Bjarki heldur ótrauður áfram eftir hrottalega lendingu Snorri Másson skrifar 10. mars 2023 09:00 Í Íslandi í dag var rætt við Bjarka Harðarson, BMX-kappa, sem hefur að undanförnu verið að gera garðinn frægan í Flórída. Í innslaginu hér að ofan má sjá tilraunir hans, heppnaðar og misheppnaðar, til að standast lykiláskorun á hátíð sem heitir Swampfest. Áskorunin felst í að renna sér á BMX-hjóli eftir handriði sem stendur í nokkurri hæð yfir gruggugum drullupolli. Maður þarf að fara eftir riðinu frá upphafi til enda og lenda á báðum dekkjum hinum megin. Vegna árangurs síns í þessari þraut hefur Bjarki síðustu tvær hátíðir verið krýndur konungur leiksins. Bjarki Harðarson hefur verið á BMX-hjóli frá því að hann var barn. Hér er hann á Swampfest árið 2019, árið sem hann vann fyrst aðalþrautina. Hann hefur heimsótt hátíðina hvert ár síðan, fyrir utan faraldur.Instagram En ekki í ár. „Ég hoppaði á það, náði 85% af því og allir verða trylltir. Svo reyni ég aftur, hoppa upp á og misreikna mig, afturdekkið fer í kantinn. Og ég tek svona tvo þriðju af handriðinu bara á hnetunum,“ segir Bjarki. Þar vísar hann til viðkvæms svæðis á líkama sínum sem í þessu atviki tekur umtalsvert sársaukafullt högg. Vísast til myndbandsins hér að ofan til að sjá þetta atvikast og það er ekki fyrir viðkvæma. Bjarki sýnir yfirgengilegt hugrekki ef svo má segja þegar hann ræðst til atlögu við þrautina í ár, 2023. Honum verður þó illa ágengt eins og sjá má í innslaginu hér að ofan.Vísir/Youtube Þrátt fyrir að árangurinn hafi ekki verið betri en þetta í ár, nýtur Bjarki sín í botn á meðal Bandaríkjamanna í Flórída. Þar er hann víkingurinn, tæpir tveir metrar á hæð, og hefur því nokkra sérstöðu. Menningarmunurinn er talsverður og má þar til dæmis nefna heilbrigðismálin, en ekki er að sjá að öryggi sé haft að leiðarljósi á Swampfest. Þar bætir ekki úr skák að ekki allir hjólagarpar virðast tryggðir og þegar Bjarki býðst til að hringja á sjúkrabíl fyrir mann og annan, er lagt blátt bann við því. Það er svo dýrt. Þetta eru þó jaðartilvik vonandi. Bjarka vegnar sífellt betur sem hálfgerðum atvinnumanni á BMX-hjóli. Stuðningsaðilarnir eru orðnir nokkrir og í Flórída heldur hann einnig til fundar við þá. Í vinnslu er til að mynda sérstakt Víkingastell fyrir BMX-hjól, sem kennt er við Bjarka. Hjólabretti Hjólreiðar Bandaríkin Tengdar fréttir „Það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt“ Bjarki Harðarson er 23 ára Kópavogsbúi sem hefur verið að gera það gott í jaðaríþróttinni sem kennd er við BMX, en það eru reiðhjól sem urðu fyrst vinsæl í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hefur sportið verið í stöðugri þróun síðan. 6. maí 2021 10:38 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Áskorunin felst í að renna sér á BMX-hjóli eftir handriði sem stendur í nokkurri hæð yfir gruggugum drullupolli. Maður þarf að fara eftir riðinu frá upphafi til enda og lenda á báðum dekkjum hinum megin. Vegna árangurs síns í þessari þraut hefur Bjarki síðustu tvær hátíðir verið krýndur konungur leiksins. Bjarki Harðarson hefur verið á BMX-hjóli frá því að hann var barn. Hér er hann á Swampfest árið 2019, árið sem hann vann fyrst aðalþrautina. Hann hefur heimsótt hátíðina hvert ár síðan, fyrir utan faraldur.Instagram En ekki í ár. „Ég hoppaði á það, náði 85% af því og allir verða trylltir. Svo reyni ég aftur, hoppa upp á og misreikna mig, afturdekkið fer í kantinn. Og ég tek svona tvo þriðju af handriðinu bara á hnetunum,“ segir Bjarki. Þar vísar hann til viðkvæms svæðis á líkama sínum sem í þessu atviki tekur umtalsvert sársaukafullt högg. Vísast til myndbandsins hér að ofan til að sjá þetta atvikast og það er ekki fyrir viðkvæma. Bjarki sýnir yfirgengilegt hugrekki ef svo má segja þegar hann ræðst til atlögu við þrautina í ár, 2023. Honum verður þó illa ágengt eins og sjá má í innslaginu hér að ofan.Vísir/Youtube Þrátt fyrir að árangurinn hafi ekki verið betri en þetta í ár, nýtur Bjarki sín í botn á meðal Bandaríkjamanna í Flórída. Þar er hann víkingurinn, tæpir tveir metrar á hæð, og hefur því nokkra sérstöðu. Menningarmunurinn er talsverður og má þar til dæmis nefna heilbrigðismálin, en ekki er að sjá að öryggi sé haft að leiðarljósi á Swampfest. Þar bætir ekki úr skák að ekki allir hjólagarpar virðast tryggðir og þegar Bjarki býðst til að hringja á sjúkrabíl fyrir mann og annan, er lagt blátt bann við því. Það er svo dýrt. Þetta eru þó jaðartilvik vonandi. Bjarka vegnar sífellt betur sem hálfgerðum atvinnumanni á BMX-hjóli. Stuðningsaðilarnir eru orðnir nokkrir og í Flórída heldur hann einnig til fundar við þá. Í vinnslu er til að mynda sérstakt Víkingastell fyrir BMX-hjól, sem kennt er við Bjarka.
Hjólabretti Hjólreiðar Bandaríkin Tengdar fréttir „Það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt“ Bjarki Harðarson er 23 ára Kópavogsbúi sem hefur verið að gera það gott í jaðaríþróttinni sem kennd er við BMX, en það eru reiðhjól sem urðu fyrst vinsæl í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hefur sportið verið í stöðugri þróun síðan. 6. maí 2021 10:38 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
„Það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt“ Bjarki Harðarson er 23 ára Kópavogsbúi sem hefur verið að gera það gott í jaðaríþróttinni sem kennd er við BMX, en það eru reiðhjól sem urðu fyrst vinsæl í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hefur sportið verið í stöðugri þróun síðan. 6. maí 2021 10:38