Þátturinn var í beinni útsendingu á nýju hóteli, Hótel Reykjavík Saga. Sigga Beinteins var sátt með framlag okkar Íslendinga í Eurovisionkeppnina en lagið Power með Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppnina um síðustu helgi.
„Ég held að þetta lag sé það lag sem á mestan möguleika á því að komast upp úr undankeppninni og ég hef sagt það allan tímann,“ segir Sigga.
Bæði vöru þau spurð hvað væri þeirra uppáhalds Eurovision lag allra tíma og voru þau í vandræðum með að svara þeirri spurningu.
„Nína er enn æðislegt lag og lifir ótrúlega góðu lífi,“ segir Sigga og bætir við. „Ég á rosalega erfitt með að velja á milli laga.“
En Íslendingar voru aftur á móti spurðir að sömu spurningu í Kringlunni í vikunni og þá komu fram nokkuð skemmtileg svör. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni þar sem einnig er rætt við Þórhall Þórhallsson sem er um þessar mundir með uppistandssýningu í Sykursalnum en hann heldur nú upp á tuttugu ára uppistandsafmæli.