VR-ingar þurfa ábyrgan formann Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar 9. mars 2023 16:31 Nú er formannskjör hafið í VR eins og kunnugt er. Sitjandi formaður sækist enn og aftur eftir endurkjöri þó að erindi hans í formannsstólinn sé satt að segja ekki mjög ljóst. Áhugasvið formannsins er þröngt og beinist nær eingöngu að húsnæðismálum og lífeyrissjóðsmálum. Enda þótt bráðar úrlausnir á húsnæðismarkaði séu sannarlega mjög brýnt verkefni þá þarf formaður í svo stóru stéttarfélagi eins og VR líka að gefa gaum að mörgu fleira. Formennsku í VR fylgir mikil ábyrgð og áhrifavald og þar hefur sitjandi formaður brugðist að undanförnu. Hann hafði til dæmis ekki dug í sér að fordæma hópuppsögn VR-félaga á skrifstofu Eflingar, þagði þunnu hljóði og lét fjölmiðlamenn ekki ná til sín. Hann hefur löngum gert mjög lítið úr hlutverki ASÍ og talað um að draga þyrfti verslunarmenn út úr sambandinu. Það kom því meira en lítið á óvart þegar hann vildi sjálfur skyndilega setjast í forsetastólinn hjá ASÍ til að sameina fylkingar og “stilla saman strengi”. En það fór nú þannig að hann guggnaði á framboði sínu á miðju ASÍ-þingi og skildi samherja sína í hreyfingunni eftir í hálfgerðu rugli í aðdraganda kjarasamninga, einmitt þegar mikið lá við að sýna samstöðu. Hringlandaháttur formannsins og flótti við gerð nýlegra kjarasamninga er síðan alkunnur. Slíkur leiðtogi er ekki heppilegur. Mikilvægt er fyrir VR-inga að nýta það tækifæri sem nú fæst í formannskjörinu og kjósa Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda sem hyggst einbeita sér af alefli að brýnum hagsmunum verslunar- og skrifstofufólks í vinnuumhverfi sem verður æ flóknara og alþjóðlegra, frambjóðanda sem vill leitast við að efla samstöðu innan VR og innan verkalýðshreyfingarinnar í heild í stað þeirrar sundrungar sem nú ríkir í hreyfingunni. Elva Hrönn leggur áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og vill stofna ungliðaráð innan VR og gefa þannig ungu fólki enn meira vægi en áður innan félagsins. Það er skynsamleg stefna því að ungt fólk er meirihluti félagsfólks. Ég hef verið svo heppin að kynnast báðum formannsframbjóðendunum og kostum þeirra en eins og málum er háttað mun Elva Hrönn Hjartardóttir fá mitt atkvæði því hún hefur víða sýn á þarfir og verkefni VR og skynjar leiðandi stöðu félagsins á vinnumarkaði, hún kann líka að hlusta á fólk og vinna með fólki sem mun koma sér vel í þeim vandasömu og hugsanlega afdrifaríku kjarasamningsviðræðum sem framundan eru á vinnumarkaði. Ég hef fulla trú á því að Elva Hrönn verði öflugur leiðtogi sem formaður VR og vil hvetja VR-félaga til að kynna sér áherslur og stefnumál hennar. Vonandi verðið þið sammála mér og kjósið Elvu Hrönn sem formann VR í kosningunum sem nú standa yfir. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er formannskjör hafið í VR eins og kunnugt er. Sitjandi formaður sækist enn og aftur eftir endurkjöri þó að erindi hans í formannsstólinn sé satt að segja ekki mjög ljóst. Áhugasvið formannsins er þröngt og beinist nær eingöngu að húsnæðismálum og lífeyrissjóðsmálum. Enda þótt bráðar úrlausnir á húsnæðismarkaði séu sannarlega mjög brýnt verkefni þá þarf formaður í svo stóru stéttarfélagi eins og VR líka að gefa gaum að mörgu fleira. Formennsku í VR fylgir mikil ábyrgð og áhrifavald og þar hefur sitjandi formaður brugðist að undanförnu. Hann hafði til dæmis ekki dug í sér að fordæma hópuppsögn VR-félaga á skrifstofu Eflingar, þagði þunnu hljóði og lét fjölmiðlamenn ekki ná til sín. Hann hefur löngum gert mjög lítið úr hlutverki ASÍ og talað um að draga þyrfti verslunarmenn út úr sambandinu. Það kom því meira en lítið á óvart þegar hann vildi sjálfur skyndilega setjast í forsetastólinn hjá ASÍ til að sameina fylkingar og “stilla saman strengi”. En það fór nú þannig að hann guggnaði á framboði sínu á miðju ASÍ-þingi og skildi samherja sína í hreyfingunni eftir í hálfgerðu rugli í aðdraganda kjarasamninga, einmitt þegar mikið lá við að sýna samstöðu. Hringlandaháttur formannsins og flótti við gerð nýlegra kjarasamninga er síðan alkunnur. Slíkur leiðtogi er ekki heppilegur. Mikilvægt er fyrir VR-inga að nýta það tækifæri sem nú fæst í formannskjörinu og kjósa Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda sem hyggst einbeita sér af alefli að brýnum hagsmunum verslunar- og skrifstofufólks í vinnuumhverfi sem verður æ flóknara og alþjóðlegra, frambjóðanda sem vill leitast við að efla samstöðu innan VR og innan verkalýðshreyfingarinnar í heild í stað þeirrar sundrungar sem nú ríkir í hreyfingunni. Elva Hrönn leggur áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og vill stofna ungliðaráð innan VR og gefa þannig ungu fólki enn meira vægi en áður innan félagsins. Það er skynsamleg stefna því að ungt fólk er meirihluti félagsfólks. Ég hef verið svo heppin að kynnast báðum formannsframbjóðendunum og kostum þeirra en eins og málum er háttað mun Elva Hrönn Hjartardóttir fá mitt atkvæði því hún hefur víða sýn á þarfir og verkefni VR og skynjar leiðandi stöðu félagsins á vinnumarkaði, hún kann líka að hlusta á fólk og vinna með fólki sem mun koma sér vel í þeim vandasömu og hugsanlega afdrifaríku kjarasamningsviðræðum sem framundan eru á vinnumarkaði. Ég hef fulla trú á því að Elva Hrönn verði öflugur leiðtogi sem formaður VR og vil hvetja VR-félaga til að kynna sér áherslur og stefnumál hennar. Vonandi verðið þið sammála mér og kjósið Elvu Hrönn sem formann VR í kosningunum sem nú standa yfir. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun