Kallað út í tómið Kolbrún Baldursdóttir skrifar 18. febrúar 2023 10:01 Nýlega er afstaðinn fundur með ungmennaráðum í borgarstjórn sem er árlegur viðburður. Í annað sinn á stuttum tíma leggur ungmennaráð fram tillögu um að aðgengi að sálfræðingum verði stórbætt. Flokkur fólksins hefur margsinnis sl. 5 ár lagt fram sambærilegar tillögur og þá bent á hvað þurfi að gera til að aðgengi barna að fagþjónustu skóla verði bætt. Biðlisti barna í grunnskólum Reykjavíkur eftir þjónustu einna helst sálfræðinga og talmeinafræðinga er nú 2291 sem bíða eftir fyrstu og frekari þjónustu frá fagfólki skólanna. Árið 2018 biðu um 400 börn.Hægt er að fylgjast með biðlistatölum á vef Reykjavíkurborgar (velstad). Fyrir tveimur vikum var þessi tala 2049 börn Flokki fólksins finnst það átakanlegt að hlusta á kall barnanna sem því miður kalla bara út í tómið. Ég sem sálfræðingur til meira en 30 ára og skólasálfræðingur um 10 ára skeið vil sjá sálfræðingana vera hluta af menningu skólanna, með aðsetur í skólum og að börnin, foreldrar og kennarar hafi auðvelt aðgengi að þeim. Með því að hafa sálfræðingana staðsetta á Miðstöðvum hefur myndast gjá á milli barna og sálfræðiþjónustu og hana þarf að brúa. Ef aðsetur allra sálfræðinga væru í skólunum sjálfum gætu þeir betur sinnt ráðgjöf við kennara og starfsfólk og verið til taks komi upp erfið mál. Tími sálfræðinganna myndi nýtast betur og fjármagn sparast. Sem borgarfulltrúi stóð ég í þeirri meiningu að þegar verkefnið Betri borg fyrir börn var sett á laggirnar, fyrst í Breiðholti, ætti að færa sérfræðiþjónustu meira út í skólana enda hafa skólastjórnendur kallað eftir því í mörg ár. Hlutverk sálfræðinga eins og það gagnast börnum best Hlutverk skólasálfræðinga ætti að vera fyrst og fremst að vera nálægt börnunum: Þeir ættu reglulega að ganga í bekkina í forvarnarskyni, ræða við börnin um einelti og bjóða foreldrum einnig upp á reglulega fræðslu.Starf skólasálfræðinga er afar margbreytilegt en felur í megin dráttum í sér ráðgjafarviðtöl, skimun, greiningu, fræðslu, og stuðning, eftirfylgd með málum og aðra aðkomu vegna vanda barna í leik- og grunnskólum. Horfa verður á þá staðreynd að vanlíðan og óhamingja barna hefur verið að aukast síðustu misseri og hefur það verið staðfest með fjölda rannsókna m.a.frá Landlæknisembættinu og Velferðarvaktinni sem hefur gert reglulegar kannanir. Nýlega kom út ársskýrsla velferðarsviðs. Í skýrslunni eru birtar upplýsingar um algengustu ástæður tilvísana eftir faglegri þjónustu fyrir börn og af hverju unglingar leita eftir viðtölum við sálfræðinga. Langmesta aukningin milli ára er vegna tilfinninga- og félagslegs vanda eða um 63%, og vegna málþroskavanda, 62%. Börnum með hamlandi einbeitingarvanda hefur fjölgað frá 280 í 456 börn. Fjölgun tilvísana/beiðna vegna vitsmunaþroskavanda hefur einnig aukist t.d. vegna lesskilningsvanda. Börn í vanda og vanlíðan þurfa aðstoð sálfræðinga.Birtingamyndir vanlíðan barna og unglinga er kvíði, þunglyndi, skólaforðun og sjálfsskaði en sjálfsskaði hefur færst í vöxt meðal barna. Börn sem stunda sjálfskaða fela atferlið iðulega fyrir foreldrum eins og þau geta. Nýjustu rannsóknir sýna að um 18% unglinga stunda sjálfsskaða. Vandinn hverfur ekki þótt hunsaður Ef tilfinninga-, vitsmuna- og/eða félagslegur vandi barna er hunsaður, hverfur hann ekki. Því lengur sem börn bíða án nauðsynlegrar þjónustu vegna sálræns vanda aukast líkur á að vandinn versni og verður þá enn flóknari og erfiðari viðureignar. Ef barn fær ekki hjálp við hæfi er hætta á að sjálfsmyndin beri hnekki. Verið er að leika sér að eldinum með því að láta börn bíða eftir viðeigandi aðstoð við sálrænum vanda sem og öðrum vanda að sjálfsögðu. Biðin er foreldrunum ekki síður erfið og óvissan með öllu óþolandi. Fjölmörg dæmi eru um að börn hafa beðið í allt að 2 ár á biðlista eftir sálfræðiaðstoð skólanna sem er lögbundin þjónusta. Mörg hafa útskrifast án þess að fá faglega þjónustu eða jafnvel fyrstu hjálp. Efnaminni foreldrar hafa ekki ráð á að kaupa þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Líklegt má telja að ákveðinn hópur barna með náms-, félags- og tilfinningalegan vanda haldi út í lífið án þess að hafa fengið nokkra aðstoð. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega er afstaðinn fundur með ungmennaráðum í borgarstjórn sem er árlegur viðburður. Í annað sinn á stuttum tíma leggur ungmennaráð fram tillögu um að aðgengi að sálfræðingum verði stórbætt. Flokkur fólksins hefur margsinnis sl. 5 ár lagt fram sambærilegar tillögur og þá bent á hvað þurfi að gera til að aðgengi barna að fagþjónustu skóla verði bætt. Biðlisti barna í grunnskólum Reykjavíkur eftir þjónustu einna helst sálfræðinga og talmeinafræðinga er nú 2291 sem bíða eftir fyrstu og frekari þjónustu frá fagfólki skólanna. Árið 2018 biðu um 400 börn.Hægt er að fylgjast með biðlistatölum á vef Reykjavíkurborgar (velstad). Fyrir tveimur vikum var þessi tala 2049 börn Flokki fólksins finnst það átakanlegt að hlusta á kall barnanna sem því miður kalla bara út í tómið. Ég sem sálfræðingur til meira en 30 ára og skólasálfræðingur um 10 ára skeið vil sjá sálfræðingana vera hluta af menningu skólanna, með aðsetur í skólum og að börnin, foreldrar og kennarar hafi auðvelt aðgengi að þeim. Með því að hafa sálfræðingana staðsetta á Miðstöðvum hefur myndast gjá á milli barna og sálfræðiþjónustu og hana þarf að brúa. Ef aðsetur allra sálfræðinga væru í skólunum sjálfum gætu þeir betur sinnt ráðgjöf við kennara og starfsfólk og verið til taks komi upp erfið mál. Tími sálfræðinganna myndi nýtast betur og fjármagn sparast. Sem borgarfulltrúi stóð ég í þeirri meiningu að þegar verkefnið Betri borg fyrir börn var sett á laggirnar, fyrst í Breiðholti, ætti að færa sérfræðiþjónustu meira út í skólana enda hafa skólastjórnendur kallað eftir því í mörg ár. Hlutverk sálfræðinga eins og það gagnast börnum best Hlutverk skólasálfræðinga ætti að vera fyrst og fremst að vera nálægt börnunum: Þeir ættu reglulega að ganga í bekkina í forvarnarskyni, ræða við börnin um einelti og bjóða foreldrum einnig upp á reglulega fræðslu.Starf skólasálfræðinga er afar margbreytilegt en felur í megin dráttum í sér ráðgjafarviðtöl, skimun, greiningu, fræðslu, og stuðning, eftirfylgd með málum og aðra aðkomu vegna vanda barna í leik- og grunnskólum. Horfa verður á þá staðreynd að vanlíðan og óhamingja barna hefur verið að aukast síðustu misseri og hefur það verið staðfest með fjölda rannsókna m.a.frá Landlæknisembættinu og Velferðarvaktinni sem hefur gert reglulegar kannanir. Nýlega kom út ársskýrsla velferðarsviðs. Í skýrslunni eru birtar upplýsingar um algengustu ástæður tilvísana eftir faglegri þjónustu fyrir börn og af hverju unglingar leita eftir viðtölum við sálfræðinga. Langmesta aukningin milli ára er vegna tilfinninga- og félagslegs vanda eða um 63%, og vegna málþroskavanda, 62%. Börnum með hamlandi einbeitingarvanda hefur fjölgað frá 280 í 456 börn. Fjölgun tilvísana/beiðna vegna vitsmunaþroskavanda hefur einnig aukist t.d. vegna lesskilningsvanda. Börn í vanda og vanlíðan þurfa aðstoð sálfræðinga.Birtingamyndir vanlíðan barna og unglinga er kvíði, þunglyndi, skólaforðun og sjálfsskaði en sjálfsskaði hefur færst í vöxt meðal barna. Börn sem stunda sjálfskaða fela atferlið iðulega fyrir foreldrum eins og þau geta. Nýjustu rannsóknir sýna að um 18% unglinga stunda sjálfsskaða. Vandinn hverfur ekki þótt hunsaður Ef tilfinninga-, vitsmuna- og/eða félagslegur vandi barna er hunsaður, hverfur hann ekki. Því lengur sem börn bíða án nauðsynlegrar þjónustu vegna sálræns vanda aukast líkur á að vandinn versni og verður þá enn flóknari og erfiðari viðureignar. Ef barn fær ekki hjálp við hæfi er hætta á að sjálfsmyndin beri hnekki. Verið er að leika sér að eldinum með því að láta börn bíða eftir viðeigandi aðstoð við sálrænum vanda sem og öðrum vanda að sjálfsögðu. Biðin er foreldrunum ekki síður erfið og óvissan með öllu óþolandi. Fjölmörg dæmi eru um að börn hafa beðið í allt að 2 ár á biðlista eftir sálfræðiaðstoð skólanna sem er lögbundin þjónusta. Mörg hafa útskrifast án þess að fá faglega þjónustu eða jafnvel fyrstu hjálp. Efnaminni foreldrar hafa ekki ráð á að kaupa þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Líklegt má telja að ákveðinn hópur barna með náms-, félags- og tilfinningalegan vanda haldi út í lífið án þess að hafa fengið nokkra aðstoð. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun