Ekki fleiri brúðkaup! Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 08:01 Að ganga í hjónaband hefur félagslegar, lagalegar og trúarlegar víddir. Þessar víddir eru aðgreinanlegar en tengjast með margvíslegum hætti. Hin félagslega vídd felst annarsvegar í því að hjónaefni bjóða ástvinum til fagnaðar til að samgleðjast elskendum yfir þeirri ást sem þau, þær og þeir eiga, og hinsvegar til að marka landamæri nýrrar fjölskyldu. Hið síðarnefnda er sérlega mikilvægt þegar stofnað er til samsettrar fjölskyldu, þar sem stúpbörn eiga í hlut. Hin lagalega vídd snýr að mikilvægum þáttum er varða réttarstöðu hjóna. Dæmi um slíkt eru réttindi við veikindi eða fráfall maka og réttlæti í þeim hjónaböndum, þar sem annað hjóna hverfur af vinnumarkaði til að sinna börnum. Félagslegar og lagalegar forsendur hjónabandsins hafa breyst mikið á undanförnum árum og í því ljósi er að mínu mati orðið brúðkaup ekki lengur lýsandi, heldur úrelt orð. Orðið er gegnsætt að merkingu og fyrri hlutinn vísar til þáttar brúðar í giftingarathöfn. Orðið hjón er í okkar tungumáli ekki lengur eingöngu notað um gagnkynhneigð hjónabönd og það er rangnefni að lýsa giftingu karlkyns hjóna, sem brúðkaupi. Mikilvægara er þó að fjárhagslegar forsendur hjónabandsins hafa breyst í samfélagi þar sem möguleikar kynjanna til að sjá fyrir sér eru, eða ættu að vera, óháðar kynjum. Seinni hluti orðsins brúðkaup vísar í heimanmund brúðarinnar, það að brúður var mundi keypt. Í stað brúðkaups legg ég til að við veraldlegar athafnir sé frekar talað um giftingu og í trúarlegu samhengi hjónavígslu. Hin trúarlega vídd hjónabandsins byggir annarsvegar á þeirri hugmynd að líf okkar sé hlaðið merkingu, að það að hjón hafi fundið hvort annað, hverja aðra og hvorn annan sé ekki tilviljun heldur hlaðið tilgangi, og hinsvegar á þeirri vígslu sem hjónaefni gangast undir. Það er óvenjulegt í íslensku að sama orð sé notað yfir kirkjulega vígslu (ordinatio) og vígslu hjóna (consecratio), en inntakið er það sama. Líkt og kirkjunnar þjónn vígist til þjónustu við söfnuð, vígjast hjón til þjónustu við hvort annað, hverja aðra og hvorn annan. Ólíkt þeim stöðumun sem fólginn er í merkingu orðsins brúðkaup, á vígslan sér stað í hjónavígslu þegar hjónaefni hafa játast hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, og krjúpa saman sem jafningjar. Vígsla merkir fyrirbæn til þjónustu. Hjónaefnin biðja Guð um að þeim veitist það sem þau, þær og þeir þarfnast til að geta elskað og þjónustað hvort annað, hvor aðra og hvorn annan í auðmýkt á samfylgd þeirra í lífinu. Ástvinir þeirra sameinast í þeirri fyrirbæn fyrir þjónustu, sem presturinn leiðir fyrir hönd hjónanna. Sú líkamsstaða sem hjónaefni taka sér, með því að krjúpa saman, sýnir annarsvegar að þau eru jafningjar og hinsvegar táknrænt að auðmýkt er forsenda allrar elsku. Í hjónabandi er sú afstaða að elska auðmjúk, auðug af mýkt gagnvart hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, lykillinn að lífshamingjunni. Ef hjón haldast á hnjánum í gegnum lífið, munu hjónin haldast saman, hvað sem lífið færir þeim í fang. Í Fríkirkjunni fá safnaðarmeðlimir hjónavígslu, þeim að kostnaðarlausu. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Að ganga í hjónaband hefur félagslegar, lagalegar og trúarlegar víddir. Þessar víddir eru aðgreinanlegar en tengjast með margvíslegum hætti. Hin félagslega vídd felst annarsvegar í því að hjónaefni bjóða ástvinum til fagnaðar til að samgleðjast elskendum yfir þeirri ást sem þau, þær og þeir eiga, og hinsvegar til að marka landamæri nýrrar fjölskyldu. Hið síðarnefnda er sérlega mikilvægt þegar stofnað er til samsettrar fjölskyldu, þar sem stúpbörn eiga í hlut. Hin lagalega vídd snýr að mikilvægum þáttum er varða réttarstöðu hjóna. Dæmi um slíkt eru réttindi við veikindi eða fráfall maka og réttlæti í þeim hjónaböndum, þar sem annað hjóna hverfur af vinnumarkaði til að sinna börnum. Félagslegar og lagalegar forsendur hjónabandsins hafa breyst mikið á undanförnum árum og í því ljósi er að mínu mati orðið brúðkaup ekki lengur lýsandi, heldur úrelt orð. Orðið er gegnsætt að merkingu og fyrri hlutinn vísar til þáttar brúðar í giftingarathöfn. Orðið hjón er í okkar tungumáli ekki lengur eingöngu notað um gagnkynhneigð hjónabönd og það er rangnefni að lýsa giftingu karlkyns hjóna, sem brúðkaupi. Mikilvægara er þó að fjárhagslegar forsendur hjónabandsins hafa breyst í samfélagi þar sem möguleikar kynjanna til að sjá fyrir sér eru, eða ættu að vera, óháðar kynjum. Seinni hluti orðsins brúðkaup vísar í heimanmund brúðarinnar, það að brúður var mundi keypt. Í stað brúðkaups legg ég til að við veraldlegar athafnir sé frekar talað um giftingu og í trúarlegu samhengi hjónavígslu. Hin trúarlega vídd hjónabandsins byggir annarsvegar á þeirri hugmynd að líf okkar sé hlaðið merkingu, að það að hjón hafi fundið hvort annað, hverja aðra og hvorn annan sé ekki tilviljun heldur hlaðið tilgangi, og hinsvegar á þeirri vígslu sem hjónaefni gangast undir. Það er óvenjulegt í íslensku að sama orð sé notað yfir kirkjulega vígslu (ordinatio) og vígslu hjóna (consecratio), en inntakið er það sama. Líkt og kirkjunnar þjónn vígist til þjónustu við söfnuð, vígjast hjón til þjónustu við hvort annað, hverja aðra og hvorn annan. Ólíkt þeim stöðumun sem fólginn er í merkingu orðsins brúðkaup, á vígslan sér stað í hjónavígslu þegar hjónaefni hafa játast hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, og krjúpa saman sem jafningjar. Vígsla merkir fyrirbæn til þjónustu. Hjónaefnin biðja Guð um að þeim veitist það sem þau, þær og þeir þarfnast til að geta elskað og þjónustað hvort annað, hvor aðra og hvorn annan í auðmýkt á samfylgd þeirra í lífinu. Ástvinir þeirra sameinast í þeirri fyrirbæn fyrir þjónustu, sem presturinn leiðir fyrir hönd hjónanna. Sú líkamsstaða sem hjónaefni taka sér, með því að krjúpa saman, sýnir annarsvegar að þau eru jafningjar og hinsvegar táknrænt að auðmýkt er forsenda allrar elsku. Í hjónabandi er sú afstaða að elska auðmjúk, auðug af mýkt gagnvart hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, lykillinn að lífshamingjunni. Ef hjón haldast á hnjánum í gegnum lífið, munu hjónin haldast saman, hvað sem lífið færir þeim í fang. Í Fríkirkjunni fá safnaðarmeðlimir hjónavígslu, þeim að kostnaðarlausu. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun