Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 08:18 Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, vill eiga orð í eyra Xi Jinpings, forseta Kína, vegna friðaráætlunar Kínverja. Vísir/EPA Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum í gær. Í plagginu tóku Kínverjar að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa, þar á meðal að það hafi verið vestrænum ríkjum að kenna að Vladímír Pútín Rússlandsforseti réðst inn í Úkraínu. Leggja Kínverjar til að refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar verði felldar niður. Ekki stendur þó skýrum stöfum þar að Rússar verði að draga herlið sitt til baka. Selenskíj var spurður út í tillögur Kínverja á blaðamannafundi í tilefni af því að ár var í gær liðið frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu. Hann sagði að áætlunin benti til þess að kínversk stjórnvöld tækju nú þátt í friðarumleitunum. „Ég vil virkilega trúa því að Kína ætli ekki að sjá Rússlandi fyrir vopnum,“ sagði úkraínski forsetinn. Kommúnistastjórnin í Kína hefur enn ekki svarað kröfu Selenskíj um fund með Xi forseta opinberlega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkjastjórn segist hafa njósnir um að kínversk stjórnvöld íhugi nú að veita Rússum hernaðaraðstoð. Fram að þessu hafa þau látið sér nægja að styðja stríðreksturinn óbeint með annars konar aðstoð. Kínversk stjórnvöld hafa kallað þær ásakanir „rógburð“. Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf lítið fyrir meintar friðarumleitanir Kínverja þegar hann var spurður út í þær í gær. „Pútín fagnar þeim, þannig að hvernig gæti verið nokkuð varið í þær? Ég hef ekki séð neitt í áætluninni sem benti til þess að nokkur annar en Rússland hagnaðist á henni,“ sagði bandaríski forsetinn. Kína Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira
Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum í gær. Í plagginu tóku Kínverjar að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa, þar á meðal að það hafi verið vestrænum ríkjum að kenna að Vladímír Pútín Rússlandsforseti réðst inn í Úkraínu. Leggja Kínverjar til að refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar verði felldar niður. Ekki stendur þó skýrum stöfum þar að Rússar verði að draga herlið sitt til baka. Selenskíj var spurður út í tillögur Kínverja á blaðamannafundi í tilefni af því að ár var í gær liðið frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu. Hann sagði að áætlunin benti til þess að kínversk stjórnvöld tækju nú þátt í friðarumleitunum. „Ég vil virkilega trúa því að Kína ætli ekki að sjá Rússlandi fyrir vopnum,“ sagði úkraínski forsetinn. Kommúnistastjórnin í Kína hefur enn ekki svarað kröfu Selenskíj um fund með Xi forseta opinberlega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkjastjórn segist hafa njósnir um að kínversk stjórnvöld íhugi nú að veita Rússum hernaðaraðstoð. Fram að þessu hafa þau látið sér nægja að styðja stríðreksturinn óbeint með annars konar aðstoð. Kínversk stjórnvöld hafa kallað þær ásakanir „rógburð“. Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf lítið fyrir meintar friðarumleitanir Kínverja þegar hann var spurður út í þær í gær. „Pútín fagnar þeim, þannig að hvernig gæti verið nokkuð varið í þær? Ég hef ekki séð neitt í áætluninni sem benti til þess að nokkur annar en Rússland hagnaðist á henni,“ sagði bandaríski forsetinn.
Kína Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira
Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54