Hvað má bylting á sviði læknavísinda kosta? Jakob Falur Garðarsson skrifar 8. mars 2023 09:00 Við spurningunni um hvers virði er góð heilsa kynnu margir að segja að hún sé ómetanleg. Þegar fram eru komin lyf sem læknað geta áður ólæknanlega sjúkdóma, jafnvel erfðatengda og meðfædda sem annars hefðu háð einstaklingnum alla ævi og hamlað hefðbundinni þátttöku í samfélaginu, kann að þurfa að hnika svarinu í átt að krónu og aurum. Þar er í komið inn á svið siðferði og í sumum tilvikum allt að því harðneskjulegu mati á kostnaði heilbrigðiskerfa og samfélagslegrar virðisrýrnunar við umönnun einstaklings í einhverja áratugi, á móti upphafskostnaði við læknismeðferð. Þau eru ekki öfundsverð sem þurfa að stunda slíkan útreikning. Spurningin er þá orðin: Hvers virði er heilbrigt líf? Vel þekkt er hversu flókin, tímafrek og kostnaðarsöm þróun nýrra lyfja er. Sá kostnaður verður umtalsvert hærri þegar um er að ræða lyf sem ekki eru ætluð til meðferðar stórra sjúklingahópa, heldur eru jafnvel sniðin að hverjum og einum einstaklingi fyrir sig, líkt og tilfellið er með svokallaða gena- og frumumeðferð, eða ATMP, sem stendur fyrir Advanced Therapy Medicinal Products. ATMP gena- og frumumeðferðum hefur verið líkt við byltingu í lyfjavísindum. Eðli málsins samkvæmt er kostnaður við þessi nýju meðferðarúrræði mishár, en hann getur hlaupið á tugum og jafnvel hundruðum milljóna króna. Þá eru sjúkdómarnir sem fengist er við misjafnir og fólki mishamlandi. Frumtök, heilbrigðisráðuneytið og Landspítali bjóða til ráðstefnu um málefnið næsta mánudag. Sérfræðingar, bæði innlendir og erlendir, koma þá saman og fjalla um meðferðarúrræði og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á þessu sviði. Ekki verður undan því vikist að ræða þar líka siðferðileg álitamál í tengslum við kostnaðinn við að tryggja fólki heilsu og lífsgæði og taka fulltrúar stjórnmálanna til viðbótar við fyrirlesara þátt í umræðum í lok dagskrár. Fjármögnun heilbrigðiskerfisins er sífelld áskorun og sú tilhugsun er erfið að vegna kostnaðar gæti þurft að neita fólki um lækningu sem fram er komin á hamlandi sjúkdómum. En komi til þess verður það vonandi bara um skamman tíma. Í gegnum tíðina höfum við jú almennt séð þá þróun að ný og dýr meðferðarúrræði koma til sögunnar, sem hafa svo lækkað í verði eftir því sem tækni þróast og skilningur á notkun þeirra eykst. Sjálfsagt sjáum við sömu þróun varðandi þessi nýju meðferðarúrræði, en þó er hér vissulega um að ræða áskorun sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna, þar sem fyrirlesarar varpa ljósi á ýmsa þætti gena- og frumumeðferðar, er að finna á heimasíðu Frumtaka. Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við spurningunni um hvers virði er góð heilsa kynnu margir að segja að hún sé ómetanleg. Þegar fram eru komin lyf sem læknað geta áður ólæknanlega sjúkdóma, jafnvel erfðatengda og meðfædda sem annars hefðu háð einstaklingnum alla ævi og hamlað hefðbundinni þátttöku í samfélaginu, kann að þurfa að hnika svarinu í átt að krónu og aurum. Þar er í komið inn á svið siðferði og í sumum tilvikum allt að því harðneskjulegu mati á kostnaði heilbrigðiskerfa og samfélagslegrar virðisrýrnunar við umönnun einstaklings í einhverja áratugi, á móti upphafskostnaði við læknismeðferð. Þau eru ekki öfundsverð sem þurfa að stunda slíkan útreikning. Spurningin er þá orðin: Hvers virði er heilbrigt líf? Vel þekkt er hversu flókin, tímafrek og kostnaðarsöm þróun nýrra lyfja er. Sá kostnaður verður umtalsvert hærri þegar um er að ræða lyf sem ekki eru ætluð til meðferðar stórra sjúklingahópa, heldur eru jafnvel sniðin að hverjum og einum einstaklingi fyrir sig, líkt og tilfellið er með svokallaða gena- og frumumeðferð, eða ATMP, sem stendur fyrir Advanced Therapy Medicinal Products. ATMP gena- og frumumeðferðum hefur verið líkt við byltingu í lyfjavísindum. Eðli málsins samkvæmt er kostnaður við þessi nýju meðferðarúrræði mishár, en hann getur hlaupið á tugum og jafnvel hundruðum milljóna króna. Þá eru sjúkdómarnir sem fengist er við misjafnir og fólki mishamlandi. Frumtök, heilbrigðisráðuneytið og Landspítali bjóða til ráðstefnu um málefnið næsta mánudag. Sérfræðingar, bæði innlendir og erlendir, koma þá saman og fjalla um meðferðarúrræði og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á þessu sviði. Ekki verður undan því vikist að ræða þar líka siðferðileg álitamál í tengslum við kostnaðinn við að tryggja fólki heilsu og lífsgæði og taka fulltrúar stjórnmálanna til viðbótar við fyrirlesara þátt í umræðum í lok dagskrár. Fjármögnun heilbrigðiskerfisins er sífelld áskorun og sú tilhugsun er erfið að vegna kostnaðar gæti þurft að neita fólki um lækningu sem fram er komin á hamlandi sjúkdómum. En komi til þess verður það vonandi bara um skamman tíma. Í gegnum tíðina höfum við jú almennt séð þá þróun að ný og dýr meðferðarúrræði koma til sögunnar, sem hafa svo lækkað í verði eftir því sem tækni þróast og skilningur á notkun þeirra eykst. Sjálfsagt sjáum við sömu þróun varðandi þessi nýju meðferðarúrræði, en þó er hér vissulega um að ræða áskorun sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna, þar sem fyrirlesarar varpa ljósi á ýmsa þætti gena- og frumumeðferðar, er að finna á heimasíðu Frumtaka. Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar