„Mikið fagnaðarefni“ að umboðsmaður krefji Bjarna svara Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2023 13:03 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar því að umboðsmaður Alþingis krefji fjármálaráðherra svara um hæfi hans við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Nú gætu fengist svör við mikilvægum spurningum, sem ríkisendurskoðun hafi ekki getað knúið fram í sinni skýrslu. Umboðsmaður Alþingis birti í morgun bréf sem hann sendi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, þar sem hann hefur óskað eftir tilteknum skýringum og upplýsingum um umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka á síðasta ári. Umboðsmaður vísar til skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið; hann fái ekki séð að í henni sé sérstaklega fjallað um sölu á hlutum bankans til Hafsilfurs, félags í eigu Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna. Umboðsmaður óskar meðal annars eftir því að Bjarni upplýsi og skýri hvort, og þá með hvaða hætti, reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið fullnægt að því er snertir söluna á hlutum ríkisins í bankanum. Hilli undir almennilega rannsókn Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar fagnar umleitan umboðsmanns. „Þetta er bara mikið fagnaðarefni að nú sé til þess bær aðili að rannsaka þessar spurningar er lúta að starfsskyldum ráðherra sjálfs. Hvort ráðherra hafi gætt að sérstöku hæfi sínu þegar hann seldi eignarhlut í Íslandsbanka til félags í eigu föður síns, hlutir eins og hvort ráðherra hafi rakt yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur sínar gagnvart bankasýslunni. Ég held að nú kannski hilli undir að þessi atriði sem voru ekki undir í úttekt ríkisendurskoðunar verði loksins rannsökuð af til þess bærum aðila,“ segir Jóhann Páll. Þá sé athyglisvert að umboðsmaður óski eftir umræddum upplýsingum aðeins þremur dögum eftir að Alþingi lauk umfjöllun um skýrslu ríkisendurskoðanda. Umboðsmaður segir raunar í tilkynningu með bréfi sínu að hann hafi „haldið að sér höndum vegna málsins“ hingað til, þar sem umboðsmaður fjalli almennt ekki um mál samtímis því sem þau eru til meðferðar hjá Alþingi. „Ég hef reyndar lengi haldið því fram að ráðherra hafi gagngert beitt sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp Íslandsbankamálið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir eða fresta því að það fari fram lögfræðileg úttekt á hans eigin störfum við söluna á Íslandsbanka. Af því að starfssvið og eftirlitshlutverk Ríkisendurskoðunar einfaldlega tekur ekki til þessara spurninga,“ segir Jóhann Páll. Stjórnsýsla Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. 3. mars 2023 10:11 Segja söluna á ÍSB stjórnsýslulegan hroða sem verði að fást botn í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú lokið umfjöllun sinni á skýrslu ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka (ÍSB). Nefndarálit minnihluta nefndarinnar er harðort og afgerandi. 28. febrúar 2023 13:51 Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis birti í morgun bréf sem hann sendi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, þar sem hann hefur óskað eftir tilteknum skýringum og upplýsingum um umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka á síðasta ári. Umboðsmaður vísar til skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið; hann fái ekki séð að í henni sé sérstaklega fjallað um sölu á hlutum bankans til Hafsilfurs, félags í eigu Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna. Umboðsmaður óskar meðal annars eftir því að Bjarni upplýsi og skýri hvort, og þá með hvaða hætti, reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið fullnægt að því er snertir söluna á hlutum ríkisins í bankanum. Hilli undir almennilega rannsókn Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar fagnar umleitan umboðsmanns. „Þetta er bara mikið fagnaðarefni að nú sé til þess bær aðili að rannsaka þessar spurningar er lúta að starfsskyldum ráðherra sjálfs. Hvort ráðherra hafi gætt að sérstöku hæfi sínu þegar hann seldi eignarhlut í Íslandsbanka til félags í eigu föður síns, hlutir eins og hvort ráðherra hafi rakt yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur sínar gagnvart bankasýslunni. Ég held að nú kannski hilli undir að þessi atriði sem voru ekki undir í úttekt ríkisendurskoðunar verði loksins rannsökuð af til þess bærum aðila,“ segir Jóhann Páll. Þá sé athyglisvert að umboðsmaður óski eftir umræddum upplýsingum aðeins þremur dögum eftir að Alþingi lauk umfjöllun um skýrslu ríkisendurskoðanda. Umboðsmaður segir raunar í tilkynningu með bréfi sínu að hann hafi „haldið að sér höndum vegna málsins“ hingað til, þar sem umboðsmaður fjalli almennt ekki um mál samtímis því sem þau eru til meðferðar hjá Alþingi. „Ég hef reyndar lengi haldið því fram að ráðherra hafi gagngert beitt sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp Íslandsbankamálið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir eða fresta því að það fari fram lögfræðileg úttekt á hans eigin störfum við söluna á Íslandsbanka. Af því að starfssvið og eftirlitshlutverk Ríkisendurskoðunar einfaldlega tekur ekki til þessara spurninga,“ segir Jóhann Páll.
Stjórnsýsla Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. 3. mars 2023 10:11 Segja söluna á ÍSB stjórnsýslulegan hroða sem verði að fást botn í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú lokið umfjöllun sinni á skýrslu ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka (ÍSB). Nefndarálit minnihluta nefndarinnar er harðort og afgerandi. 28. febrúar 2023 13:51 Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. 3. mars 2023 10:11
Segja söluna á ÍSB stjórnsýslulegan hroða sem verði að fást botn í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú lokið umfjöllun sinni á skýrslu ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka (ÍSB). Nefndarálit minnihluta nefndarinnar er harðort og afgerandi. 28. febrúar 2023 13:51
Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08