„Eitthvað sem gerist með aldrinum að þú endist ekki eins lengi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2023 23:25 Hlynur Bæringsson snéri aftur í íslenska karlalandsliðið í körfubolta í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst margt ágætt, en við hefðum alveg getað unnið þennan leik,“ sagði reynsluboltinn Hlynur Bæringsson eftir leik Íslands gegn Spánverjum í undankeppni HM í körfubolta í kvöld. „Náttúrulega hefðu ýmsir hlutir þurft að ganga upp hjá okkur, einhverjir hlutir sem við tókum sénsa á sem gengu kannski ekki alveg. En við fengum fullt af frammistöðum fyrir leikinn á móti Georgíu sem er aðalleikurinn. Tryggvi sýnir hvað hann er frábær og Jón Axel líka. Þeir voru alveg á pari við alla Spánverjana hér í kvöld þessir tveir. Hjálmar kemur inn og grípur tækifærið og sýnir að hann geti verið í þessu hlutverki, hávaxinn, með langar hendur og góður varnarmaður. Það er gott að hafa svoleiðis menn og það var alveg margt jákvætt.“ Leikurinn í kvöld var merkilegur fyrir Hlyn fyrir þær sakir að þetta var hans fyrsti leikur með landsliðinu í að verða fjögur ár. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019, en dustaði rykið af þeim eftir símtal frá Craig Pedersen, þjálfara liðsins. „Mér leið bara furðuvel. Í einvígjum og öllu því fannst mér ganga bara ágætlega. Ég þurfti heldur ekki að hafa áhyggjur af því að vera of lengi inná og það er eitthvað sem gerist bara með aldrinum að þú endist ekki eins lengi. En það er allt í lagi og ég reyndi bara að gera mitt besta. Ég hefði viðljað setja eitt af þessum skotum sem ég tók, en það er ekki við það ráðið alltaf.“ „Ég vildi bara koma með þannig hugarfari að ég vildi bara gera mitt besta. Ég var bara tilbúinn að koma aðeins og hvíla Tryggva og koma með öðruvísi vídd. Það vita það allir að við viljum hafa hann sem allra mest inná, en þessar fáu mínútur sem hann þarf að hvíla, ef þeim vantar þetta þá bara geri ég það.“ Þá fór Hlynur einnig stuttlega yfir leik spænska liðsins, sem er ógnarsterkt þrátt fyrir að stilla upp hálfgerðu varaliði í leik kvöldsins. „Þeir spila mjög aggresívt út á bakverðina okkar og loka alveg á okkur. En þó að það vanti mikið í þetta spænska lið þá vantar auðvitað töluvert í okkar lið líka. Þessi þjóð er bara mikil körfuboltaþjóð og með mikla breidd. Þetta eru allt strákar sem eru að spila í mörgum af betri liðum Spánar og þeim flokki.“ „Það er ekkert auðvelt og þú fattar í svona leik að ef þú ert aðeins of lengi að taka boltann upp ertu blokkaður og ef þú tekur ekki skotið þitt strax þá hefurðu ekki tíma. Það er alls staðar minni tími til að gera allt miðað við annars staðar. Ef þú nýtir ekki þessar litlu glufur þá geturðu litið illa út.“ Að lokum var Hlynur spurður stuttlega út í næsta leik Íslands þegar liðið fer til Georgíu og mætir þar heimamönnum næstkomandi sunnudag í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. Hann segir að leikurinn í kvöld sé nokkuð gott veganesti í þann leik. „Ég er allt í lagi sáttur við margt. Þetta hefði ekki þurft að enda í tuttugu [stiga tapi] og það var alveg augnablik þar sem var tíu stiga munur og Hilmar tekur tvö skot sem hefðu getað snúið þessu okkur í hag.“ „En þetta er alls ekkert alslæmt, en auðvitað hefðum við getað gert betur. Hins vegar var öll okkar rótering, hvernig liðinu var stillt upp og undirbúningurinn þannig, og það er ekkert leyndarmál, að hugurinn er meira við Georgíuleikinn. Það er svoleiðis. við förum bara í Kákasusfjöllin og klárum þetta,“ sagði Hlynur að lokum. Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik“ Tryggvi Þór Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir að liðið geti tekið margt jákvætt með sér úr tapinu gegn Spánverjum í kvöld í leikinn mikilvæga gegn Georgíumönnum næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 23:04 „Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51 „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Náttúrulega hefðu ýmsir hlutir þurft að ganga upp hjá okkur, einhverjir hlutir sem við tókum sénsa á sem gengu kannski ekki alveg. En við fengum fullt af frammistöðum fyrir leikinn á móti Georgíu sem er aðalleikurinn. Tryggvi sýnir hvað hann er frábær og Jón Axel líka. Þeir voru alveg á pari við alla Spánverjana hér í kvöld þessir tveir. Hjálmar kemur inn og grípur tækifærið og sýnir að hann geti verið í þessu hlutverki, hávaxinn, með langar hendur og góður varnarmaður. Það er gott að hafa svoleiðis menn og það var alveg margt jákvætt.“ Leikurinn í kvöld var merkilegur fyrir Hlyn fyrir þær sakir að þetta var hans fyrsti leikur með landsliðinu í að verða fjögur ár. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019, en dustaði rykið af þeim eftir símtal frá Craig Pedersen, þjálfara liðsins. „Mér leið bara furðuvel. Í einvígjum og öllu því fannst mér ganga bara ágætlega. Ég þurfti heldur ekki að hafa áhyggjur af því að vera of lengi inná og það er eitthvað sem gerist bara með aldrinum að þú endist ekki eins lengi. En það er allt í lagi og ég reyndi bara að gera mitt besta. Ég hefði viðljað setja eitt af þessum skotum sem ég tók, en það er ekki við það ráðið alltaf.“ „Ég vildi bara koma með þannig hugarfari að ég vildi bara gera mitt besta. Ég var bara tilbúinn að koma aðeins og hvíla Tryggva og koma með öðruvísi vídd. Það vita það allir að við viljum hafa hann sem allra mest inná, en þessar fáu mínútur sem hann þarf að hvíla, ef þeim vantar þetta þá bara geri ég það.“ Þá fór Hlynur einnig stuttlega yfir leik spænska liðsins, sem er ógnarsterkt þrátt fyrir að stilla upp hálfgerðu varaliði í leik kvöldsins. „Þeir spila mjög aggresívt út á bakverðina okkar og loka alveg á okkur. En þó að það vanti mikið í þetta spænska lið þá vantar auðvitað töluvert í okkar lið líka. Þessi þjóð er bara mikil körfuboltaþjóð og með mikla breidd. Þetta eru allt strákar sem eru að spila í mörgum af betri liðum Spánar og þeim flokki.“ „Það er ekkert auðvelt og þú fattar í svona leik að ef þú ert aðeins of lengi að taka boltann upp ertu blokkaður og ef þú tekur ekki skotið þitt strax þá hefurðu ekki tíma. Það er alls staðar minni tími til að gera allt miðað við annars staðar. Ef þú nýtir ekki þessar litlu glufur þá geturðu litið illa út.“ Að lokum var Hlynur spurður stuttlega út í næsta leik Íslands þegar liðið fer til Georgíu og mætir þar heimamönnum næstkomandi sunnudag í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. Hann segir að leikurinn í kvöld sé nokkuð gott veganesti í þann leik. „Ég er allt í lagi sáttur við margt. Þetta hefði ekki þurft að enda í tuttugu [stiga tapi] og það var alveg augnablik þar sem var tíu stiga munur og Hilmar tekur tvö skot sem hefðu getað snúið þessu okkur í hag.“ „En þetta er alls ekkert alslæmt, en auðvitað hefðum við getað gert betur. Hins vegar var öll okkar rótering, hvernig liðinu var stillt upp og undirbúningurinn þannig, og það er ekkert leyndarmál, að hugurinn er meira við Georgíuleikinn. Það er svoleiðis. við förum bara í Kákasusfjöllin og klárum þetta,“ sagði Hlynur að lokum.
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik“ Tryggvi Þór Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir að liðið geti tekið margt jákvætt með sér úr tapinu gegn Spánverjum í kvöld í leikinn mikilvæga gegn Georgíumönnum næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 23:04 „Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51 „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik“ Tryggvi Þór Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir að liðið geti tekið margt jákvætt með sér úr tapinu gegn Spánverjum í kvöld í leikinn mikilvæga gegn Georgíumönnum næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 23:04
„Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51
„Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22
Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32