítján ára gömul kona fannst læst inni í kistu í Thuringenríki í Þýskalandi tveimur dögum eftir að lögregla hóf leit að henni. Konan komst lífs af en tveir eru í haldi vegna málsins. Erlent 10.7.2025 16:01
Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur nú birt samráðsgátt uppfærslu á verklagsreglum fyrir rafhlaupahjólaleigur. Samráðið stendur til 15. ágúst og er óskað eftir athugasemdum frá almenningi og hagaðilum. Í umsögnum er að finna ákall um safnstæði, aukinn sýnileika hjólanna og að ekki megi leggja þeim á hjóla- og göngustíga. Innlent 10.7.2025 15:41
Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar „Valkyrjur er algjört rangnefni,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í athyglisverðri athugasemd um það heiti sem valist hefur á konurnar þrjár sem leiða ríkisstjórn Íslands. Bendir Haraldur á að valkyrjur hafi í goðafræðinni það hlutverk að færa líkin af vígvellinum til Valhallar. Innlent 10.7.2025 15:15