Er verið að reyna að gera út af við íslenska háskólastúdenta? Úlfhildur Elín Guðmundsdóttir skrifar 16. febrúar 2023 09:00 Eins og staðan er í dag er háskólanám okkar í samræmi við aðra Evrópska staðla ekki satt? Rangt. Á Íslandi lifir ennþá sá hugsunarháttur að stúdentar eiga að keyra sig út við það að fá námsgráðu í hendurnar. Í Háskóla Íslands lítur út fyrir það að prófessorar hverrar deildar geta ekki samræmt vinnubrögð sín, einn áfanginn gæti verið mjög sanngjarn en annar ekki. Í fyrsta lagi á það ekki að vera normið í dag að lokapróf séu skylda. Það hefur marg sýnt sig að lokapróf sýna ekki fram á kunnáttu og gera ekkert annað en að ýta undir kvíða og streitu stúdenta. Frekar ætti að taka upp þá hefð að hafa heimapróf, eða þó allavega hafa einhver gögn leyfileg við próftöku. Í öðru lagi erum við sem fullorðið fólk á 21. Öldinni að fara að skrifa ritgerðir niður á blað þegar við erum að taka próf. Það er ruglað að en sé verið að notast við pappír í prófum í háskóla. Þetta er endalaus eyðsla á blöðum hjá stofnun sem eiga að vera til “fyrirmyndar” auk þess að þetta gagnast lærdómi ekki neitt. Það er löngu búið að þróa tæki og tól sem nýtast okkur í svona tilfellum, notumst við þau! Í þriðja lagi er verið að reyna að keyra stúdenta út með þessu kerfi, bæði háskólar og menntaskólar. Að vinna í þremur og allt upp að fimm áföngum í 4 og ½ mánuð er meira en að segja. Þetta dregur allan vilja og metnað úr sál stúdenta og ýtir bara undir vanlíðan. Skólar í Evrópu Þegar skoðaðir eru aðrir skólar í Evrópu má sjá eitt sem stendur frekar upp úr þar. Félagslíf sem stúdentaráð og skólar setja upp, vikulega. Alls konar viðburðir, mismunandi sem hentar hvaða hóp af fólki sem er. Hvort sem við skoðum Finnland, Holland, Spán eða Þýskaland þá eru þar miklu frekar hópar sem hittast, gera eitthvað saman og hafa gaman. Þetta kemur meðauknum tíma sem fólk hefur til þess að eyða í sjálft sig, frekar en að liggja heima yfir bókum allan liðlangan daginn. Ekki endilega með því að hella í sig áfengi, heldur alls konar annað sem er í boði. Námskerfið er allt öðruvísi, auðvitað fer það eftir skólum, en skemmtilegast finnst mér að sjá hvernig farið er að þessu á mörgum stöðum í Evrópu. Önnum er skipt upp í 2 eða 3 styttri “annir”. Hver áfangi endist ekki nema í mánuð eða tvo og ekki eru teknir fleiri en tveir eða þrír áfangar í einu. Þetta strax leyfir stúdentum að lifa aðeins frjálslegri lífstíl þar sem hægt er að afla sér frekari tekna eða jafnvel bara til þess að eiga meiri tíma með vinum, fjölskyldu eða námsfélögum. Kostnað skólagöngu á Íslandi er eitthvað sem virkilega þarf að rýna betur í. Af hverju geta svona stór ríki eins og Noregur, Svíþjóð og Danmörk leyft háskólanámi að vera stúdentum að kostanaðarlausu, auk þess að gefa námsbækur en Ísland hækkar sín skólagjöld? Ef háskólagjöld hækka upp í 100.000kr.- þá væri hægt að bjóða stúdentum upp á fleiri fríðindi í skólanum. Mörgu þarf að breyta í skólakerfinu á Íslandi. Förum að taka það í gegn áður en það verður of seint! Höfundur er stúdent við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Eins og staðan er í dag er háskólanám okkar í samræmi við aðra Evrópska staðla ekki satt? Rangt. Á Íslandi lifir ennþá sá hugsunarháttur að stúdentar eiga að keyra sig út við það að fá námsgráðu í hendurnar. Í Háskóla Íslands lítur út fyrir það að prófessorar hverrar deildar geta ekki samræmt vinnubrögð sín, einn áfanginn gæti verið mjög sanngjarn en annar ekki. Í fyrsta lagi á það ekki að vera normið í dag að lokapróf séu skylda. Það hefur marg sýnt sig að lokapróf sýna ekki fram á kunnáttu og gera ekkert annað en að ýta undir kvíða og streitu stúdenta. Frekar ætti að taka upp þá hefð að hafa heimapróf, eða þó allavega hafa einhver gögn leyfileg við próftöku. Í öðru lagi erum við sem fullorðið fólk á 21. Öldinni að fara að skrifa ritgerðir niður á blað þegar við erum að taka próf. Það er ruglað að en sé verið að notast við pappír í prófum í háskóla. Þetta er endalaus eyðsla á blöðum hjá stofnun sem eiga að vera til “fyrirmyndar” auk þess að þetta gagnast lærdómi ekki neitt. Það er löngu búið að þróa tæki og tól sem nýtast okkur í svona tilfellum, notumst við þau! Í þriðja lagi er verið að reyna að keyra stúdenta út með þessu kerfi, bæði háskólar og menntaskólar. Að vinna í þremur og allt upp að fimm áföngum í 4 og ½ mánuð er meira en að segja. Þetta dregur allan vilja og metnað úr sál stúdenta og ýtir bara undir vanlíðan. Skólar í Evrópu Þegar skoðaðir eru aðrir skólar í Evrópu má sjá eitt sem stendur frekar upp úr þar. Félagslíf sem stúdentaráð og skólar setja upp, vikulega. Alls konar viðburðir, mismunandi sem hentar hvaða hóp af fólki sem er. Hvort sem við skoðum Finnland, Holland, Spán eða Þýskaland þá eru þar miklu frekar hópar sem hittast, gera eitthvað saman og hafa gaman. Þetta kemur meðauknum tíma sem fólk hefur til þess að eyða í sjálft sig, frekar en að liggja heima yfir bókum allan liðlangan daginn. Ekki endilega með því að hella í sig áfengi, heldur alls konar annað sem er í boði. Námskerfið er allt öðruvísi, auðvitað fer það eftir skólum, en skemmtilegast finnst mér að sjá hvernig farið er að þessu á mörgum stöðum í Evrópu. Önnum er skipt upp í 2 eða 3 styttri “annir”. Hver áfangi endist ekki nema í mánuð eða tvo og ekki eru teknir fleiri en tveir eða þrír áfangar í einu. Þetta strax leyfir stúdentum að lifa aðeins frjálslegri lífstíl þar sem hægt er að afla sér frekari tekna eða jafnvel bara til þess að eiga meiri tíma með vinum, fjölskyldu eða námsfélögum. Kostnað skólagöngu á Íslandi er eitthvað sem virkilega þarf að rýna betur í. Af hverju geta svona stór ríki eins og Noregur, Svíþjóð og Danmörk leyft háskólanámi að vera stúdentum að kostanaðarlausu, auk þess að gefa námsbækur en Ísland hækkar sín skólagjöld? Ef háskólagjöld hækka upp í 100.000kr.- þá væri hægt að bjóða stúdentum upp á fleiri fríðindi í skólanum. Mörgu þarf að breyta í skólakerfinu á Íslandi. Förum að taka það í gegn áður en það verður of seint! Höfundur er stúdent við Háskóla Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar