Kjaradeila SA og Eflingar um lágmarkslaun í velsældarsamfélaginu Íslandi Helga Ingólfsdóttir skrifar 18. febrúar 2023 10:58 Nú stendur yfir mikilvæg kjaradeila milli SA og Eflingar þar sem tekist er á um taxtahækkanir lágmarkslauna. Krafa Eflingar er að lágmarkstaxti verði 408 þúsund krónur á mánuði. Hvort sú krafa næst fram í þessari lotu liggur ekki fyrir þegar þessi grein er skrifuð en umræðan og harkan sem birst hefur í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna kröfugerðar Eflingar vekur upp spurningar um hvort þessi barátta er háð á réttum vígvelli. Við búum við velsæld á Íslandi Hvers vegna þurfa félagar í Eflingu að berjast svona hatrammlega fyrir betri kjörum í því velsældarsamfélagi sem við búum í, kjörum sem ættu að vera eðlileg og sjálfsögð? Fyrir liggur að viðsemjendur félagsins eru fulltrúar atvinnugreina sem skila góðum hagnaði og því er krafan ekki að setja þessar starfsgreinar á hliðina. Harkan í þessum viðræðum á sér dýpri rætur og virðist snúa að öðrum þáttum eins og því hverjir raunverulega stjórna og leggja megin línurnar í samfélaginu okkar. Umræðunni er svo stundum viljandi snúið á hvolf þar sem hún er meðal annars persónugerð og röngum eða villandi staðreyndum haldið fram. Stéttarfélög gegna mikilvægu hlutverki á Íslandi. Þetta er staðreynd sem flestir eru sammála en þó eru einhverjir sem telja að stéttarfélögin ráði of miklu. Þegar litið er til þess víðtæka hlutverks sem stéttarfélög gegna fyrir félagsmenn og samfélagið allt mætti þó alveg eins segja að þau ráði of litlu. Helstu framfarir og kjarabætur sem við öll njótum góðs af hafa að mestu leyti áunnist í gegnum baráttu stéttarfélaga, oft tengslum við kjaraviðræður á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna þau mikilvægu réttindi sem atvinnuleysistryggingar eru, orlofsréttindi, sjúkrabætur, fæðingarorlof, stytting vinnuvikunnar og svo mætti lengi telja. Ísland er ríkt land í öllum samanburði Þess vegna berum við öll saman ábyrgð á því að tryggja að lágmarkslaun í landinu séu með þeim hætti að unnt sé að framfleyta sér á þeim og njóta lágmarks lífsgæða í okkar góða samfélagi. Fyrir liggja félagsfræðilegar greiningar á því hvar mörkin þurfa að vera og rannsóknir Vörðu og fleiri aðila sem hafa skoðað kjör láglaunastétta sýna að það er okkar allra hagur að lágmarkslaun séu ekki undir framfærsluviðmiðum þar sem það hefur viðvarandi neikvæð áhrif á heilsu, lífsgæði og starfsaldur. Kjaradeilan sem nú stendur yfir milli Eflingar og SA virðist á köflum vera hörð en eldri og reyndari verkalýðsforingjar muna örugglega harðari deilur. Þessi kjaradeila verður vonandi lærdómur fyrir okkur öll sem koma að kjaraviðræðum um að vanda betur til verka þannig að enginn þurfi á Íslandi að standa úti á götu með mótmælaspjöld til þess að ná eyrum ráðamanna og almennings vegna baráttu sinnar fyrir þeim sjálfsögðu og eðlilegu réttindum að gefa framfleytt sér á launum fyrir fulla vinnu. Við eigum að vera komin lengra á veg en svo. Höfundur er stjórnarmaður í VR og Miðstjórn ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir mikilvæg kjaradeila milli SA og Eflingar þar sem tekist er á um taxtahækkanir lágmarkslauna. Krafa Eflingar er að lágmarkstaxti verði 408 þúsund krónur á mánuði. Hvort sú krafa næst fram í þessari lotu liggur ekki fyrir þegar þessi grein er skrifuð en umræðan og harkan sem birst hefur í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna kröfugerðar Eflingar vekur upp spurningar um hvort þessi barátta er háð á réttum vígvelli. Við búum við velsæld á Íslandi Hvers vegna þurfa félagar í Eflingu að berjast svona hatrammlega fyrir betri kjörum í því velsældarsamfélagi sem við búum í, kjörum sem ættu að vera eðlileg og sjálfsögð? Fyrir liggur að viðsemjendur félagsins eru fulltrúar atvinnugreina sem skila góðum hagnaði og því er krafan ekki að setja þessar starfsgreinar á hliðina. Harkan í þessum viðræðum á sér dýpri rætur og virðist snúa að öðrum þáttum eins og því hverjir raunverulega stjórna og leggja megin línurnar í samfélaginu okkar. Umræðunni er svo stundum viljandi snúið á hvolf þar sem hún er meðal annars persónugerð og röngum eða villandi staðreyndum haldið fram. Stéttarfélög gegna mikilvægu hlutverki á Íslandi. Þetta er staðreynd sem flestir eru sammála en þó eru einhverjir sem telja að stéttarfélögin ráði of miklu. Þegar litið er til þess víðtæka hlutverks sem stéttarfélög gegna fyrir félagsmenn og samfélagið allt mætti þó alveg eins segja að þau ráði of litlu. Helstu framfarir og kjarabætur sem við öll njótum góðs af hafa að mestu leyti áunnist í gegnum baráttu stéttarfélaga, oft tengslum við kjaraviðræður á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna þau mikilvægu réttindi sem atvinnuleysistryggingar eru, orlofsréttindi, sjúkrabætur, fæðingarorlof, stytting vinnuvikunnar og svo mætti lengi telja. Ísland er ríkt land í öllum samanburði Þess vegna berum við öll saman ábyrgð á því að tryggja að lágmarkslaun í landinu séu með þeim hætti að unnt sé að framfleyta sér á þeim og njóta lágmarks lífsgæða í okkar góða samfélagi. Fyrir liggja félagsfræðilegar greiningar á því hvar mörkin þurfa að vera og rannsóknir Vörðu og fleiri aðila sem hafa skoðað kjör láglaunastétta sýna að það er okkar allra hagur að lágmarkslaun séu ekki undir framfærsluviðmiðum þar sem það hefur viðvarandi neikvæð áhrif á heilsu, lífsgæði og starfsaldur. Kjaradeilan sem nú stendur yfir milli Eflingar og SA virðist á köflum vera hörð en eldri og reyndari verkalýðsforingjar muna örugglega harðari deilur. Þessi kjaradeila verður vonandi lærdómur fyrir okkur öll sem koma að kjaraviðræðum um að vanda betur til verka þannig að enginn þurfi á Íslandi að standa úti á götu með mótmælaspjöld til þess að ná eyrum ráðamanna og almennings vegna baráttu sinnar fyrir þeim sjálfsögðu og eðlilegu réttindum að gefa framfleytt sér á launum fyrir fulla vinnu. Við eigum að vera komin lengra á veg en svo. Höfundur er stjórnarmaður í VR og Miðstjórn ASÍ.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun