Fréttir

Á­fram talinn van­hæfur til að taka sæti í ráðinu

Skrifstofustjóri borgarstjórnar Reykjavíkur telur ekki ástæðu til að uppfæra eldra minnisblað varðandi hæfi Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til að taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykavíkurborgar. Hann telst enn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu vegna stöðu sinnar innan íþróttafélagsins Fylkis.

Innlent

For­dæma á­rás á sjúkra­liða

Talsmenn Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans segja að dráp á átta sjúkraliðum á vegum samtakanna á Gasa-svæðinu sé svívirða. Níu manns voru að störfum í Rafah 23. mars síðastliðinn þegar árás var gerð á þá.

Erlent

Þrír fundust látnir í Noregi

Lögregla í Noregi hefur fundið tvo einstaklinga látna í húsi í bænum Lindesnes á suðurströnd Noregs. Þriðji maðurinn hefur svo fundist látinn í nágrannabænum Mandal og er grunur um að málin kunni að tengjast.

Erlent

„Margir sem ég þekki hafa þurft að yfir­gefa heimili sín“

Íslendingur í Bangkok segir fjölda vina sinna hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mjanmar fyrir helgi og fannst vel í nágrannaríkjum. Þungt sé yfir borginni, og íbúar óttaslegnir. Eftirskjálftar hafa gert björgunarstarf í Mjanmar erfitt.

Erlent

Trump „mjög reiður“ út í Pútín

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera mjög reiður út í Vladímír Pútín, forseta Rússlands, vegna árása Pútíns á trúverðugleika Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu. Trump hótar enn fleiri tollgjöldum skyldi Pútín ekki halda áfram í vopnahlésviðræðum.

Erlent

Trúverðug­leiki for­sætis­ráðherra sé í húfi

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum formann Samfylkingarinnar vera snúa út úr málflutningi stjórnarandstöðunnar í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Ýmislegt sé óskýrt varðandi aðkomu forsætisráðuneytisins í málinu. Hún sakar forsætisráðherra um að hafa farið með rangt mál í pontu Alþingis.

Innlent

Erfitt að átta sig á á­formum Trumps

Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum.

Erlent

„Sonur minn hjálpar mér að halda á­fram“

Faðir sem missti eiginkonu sína í árásum Rússa í Úkraínu segir sex ára son sinn hjálpa sér að halda áfram með lífið eftir hörmungarnar sem dunið hafa yfir. Það er hans heitasta ósk að stríðinu ljúki.

Erlent

Grænlandsheimsókn vara­for­seta og þrumu­veður

Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Grænlandsheimsókn varaforseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu fjaðrafoki og dönsk stjórnvöld telja freklega að sér vegið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Þremur vísað út af Land­spítalanum

Þremur einstaklingum var vísað út af Landspítalanum í dag af lögreglu. Maður sýndi ógnandi hegðun á bráðamóttökunni en tvö önnur voru í óleyfi á sjúkrahúsinu. 

Innlent

Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga

Sundlaugagestir í Salalaug í Kópavogi voru sendir inn vegna eldingar sem laust niður við sundlaugina. Allir gestirnir eru því í innilauginni og fólk sem var á leið ofan í fékk miða sína endurgreidda.

Veður

Stemningin farin ári fyrir stjórnar­slitin

Formaður Vinstri grænna segir það til umræðu að bjóða fram sameiginlegan lista með öðru stjórnmálaafli í næstu kosningum. Hún segir ríkisstjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki hafa verið lifandi dautt frá 2023.

Innlent

Arf­taki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing

Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina.

Innlent

Eina fjallamennskunámið leggst að ó­breyttu af

Eina fjallaleiðsögunámið á Íslandi mun að óbreyttu leggjast af næsta haust þar sem ekki hefur fundist varanleg fjármögnunarleið. Kennari við skólann segir stöðuna alvarlega, sérhæft fagnám í fjallaleiðsögn sé mikilvægur liður í að koma í veg fyrir slys í fjallaferðamennsku. 

Innlent

Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suður­landi

Byggðaþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu segir að eitthvað stórt eigi eftir að gerast í umferðinni á sínu atvinnusvæði vegna lélegra vega og samgangna. Fulltrúinn, sem býr í Þorlákshöfn taldi 150 holur í veginum á leið sinni í Aratungu í Bláskógabyggð en gafst þá upp að telja en þá átti viðkomandi samt eftir hálftíma í Aratungu

Innlent