Pistill um ristil Halla Þorvaldsdóttir skrifar 3. mars 2023 08:00 Í dag, 3. mars, er alþjóðlegur dagur krabbameina í ristli og endaþarmi og er dagurinn tileinkaður vitundarvakningu um þessi mein. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru önnur algengasta tegund krabbameina á Íslandi og þriðja algengasta tegundin á heimsvísu. Síðustu fimm ár hefur að meðaltali greinst 191 einstaklingur með þessi mein á Íslandi og að meðaltali 65 einstaklingar hafa látist ár hvert. Það jafngildir því að fleiri en einn látist af völdum þessara meina í hverri viku. Meinin eru algengari hjá körlum, en 1 af hverjum 18 körlum greinist með mein á móti 1 af hverjum 23 konum. Það er því við hæfi að vekja athygli á þessum meinum í upphafi Mottumars sem er tileinkaður baráttu karla við krabbamein. Mikið í húfi Þrátt fyrir að framfarir í greiningu og meðferð hafi skilað bættum lífshorfum hefur einnig fjölgað jafnt og þétt í sjúklingahópnum undanfarna áratugi. Vísbendingar eru uppi um að nýgengi fari vaxandi, en mannfjöldaþróun hefur þar einnig áhrif. Búast má við enn meiri fjölgun í þessum hópi í takt við breytta aldurssamsetningu íslensku þjóðarinnar og fólksfjölgun, en heilt yfir er spáð 52% fjölgun krabbameinstilvika jafnt og þétt til ársins 2040. Því fyrr, því betra Því fyrr sem krabbamein greinast, því betri eru batahorfur. Almennt eru horfur sjúklinga með krabbamein í ristli og endaþarmi á lægri stigum góðar, en þessar tegundir krabbameina valda oft litlum einkennum og einkennin koma seint fram. Af því leiðir að krabbameinin geta verið langt gengin þegar þau greinast, en þá er meðferð gjarnan umfangsmeiri og lífshorfur lakari. Með skimunum má hins vegar koma í veg fyrir krabbamein með því að greina þau á forstigum, eða með því að finna einkennalaus krabbamein á lægri og læknanlegri stigum. Skimun gegn krabbameinum í ristli og endaþarmi er ein af þremur lýðgrunduðum skimunum sem alþjóðastofnanir mæla með, en sú eina sem Ísland hefur ekki tekið upp. Ísland er þar eftirbátur hinna Norðurlandanna sem öll hafa innleitt skimun alveg eða að hluta. Langur aðdragandi Í síðustu viku bárust þær fréttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að stefnt sé að því að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi á Íslandi á þessu ári. Krabbameinsfélagið fagnar þessu, því það er löngu tímabært og aðdragandinn hefur sannarlega verið langur. Landlæknir hefur frá aldamótum mælt með skimunum fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi og Krabbameinsfélagið kom að undirbúningsverkefni fyrir skimanir árið 2016 og veitti 20 milljónum til verkefnisins, en þá var markmið velferðarráðuneytisins að hefja skimanir haustið 2017. Af því varð hins vegar ekki og síðan þá hefur Krabbameinsfélagið fylgst náið með þróun mála og ítrekað kallað eftir því að verkefnið hefjist. Að skipulögð skimun standi öllum á skimunaraldri til boða er mikið réttlætismál og stuðlar að auknum jöfnuði. Að skimun sé í boði er síðan eitt, en til að árangur verði er nauðsynlegt að almenningur svari kallinu þegar þar að kemur og taki þátt í skimuninni. Betur má ef duga skal Þegar skimanir hafa verið teknar upp er hálfur sigurinn unninn. Forvarnir gegna einnig mikilvægu hlutverki. Vaxandi nýgengi er uggvænleg þróun, en krabbamein í ristli og endaþarmi eru meðal þeirra krabbameina sem hafa sterk tengsl við lífsstíl. Með heilsusamlegum lífsstíl er því hægt að draga úr áhættu. Fræðsla um áhættuþætti og leiðir til að draga úr áhættu er mjög mikilvæg og rík ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér þær leiðir. Áherslur stjórnvalda sem miða að því að skapa samfélag sem setur heilsusamlegan lífsstíl í öndvegi skipta líka verulegu máli. Við þekkjum hvaða leiðir eru færar til að fækka þessum tilvikum. Nýtum þær, okkur öllum til góðs. