Evrópusambandsdraugurinn Ingibjörg Isaksen skrifar 4. mars 2023 08:31 Nú þegar gefur á bátinn í hagkerfum heimsins og verðbólga hefur farið vaxandi hefur gamall draugur verið dregin út úr skápnum. Aftur er komin í gang sama orðræða og í kjölfarið á hruninu þar sem innganga í Evrópusambandið átti að leysa öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum okkar vandræðum í eitt skipti fyrir öll. Evrópusambandið er annað, stærra og meira en bara upptaka á evru, auk þess sem innganga í sambandið er ekki lausn undan verðbólgu. Það má best sjá með því að líta til annarra landa innan Evrópusambandsins sem tekið hafa upp evruna og eru þrátt fyrir það að glíma jafnvel við enn hærri verðbólgu en við hér á landi. Nýjar verðbólgutölur í Frakklandi og Spáni gefa einnig til kynna að verðbólga á evrusvæðinu verði viðvarandi. Við, líkt og önnur lönd í Evrópu erum að glíma við afleiðingar af heimsfaraldri sem og innrás Rússa í Úkraínu. Þá hefur evran verið háð verulegum sveiflum undanfarin ár, þar sem sum aðildarríki ESB glíma við miklar skuldir og lítinn hagvöxt. Í stað þess að hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf gæti innganga í Evrópusambandið og upptaka evru haft neikvæðar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf sem hefur verið nokkuð stöðugt undanfarin ár. EES samningurinn tryggir okkur góða stöðu Ísland, Noregur og Sviss sem öll standa utan Evrópusambandsins eru á meðal þeirra landa sem teljast hafa hve best lífskjör í veröldinni. Ísland nýtur í dag verulegs ávinnings á því að vera aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA). Þessir samningar gera Íslandi kleift að taka þátt í innri markaði ESB og njóta góðs af frjálsum viðskiptum við ESB-ríkin. Fyrir vikið hefur Ísland aðgang að stærsta markaði heims án þess að þurfa að hlíta ströngum reglum og stefnum ESB. Þetta fyrirkomulag hefur verið hagstætt fyrir íslenskt efnahagslíf þar sem það tryggir frjálst flæði vöru og þjónustu milli Íslands og ESB-ríkja. EES samningurinn hefur skapað sterkt og stöðugt viðskiptasamband milli ESB og EES-EFTA- ríkjanna sem veitir gagnkvæman ávinning og tækifæri til vaxtar og þróunar. Auk þess hefur EES samningurinn skapað stöðugan ramman utan um pólitískt og efnahagslegt samstarf milli ESB-ríkjanna og EES- EFTA-ríkjanna. Þessu samningur hefur skapað vettvang sem gerir löndunum kleift að vinna saman að mikilvægum málum líkt og matvælaöryggi , rannsóknum og nýsköpun, fjármálastarfsemi og upplýsingatækni. Erum við tilbúin að fórna sjálfstæði okkar? Staðreyndin er sú að með inngöngu í Evrópusambandið yrði Ísland að undirgangast löggjöf ESB sem gætu takmarkað sjálfstæði Íslands í ákveðnum málaflokkum. Við myndum tapa sjálfstæði yfir auðlindum landsins og stjórn sjávarútvegs sem er verulegur hluti af efnahagslífi landsins þar sem ESB hefur sameiginlega fiskveiðistefnu sem leitast við að stjórna fiskistofnum á sjálfbæran hátt. Það gæti hugsanlega takmarkað möguleika Íslands til að veiða í eigin hafsvæði. Orkuverð hefur farið vaxandi innan ESB á síðustu árum og þá tók orkuverð í Evrópu enn stærra stökk upp á við eftir innrás Rússa í Úkraínu. Ísland er í farabroddi í orkumálum en amk. 85% af orku sem er notuð á Íslandi er framleidd á endurnýjanlegan grænan hátt. Við megum vera stolt af þessum árangri og um leið þakkað fyrir að vera ekki í sömu stöðu og þjóðir ESB þegar kemur að stöðu í orkumálum og orkuverði. Við getum eflaust flest verið sammála um það að í sjávarútvegs og orkumálum hafi Íslandi vegnað vel í alþjóðlegum samanburði og það væri varhugavert að kasta þeirri stöðu á glæ. Þegar við spyrjum okkur hvort við viljum ganga í Evrópusambandið þá þurfum við að hafa í huga hvort við séum að fórna stærri hagsmunum fyrir minni. Ísland er fámennt land og því er ekki ólíklegt að með aðild að Evrópusambandinu kæmi Ísland til með að falla í skugga stærri aðildarríkja en úthlutun sæta á Evrópuþinginu ræðst af flókinni formúlu sem tekur mið af íbúafjölda hvers aðildarríkis. Þar sem íbúafjöldi Íslands er innan við 1% af heildaríbúum ESB má reikna með að Ísland fengi af 705 þingsætum aðeins 6 sæti, en það en það eru lágmarksþingsæti fyrir hvert aðildarríki. Okkur er betur borgið utan ESB Við í Framsókn leggjum áherslu á áframhaldandi gott samstarf við Evrópusambandið en teljum hagsmunum okkar mun betur borgið utan þess. Með EES samningnum höldum við áfram sjálfstæði okkar og yfirráðum yfir auðlindum. Við höfum öll tækifæri til þess að ná tökum á ástandinu þegar fram líða stundir. Það er mikilvægt í staðinn fyrir að einblína á töfralausnir að líta á það jákvæða sem við höfum hér á landi. Við búum við kröftugan hagvöxt, erum með sterka innviði, lítið atvinnuleysi og útflutningsgreinar sem vegnar vel. Ísland hefur staðið vel í alþjóðlegum samanburði hvað varðar lífskjör, heilbrigðiskerfið, menntun og þannig mætti áfram telja þó vissulega gefi á eins og hjá öðrum þjóðum þegar stríð brestur á í kjölfar heimsfaraldurs, sama hvaða gjaldmiðil er um að ræða. Það ber að varast að hlaupa á vinsældavagninn og einblína á hvað myndi hugsanlega henta einmitt í dag frekar en að horfa til lengri tíma með hagsmuni lands og þjóðar í fyrirrúmi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður NA kjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Ingibjörg Ólöf Isaksen Alþingi Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar gefur á bátinn í hagkerfum heimsins og verðbólga hefur farið vaxandi hefur gamall draugur verið dregin út úr skápnum. Aftur er komin í gang sama orðræða og í kjölfarið á hruninu þar sem innganga í Evrópusambandið átti að leysa öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum okkar vandræðum í eitt skipti fyrir öll. Evrópusambandið er annað, stærra og meira en bara upptaka á evru, auk þess sem innganga í sambandið er ekki lausn undan verðbólgu. Það má best sjá með því að líta til annarra landa innan Evrópusambandsins sem tekið hafa upp evruna og eru þrátt fyrir það að glíma jafnvel við enn hærri verðbólgu en við hér á landi. Nýjar verðbólgutölur í Frakklandi og Spáni gefa einnig til kynna að verðbólga á evrusvæðinu verði viðvarandi. Við, líkt og önnur lönd í Evrópu erum að glíma við afleiðingar af heimsfaraldri sem og innrás Rússa í Úkraínu. Þá hefur evran verið háð verulegum sveiflum undanfarin ár, þar sem sum aðildarríki ESB glíma við miklar skuldir og lítinn hagvöxt. Í stað þess að hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf gæti innganga í Evrópusambandið og upptaka evru haft neikvæðar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf sem hefur verið nokkuð stöðugt undanfarin ár. EES samningurinn tryggir okkur góða stöðu Ísland, Noregur og Sviss sem öll standa utan Evrópusambandsins eru á meðal þeirra landa sem teljast hafa hve best lífskjör í veröldinni. Ísland nýtur í dag verulegs ávinnings á því að vera aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA). Þessir samningar gera Íslandi kleift að taka þátt í innri markaði ESB og njóta góðs af frjálsum viðskiptum við ESB-ríkin. Fyrir vikið hefur Ísland aðgang að stærsta markaði heims án þess að þurfa að hlíta ströngum reglum og stefnum ESB. Þetta fyrirkomulag hefur verið hagstætt fyrir íslenskt efnahagslíf þar sem það tryggir frjálst flæði vöru og þjónustu milli Íslands og ESB-ríkja. EES samningurinn hefur skapað sterkt og stöðugt viðskiptasamband milli ESB og EES-EFTA- ríkjanna sem veitir gagnkvæman ávinning og tækifæri til vaxtar og þróunar. Auk þess hefur EES samningurinn skapað stöðugan ramman utan um pólitískt og efnahagslegt samstarf milli ESB-ríkjanna og EES- EFTA-ríkjanna. Þessu samningur hefur skapað vettvang sem gerir löndunum kleift að vinna saman að mikilvægum málum líkt og matvælaöryggi , rannsóknum og nýsköpun, fjármálastarfsemi og upplýsingatækni. Erum við tilbúin að fórna sjálfstæði okkar? Staðreyndin er sú að með inngöngu í Evrópusambandið yrði Ísland að undirgangast löggjöf ESB sem gætu takmarkað sjálfstæði Íslands í ákveðnum málaflokkum. Við myndum tapa sjálfstæði yfir auðlindum landsins og stjórn sjávarútvegs sem er verulegur hluti af efnahagslífi landsins þar sem ESB hefur sameiginlega fiskveiðistefnu sem leitast við að stjórna fiskistofnum á sjálfbæran hátt. Það gæti hugsanlega takmarkað möguleika Íslands til að veiða í eigin hafsvæði. Orkuverð hefur farið vaxandi innan ESB á síðustu árum og þá tók orkuverð í Evrópu enn stærra stökk upp á við eftir innrás Rússa í Úkraínu. Ísland er í farabroddi í orkumálum en amk. 85% af orku sem er notuð á Íslandi er framleidd á endurnýjanlegan grænan hátt. Við megum vera stolt af þessum árangri og um leið þakkað fyrir að vera ekki í sömu stöðu og þjóðir ESB þegar kemur að stöðu í orkumálum og orkuverði. Við getum eflaust flest verið sammála um það að í sjávarútvegs og orkumálum hafi Íslandi vegnað vel í alþjóðlegum samanburði og það væri varhugavert að kasta þeirri stöðu á glæ. Þegar við spyrjum okkur hvort við viljum ganga í Evrópusambandið þá þurfum við að hafa í huga hvort við séum að fórna stærri hagsmunum fyrir minni. Ísland er fámennt land og því er ekki ólíklegt að með aðild að Evrópusambandinu kæmi Ísland til með að falla í skugga stærri aðildarríkja en úthlutun sæta á Evrópuþinginu ræðst af flókinni formúlu sem tekur mið af íbúafjölda hvers aðildarríkis. Þar sem íbúafjöldi Íslands er innan við 1% af heildaríbúum ESB má reikna með að Ísland fengi af 705 þingsætum aðeins 6 sæti, en það en það eru lágmarksþingsæti fyrir hvert aðildarríki. Okkur er betur borgið utan ESB Við í Framsókn leggjum áherslu á áframhaldandi gott samstarf við Evrópusambandið en teljum hagsmunum okkar mun betur borgið utan þess. Með EES samningnum höldum við áfram sjálfstæði okkar og yfirráðum yfir auðlindum. Við höfum öll tækifæri til þess að ná tökum á ástandinu þegar fram líða stundir. Það er mikilvægt í staðinn fyrir að einblína á töfralausnir að líta á það jákvæða sem við höfum hér á landi. Við búum við kröftugan hagvöxt, erum með sterka innviði, lítið atvinnuleysi og útflutningsgreinar sem vegnar vel. Ísland hefur staðið vel í alþjóðlegum samanburði hvað varðar lífskjör, heilbrigðiskerfið, menntun og þannig mætti áfram telja þó vissulega gefi á eins og hjá öðrum þjóðum þegar stríð brestur á í kjölfar heimsfaraldurs, sama hvaða gjaldmiðil er um að ræða. Það ber að varast að hlaupa á vinsældavagninn og einblína á hvað myndi hugsanlega henta einmitt í dag frekar en að horfa til lengri tíma með hagsmuni lands og þjóðar í fyrirrúmi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður NA kjördæmis.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar