Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 08:18 Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, vill eiga orð í eyra Xi Jinpings, forseta Kína, vegna friðaráætlunar Kínverja. Vísir/EPA Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum í gær. Í plagginu tóku Kínverjar að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa, þar á meðal að það hafi verið vestrænum ríkjum að kenna að Vladímír Pútín Rússlandsforseti réðst inn í Úkraínu. Leggja Kínverjar til að refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar verði felldar niður. Ekki stendur þó skýrum stöfum þar að Rússar verði að draga herlið sitt til baka. Selenskíj var spurður út í tillögur Kínverja á blaðamannafundi í tilefni af því að ár var í gær liðið frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu. Hann sagði að áætlunin benti til þess að kínversk stjórnvöld tækju nú þátt í friðarumleitunum. „Ég vil virkilega trúa því að Kína ætli ekki að sjá Rússlandi fyrir vopnum,“ sagði úkraínski forsetinn. Kommúnistastjórnin í Kína hefur enn ekki svarað kröfu Selenskíj um fund með Xi forseta opinberlega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkjastjórn segist hafa njósnir um að kínversk stjórnvöld íhugi nú að veita Rússum hernaðaraðstoð. Fram að þessu hafa þau látið sér nægja að styðja stríðreksturinn óbeint með annars konar aðstoð. Kínversk stjórnvöld hafa kallað þær ásakanir „rógburð“. Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf lítið fyrir meintar friðarumleitanir Kínverja þegar hann var spurður út í þær í gær. „Pútín fagnar þeim, þannig að hvernig gæti verið nokkuð varið í þær? Ég hef ekki séð neitt í áætluninni sem benti til þess að nokkur annar en Rússland hagnaðist á henni,“ sagði bandaríski forsetinn. Kína Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum í gær. Í plagginu tóku Kínverjar að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa, þar á meðal að það hafi verið vestrænum ríkjum að kenna að Vladímír Pútín Rússlandsforseti réðst inn í Úkraínu. Leggja Kínverjar til að refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar verði felldar niður. Ekki stendur þó skýrum stöfum þar að Rússar verði að draga herlið sitt til baka. Selenskíj var spurður út í tillögur Kínverja á blaðamannafundi í tilefni af því að ár var í gær liðið frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu. Hann sagði að áætlunin benti til þess að kínversk stjórnvöld tækju nú þátt í friðarumleitunum. „Ég vil virkilega trúa því að Kína ætli ekki að sjá Rússlandi fyrir vopnum,“ sagði úkraínski forsetinn. Kommúnistastjórnin í Kína hefur enn ekki svarað kröfu Selenskíj um fund með Xi forseta opinberlega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkjastjórn segist hafa njósnir um að kínversk stjórnvöld íhugi nú að veita Rússum hernaðaraðstoð. Fram að þessu hafa þau látið sér nægja að styðja stríðreksturinn óbeint með annars konar aðstoð. Kínversk stjórnvöld hafa kallað þær ásakanir „rógburð“. Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf lítið fyrir meintar friðarumleitanir Kínverja þegar hann var spurður út í þær í gær. „Pútín fagnar þeim, þannig að hvernig gæti verið nokkuð varið í þær? Ég hef ekki séð neitt í áætluninni sem benti til þess að nokkur annar en Rússland hagnaðist á henni,“ sagði bandaríski forsetinn.
Kína Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54