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 3. mars, er alþjóðlegur dagur krabbameina í ristli og endaþarmi og er dagurinn tileinkaður vitundarvakningu um þessi mein. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru önnur algengasta tegund krabbameina á Íslandi og þriðja algengasta tegundin á heimsvísu. Síðustu fimm ár hefur að meðaltali greinst 191 einstaklingur með þessi mein á Íslandi og að meðaltali 65 einstaklingar hafa látist ár hvert. Það jafngildir því að fleiri en einn látist af völdum þessara meina í hverri viku. Meinin eru algengari hjá körlum, en 1 af hverjum 18 körlum greinist með mein á móti 1 af hverjum 23 konum. Það er því við hæfi að vekja athygli á þessum meinum í upphafi Mottumars sem er tileinkaður baráttu karla við krabbamein. Mikið í húfi Þrátt fyrir að framfarir í greiningu og meðferð hafi skilað bættum lífshorfum hefur einnig fjölgað jafnt og þétt í sjúklingahópnum undanfarna áratugi. Vísbendingar eru uppi um að nýgengi fari vaxandi, en mannfjöldaþróun hefur þar einnig áhrif. Búast má við enn meiri fjölgun í þessum hópi í takt við breytta aldurssamsetningu íslensku þjóðarinnar og fólksfjölgun, en heilt yfir er spáð 52% fjölgun krabbameinstilvika jafnt og þétt til ársins 2040. Því fyrr, því betra Því fyrr sem krabbamein greinast, því betri eru batahorfur. Almennt eru horfur sjúklinga með krabbamein í ristli og endaþarmi á lægri stigum góðar, en þessar tegundir krabbameina valda oft litlum einkennum og einkennin koma seint fram. Af því leiðir að krabbameinin geta verið langt gengin þegar þau greinast, en þá er meðferð gjarnan umfangsmeiri og lífshorfur lakari. Með skimunum má hins vegar koma í veg fyrir krabbamein með því að greina þau á forstigum, eða með því að finna einkennalaus krabbamein á lægri og læknanlegri stigum. Skimun gegn krabbameinum í ristli og endaþarmi er ein af þremur lýðgrunduðum skimunum sem alþjóðastofnanir mæla með, en sú eina sem Ísland hefur ekki tekið upp. Ísland er þar eftirbátur hinna Norðurlandanna sem öll hafa innleitt skimun alveg eða að hluta. Langur aðdragandi Í síðustu viku bárust þær fréttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að stefnt sé að því að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi á Íslandi á þessu ári. Krabbameinsfélagið fagnar þessu, því það er löngu tímabært og aðdragandinn hefur sannarlega verið langur. Landlæknir hefur frá aldamótum mælt með skimunum fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi og Krabbameinsfélagið kom að undirbúningsverkefni fyrir skimanir árið 2016 og veitti 20 milljónum til verkefnisins, en þá var markmið velferðarráðuneytisins að hefja skimanir haustið 2017. Af því varð hins vegar ekki og síðan þá hefur Krabbameinsfélagið fylgst náið með þróun mála og ítrekað kallað eftir því að verkefnið hefjist. Að skipulögð skimun standi öllum á skimunaraldri til boða er mikið réttlætismál og stuðlar að auknum jöfnuði. Að skimun sé í boði er síðan eitt, en til að árangur verði er nauðsynlegt að almenningur svari kallinu þegar þar að kemur og taki þátt í skimuninni. Betur má ef duga skal Þegar skimanir hafa verið teknar upp er hálfur sigurinn unninn. Forvarnir gegna einnig mikilvægu hlutverki. Vaxandi nýgengi er uggvænleg þróun, en krabbamein í ristli og endaþarmi eru meðal þeirra krabbameina sem hafa sterk tengsl við lífsstíl. Með heilsusamlegum lífsstíl er því hægt að draga úr áhættu. Fræðsla um áhættuþætti og leiðir til að draga úr áhættu er mjög mikilvæg og rík ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér þær leiðir. Áherslur stjórnvalda sem miða að því að skapa samfélag sem setur heilsusamlegan lífsstíl í öndvegi skipta líka verulegu máli. Við þekkjum hvaða leiðir eru færar til að fækka þessum tilvikum. Nýtum þær, okkur öllum til góðs. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun