Fréttir

Tollarnir til­efni til hvorra tveggja ör­væntingar og léttis

Fimmtán prósenta tollar á mestöllum útflutningi til Bandaríkjanna taka gildi á morgun og enn er óljóst hvort verndartollar verði lagðir á útflutning á járnblendi til Evrópusambandsins. Hagfræðingur segir Ísland sleppa vel en að tollarnir gætu haft áhrif á hagsæld okkar til lengri tíma.

Innlent

Segist eiga fund með Pútín

Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta.

Erlent

Vörðuóðir ferða­menn fremji náttúru­spjöll

Leiðsögumaður segir ferðamenn ekki átta sig á náttúruspjöllum sem þeir fremji með því að reisa vörður hvar sem þeir koma á landinu. Vörður hafa jafnvel verið reistar í miðborginni, komist ferðamennirnir í nógu marga steina.

Innlent

Húsvíkingur á Norður­pólnum segir sögu merkustu land­könnuða 20. aldar

Húsvíkingi hefur verið falið að segja heiminum söguna af því þegar tveir frægustu landkönnuðir 20. aldarinnar héldu í leiðangur á Norðurpólinn. Örlygur Hnefill Örlygsson er nú, ásamt afkomendum brautryðjendanna, í fimmtán daga leiðangri á pólnum þar sem hann fangar sögu þeirra í heimildarmynd. Fréttastofa fékk að kíkja í heimsókn hjá pólfaranum á Húsavík áður en hann fór í reisuna miklu.

Innlent

Ekki eigi að gera ein­stak­linga á­byrga fyrir gerðum ríkis­stjórnar

Gylfi Zoega sem stóð fyrir fyrirlestri ísraelsks hagfræðings á Þjóðminjasafninu í dag segir það hafa verið mat skipuleggjenda að ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrri að þeir geti lýst niðurstöðum rannsókna. Mótmælendur hleyptu upp fundinum áður en hann hófst.

Innlent

Tollahækkanirnar von­brigði og þrýstir á um fund sem fyrst

Forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi enn ekki hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld vegna boðaðra tollahækkanna sem taka gildi á morgun. Þrýst sé á að þær hefjist sem fyrst. Hækkanirnar séu vonbrigði. Hún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort Evrópusambandið setji verndartoll á járnblendi.

Innlent

For­sætis­ráð­herra ó­sátt með tolla og pólfarar á Húsa­vík

Fimmtán prósent tollar Bandaríkjanna á vörur innfluttar frá Íslandi taka gildi á morgun og atvinnurekendur lýsa áhyggjum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar og rætt við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra sem segir vonbrigðum með einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um tollana.

Innlent

Fimm her­menn skotnir á her­stöð

Loka þurfti stórum hluta herstöðvarinnar Fort Stewart í Georgíu í Bandaríkjunum í dag eftir að maður hóf þar skothríð á hermenn. Fimm hermenn voru skotnir af árásarmanninum, sem var svo handsamaður.

Erlent

Fyrir­lestri ísraelsks fræði­manns af­lýst eftir skamma stund

Fyrirlestri starfsmanns við Bar-Ilan háskólann í Ísrael á Þjóðminjasafninu var aflýst um tuttugu mínútum eftir að hann átti að hefjast í dag. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og mótmælti því að starfsmaður við stofnun sem styðji Ísraelsher opinberlega flytti fyrirlesturinn. 

Innlent

Stefnir í kjördæmastríð í Banda­ríkjunum?

Tilraun Repúblikana til að gjörbreyta kjördæmum Texas, að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að styrkja stöðu flokksins í ríkinu gæti haft miklar afleiðingar. Víða í ríkjum Bandaríkjanna, hvort sem þeim er stjórnað af Repúblikönum eða Demókrötum, er til skoðunar að grípa til sambærilegra aðgerða.

Erlent

Fjar­lægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“

Framkvæmdastjóri Rafmenntar segir nöfn fyrrverandi starfsmanna við Kvikmyndaskólann hafa verið fjarlægð af vefsíðu skólans þá og þegar hann sá ásakanir þeirra um að nöfn þeirra væru notuð að þeim forspurðum til að auglýsa skólann. Hann furðar sig á því að þau hafi ekki haft samband við hann beint heldur farið beint með mál sitt til fjölmiðla.

Innlent

Nýr for­seti Pól­lands vill draga úr á­hrifum ESB

Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi þjóðernissinnaða stjórnarandstöðuflokksins Lög og réttlæti sór í morgun embættiseið sem nýkjörinn forseti Póllands. Sem slíkur hefur hann vald til að hafa áhrif á utanríkisstefnu og beita neitunarvaldi gegn lögum.

Erlent

Stendur í vegi rann­sóknar á milljarða svika­myllu

Grískir ráðherrar og háttsettir embættismenn eru grunaðir um að hafa svikið hundruð milljóna evra í formi landbúnaðarstyrkja frá Evrópusambandinu. Ólíklegt þykir að þeir verði sóttir til saka þar sem Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, stendur í vegi rannsóknar.

Erlent

Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum að­gerðum í Reynisfjöru

Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða.

Innlent