Fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta áformum um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa keyrt málið í gegn án samráðs við nokkurn mann nema Mjólkursamsöluna og Bændasamtökin. Innlent 22.2.2025 15:56 Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsóknarflokki hafa lagt fram beiðni um skýrslu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lokun austur/vesturbrautar Reykjavíkurflugvallar. Innlent 22.2.2025 14:49 Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. Innlent 22.2.2025 13:55 Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Tíu ára stelpa frá Vík í Mýrdal tekur þátt í úrslitakeppni barna í Eurovision, sem fer fram í Danmörku í kvöld í beinni útsendingu í Danska ríkissjónvarpinu. Stelpan ásamt danskri vinkonu sinni sömdu bæði lag og texta lagsins, sem þær flytja í átta manna úrslitum keppninnar en alls tóku um 750 börn þátt í undankeppninni. Innlent 22.2.2025 13:04 Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Landsfundur Flokks fólksins hefur lagt blessun sína yfir breytingar á samþykktum flokksins sem gera honum kleift að verða skráður sem stjórnmálasamtök hjá skattinum. Styrkjamálinu svokallaða er því lokið af hálfu flokksins, að sögn framkvæmdastjóra. Innlent 22.2.2025 12:24 Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþngis að hún fari fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Það sé með öllu óásættanlegt að flugbrautinni hafi verið lokað. Innlent 22.2.2025 12:21 Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún fari fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á aðdraganda þess að annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað. Málið sé með öllu óásættanlegt. Innlent 22.2.2025 11:43 Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Stjórn Kennarasambandsins hefur skorað á fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá sinni afstöðu til innanhústillögu ríkissáttasemjara. Sveitarfélögin höfnuðu innanhústillögu ríkissáttasemjara í gær, en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og formaður SÍF, hefur sagst hafa stutt tillöguna. Innlent 22.2.2025 11:10 Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra. Erlent 22.2.2025 10:07 Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Pólsk kona sem hefur haldið því fram að hún sé Madeleine McCann, bresk stúlka sem hvarf árið 2007 úr fjölskyldufríi á Portúgal, er grunuð um umsáturseinelti sem beinist að McCann-fjölskyldunni. Erlent 22.2.2025 09:37 „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Ásgeir Tranberg varð fyrir hrottalegu ofbeldi af hálfu föður síns sem barn. Fjallað var um málið í fjölmiðlum á sínum tíma og kom þá meðal annars fram að um væri að ræða eitt alvarlegasta barnaverndarmál síðari ára. Faðir hans var á endanum dæmdur í tveggja ára fangelsi. Ásgeir varð jafnframt fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu fleiri en eins manns - sambýlismanna móður sinnar. Hann hefur alla tíð átt erfitt með að sætta sig við viðbrögð fagaðila og heilbrigðiskerfisins eftir að hann greindi frá kynferðisofbeldinu. Innlent 22.2.2025 08:04 Slydda og snjókoma fyrir norðan Nú er lægð norður af Langanesi og liggur úrkomusvæði frá henni yfir Norður- og Norðausturlandi. Þar má búast við slyddu eða snjókomu fram eftir degi, ásamt vestlægum kalda eða strekkingi og hita nálægt frostmarki. Veður 22.2.2025 07:43 Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að aðstoða mann í gærkvöld eða nótt vegna þess að hann hafði fest sig úti í fjöru við utanvegaakstur. Innlent 22.2.2025 07:30 Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir og landeigendur Heiðarlands Vogajarða í Sveitarfélaginu Vogum hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu verslunar- og þjónustukjarna við gatnamót Reykjanesbrautar og Vogavegar. Innlent 21.2.2025 23:23 Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Magnea Arnardóttir leikskólakennari sagði upp starfi sínu á leikskólanum Rauðhóli eftir tíðindi dagsins í kjaradeilu kennara. Hún telur að fleiri munu fara sömu leið. Innlent 21.2.2025 23:02 „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust milli flokkanna fimm. Innlent 21.2.2025 20:49 Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. Innlent 21.2.2025 20:03 Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Kennarar gengu út úr kennslustofum í nokkrum skólum í dag í mótmælaskyni eftir að sveitarfélögin höfnuðu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilunni. Við heyrum í nokkrum kennurum, nemendum og foreldrum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins í myndver og fer yfir stöðuna í lok dags. Innlent 21.2.2025 18:00 Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fjöldi kennara minnti á kjarabaráttu sína bæði á pöllunum í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og sömuleiðis fyrir utan húsið. Kjaradeila kennara er í hnút eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði tillögu sáttasemjara í hádeginu í dag. Nýr borgarstjóri og formaður sambandsins segist hafa stutt tillögu sáttasemjara og skoði sín mál. Innlent 21.2.2025 16:58 Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Fjórmenningarnir Elín Rósa Sigurðardóttir, Jónas G. Allansson, María Mjöll Jónsdóttir og Ragnar G. Kristjánsson hafa verið skipuð í embætti sendiherra, en án staðarákvörðunar. Innlent 21.2.2025 16:52 „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Skólastjórnendur Vogaskóla í Reykjavík hafa sent foreldrum nemenda tölvupóst vegna umfjöllunar Kveiks um ofbeldi innan skólans. Þar segir að skólastjórnendur hafi farið í alla bekki unglingadeildar og rætt um efni þáttarins. Innlent 21.2.2025 16:26 Svona skipta oddvitarnir stólunum Heiða Björg Hilmisdóttir verður borgarstjóri í samstarfi Samfylkingar, Sósíalista, Pírata, Vinstri grænna, og Flokks fólksins. Sanna Magdalena Mörtudóttir verður forseti borgarstjórnar og formaður velferðarráðs og Líf Magneudóttir verður formaður borgarráðs. Innlent 21.2.2025 15:54 Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segist hafa kynnt ríkissáttasemjara að þeim litist ekki á innanhússtillögu hans á fundi sem fram fór í gær. Innlent 21.2.2025 15:36 Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sent starfsfólki Ríkisútvarpsins tölvupóst þar sem hann fer lauslega yfir hið svokallaða „byrlunarmál“ og segir Morgunblaðið fara í veigamiklum atriðum með fleipur. Innlent 21.2.2025 15:24 Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Skólastjóri Laugalækjarskóla hefur tilkynnt forráðamönnum barna við skólann að á upptökum úr öryggismyndavélum sjáist ókunnugur fullorðinn maður kasta tösku upp á syllu á þaki skólans, um klukkan 16 á fimmtudag síðustu viku. Í töskunni hafi skotvopnið verið, sem nemendur skólans fundu. Innlent 21.2.2025 15:01 „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Íris Björk Eysteinsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hörðuvallaskóla, segir stjórnendur skólans standa með kennurum. Margir þeirra hafa lagt niður störf í dag í kjölfar þess að kjarasamningur sem Ríkissáttasemjari hafði lagt til var hafnað af Sveitarfélögunum. Innlent 21.2.2025 14:43 Skilur vel reiðina sem blossi upp Formaður Félags grunnskólakennara segist hafa fullan skilning á því að kennarar treysti sér ekki til kennslu eftir hádegið í dag eftir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hafi þó ekki vitað af skipulagðri útgöngu kennara víða um landið. Innlent 21.2.2025 14:25 Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Ítrekaðar aftökur rússneskra hermanna á úkraínskum stríðsföngum eru líklega kerfisbundnar en ekki einangruð atvik. Vekur það spurningar um afstöðu og aðkomu yfirmanna rússneska hersins og yfirvalda í Kreml. Erlent 21.2.2025 14:12 Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Formaður Kennarasambands Íslands klórar sér í kollinum yfir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafni nú forsenduákvæði í tillögu ríkissáttasemjara sem sambandið samþykkti í janúar. Hann segir útgöngu kennara víða um land í dag hafa verið alfarið án hans vitneskju. Innlent 21.2.2025 14:04 Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Ekki var hægt að lenda Airbus-farþegaþotu Icelandair í þoku í Osló í morgun vegna þess að flugmenn félagsins eru enn í þjálfun á vélunum sem félagið tók nýlega í notkun. Farþegum var boðið að stíga frá borði í Stokkhólmi eða fljúga aftur heim til Íslands. Innlent 21.2.2025 14:04 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta áformum um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa keyrt málið í gegn án samráðs við nokkurn mann nema Mjólkursamsöluna og Bændasamtökin. Innlent 22.2.2025 15:56
Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsóknarflokki hafa lagt fram beiðni um skýrslu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lokun austur/vesturbrautar Reykjavíkurflugvallar. Innlent 22.2.2025 14:49
Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. Innlent 22.2.2025 13:55
Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Tíu ára stelpa frá Vík í Mýrdal tekur þátt í úrslitakeppni barna í Eurovision, sem fer fram í Danmörku í kvöld í beinni útsendingu í Danska ríkissjónvarpinu. Stelpan ásamt danskri vinkonu sinni sömdu bæði lag og texta lagsins, sem þær flytja í átta manna úrslitum keppninnar en alls tóku um 750 börn þátt í undankeppninni. Innlent 22.2.2025 13:04
Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Landsfundur Flokks fólksins hefur lagt blessun sína yfir breytingar á samþykktum flokksins sem gera honum kleift að verða skráður sem stjórnmálasamtök hjá skattinum. Styrkjamálinu svokallaða er því lokið af hálfu flokksins, að sögn framkvæmdastjóra. Innlent 22.2.2025 12:24
Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþngis að hún fari fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Það sé með öllu óásættanlegt að flugbrautinni hafi verið lokað. Innlent 22.2.2025 12:21
Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún fari fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á aðdraganda þess að annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað. Málið sé með öllu óásættanlegt. Innlent 22.2.2025 11:43
Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Stjórn Kennarasambandsins hefur skorað á fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá sinni afstöðu til innanhústillögu ríkissáttasemjara. Sveitarfélögin höfnuðu innanhústillögu ríkissáttasemjara í gær, en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og formaður SÍF, hefur sagst hafa stutt tillöguna. Innlent 22.2.2025 11:10
Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra. Erlent 22.2.2025 10:07
Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Pólsk kona sem hefur haldið því fram að hún sé Madeleine McCann, bresk stúlka sem hvarf árið 2007 úr fjölskyldufríi á Portúgal, er grunuð um umsáturseinelti sem beinist að McCann-fjölskyldunni. Erlent 22.2.2025 09:37
„Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Ásgeir Tranberg varð fyrir hrottalegu ofbeldi af hálfu föður síns sem barn. Fjallað var um málið í fjölmiðlum á sínum tíma og kom þá meðal annars fram að um væri að ræða eitt alvarlegasta barnaverndarmál síðari ára. Faðir hans var á endanum dæmdur í tveggja ára fangelsi. Ásgeir varð jafnframt fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu fleiri en eins manns - sambýlismanna móður sinnar. Hann hefur alla tíð átt erfitt með að sætta sig við viðbrögð fagaðila og heilbrigðiskerfisins eftir að hann greindi frá kynferðisofbeldinu. Innlent 22.2.2025 08:04
Slydda og snjókoma fyrir norðan Nú er lægð norður af Langanesi og liggur úrkomusvæði frá henni yfir Norður- og Norðausturlandi. Þar má búast við slyddu eða snjókomu fram eftir degi, ásamt vestlægum kalda eða strekkingi og hita nálægt frostmarki. Veður 22.2.2025 07:43
Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að aðstoða mann í gærkvöld eða nótt vegna þess að hann hafði fest sig úti í fjöru við utanvegaakstur. Innlent 22.2.2025 07:30
Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir og landeigendur Heiðarlands Vogajarða í Sveitarfélaginu Vogum hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu verslunar- og þjónustukjarna við gatnamót Reykjanesbrautar og Vogavegar. Innlent 21.2.2025 23:23
Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Magnea Arnardóttir leikskólakennari sagði upp starfi sínu á leikskólanum Rauðhóli eftir tíðindi dagsins í kjaradeilu kennara. Hún telur að fleiri munu fara sömu leið. Innlent 21.2.2025 23:02
„Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust milli flokkanna fimm. Innlent 21.2.2025 20:49
Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. Innlent 21.2.2025 20:03
Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Kennarar gengu út úr kennslustofum í nokkrum skólum í dag í mótmælaskyni eftir að sveitarfélögin höfnuðu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilunni. Við heyrum í nokkrum kennurum, nemendum og foreldrum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins í myndver og fer yfir stöðuna í lok dags. Innlent 21.2.2025 18:00
Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fjöldi kennara minnti á kjarabaráttu sína bæði á pöllunum í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og sömuleiðis fyrir utan húsið. Kjaradeila kennara er í hnút eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði tillögu sáttasemjara í hádeginu í dag. Nýr borgarstjóri og formaður sambandsins segist hafa stutt tillögu sáttasemjara og skoði sín mál. Innlent 21.2.2025 16:58
Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Fjórmenningarnir Elín Rósa Sigurðardóttir, Jónas G. Allansson, María Mjöll Jónsdóttir og Ragnar G. Kristjánsson hafa verið skipuð í embætti sendiherra, en án staðarákvörðunar. Innlent 21.2.2025 16:52
„Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Skólastjórnendur Vogaskóla í Reykjavík hafa sent foreldrum nemenda tölvupóst vegna umfjöllunar Kveiks um ofbeldi innan skólans. Þar segir að skólastjórnendur hafi farið í alla bekki unglingadeildar og rætt um efni þáttarins. Innlent 21.2.2025 16:26
Svona skipta oddvitarnir stólunum Heiða Björg Hilmisdóttir verður borgarstjóri í samstarfi Samfylkingar, Sósíalista, Pírata, Vinstri grænna, og Flokks fólksins. Sanna Magdalena Mörtudóttir verður forseti borgarstjórnar og formaður velferðarráðs og Líf Magneudóttir verður formaður borgarráðs. Innlent 21.2.2025 15:54
Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segist hafa kynnt ríkissáttasemjara að þeim litist ekki á innanhússtillögu hans á fundi sem fram fór í gær. Innlent 21.2.2025 15:36
Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sent starfsfólki Ríkisútvarpsins tölvupóst þar sem hann fer lauslega yfir hið svokallaða „byrlunarmál“ og segir Morgunblaðið fara í veigamiklum atriðum með fleipur. Innlent 21.2.2025 15:24
Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Skólastjóri Laugalækjarskóla hefur tilkynnt forráðamönnum barna við skólann að á upptökum úr öryggismyndavélum sjáist ókunnugur fullorðinn maður kasta tösku upp á syllu á þaki skólans, um klukkan 16 á fimmtudag síðustu viku. Í töskunni hafi skotvopnið verið, sem nemendur skólans fundu. Innlent 21.2.2025 15:01
„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Íris Björk Eysteinsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hörðuvallaskóla, segir stjórnendur skólans standa með kennurum. Margir þeirra hafa lagt niður störf í dag í kjölfar þess að kjarasamningur sem Ríkissáttasemjari hafði lagt til var hafnað af Sveitarfélögunum. Innlent 21.2.2025 14:43
Skilur vel reiðina sem blossi upp Formaður Félags grunnskólakennara segist hafa fullan skilning á því að kennarar treysti sér ekki til kennslu eftir hádegið í dag eftir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hafi þó ekki vitað af skipulagðri útgöngu kennara víða um landið. Innlent 21.2.2025 14:25
Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Ítrekaðar aftökur rússneskra hermanna á úkraínskum stríðsföngum eru líklega kerfisbundnar en ekki einangruð atvik. Vekur það spurningar um afstöðu og aðkomu yfirmanna rússneska hersins og yfirvalda í Kreml. Erlent 21.2.2025 14:12
Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Formaður Kennarasambands Íslands klórar sér í kollinum yfir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafni nú forsenduákvæði í tillögu ríkissáttasemjara sem sambandið samþykkti í janúar. Hann segir útgöngu kennara víða um land í dag hafa verið alfarið án hans vitneskju. Innlent 21.2.2025 14:04
Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Ekki var hægt að lenda Airbus-farþegaþotu Icelandair í þoku í Osló í morgun vegna þess að flugmenn félagsins eru enn í þjálfun á vélunum sem félagið tók nýlega í notkun. Farþegum var boðið að stíga frá borði í Stokkhólmi eða fljúga aftur heim til Íslands. Innlent 21.2.2025 14:04