Réttur barna og heimagreiðslur Margrét Pála Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 13:31 Kæru vinkonur og vinir í sveitarstjórnum landsins. Nú bið ég ykkur í einlægni að standa þétt með börnum og barnafjölskyldum og láta ekki íhaldssama flokkapólitík rugla ykkur í ríminu. Heimagreiðslur eru hárétt skref núna - það er réttur barna að fjölskyldur eigi valkosti um uppeldisaðstæður þeirra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Börn eiga rétt á að fá heimsins besta atlæti hvort sem það heima eða heiman og um það snýst málið. Fjölskyldan veitir slíkt atlæti hvort sem það er mamman eða pabbinn eða amman eða afinn eða annað fólk sem barnið er tengt tilfinningalega og gjörþekkir þarfir þeirra. Frábærir dagforeldrar og frábærir leikskólar geta líka gert það ef aðstæður þar eru eins og við viljum. Réttur barnsins skerðir á engan hátt rétt foreldra til að ákvarða um líf sitt. Það er fjárhagsskortur og skökk pólitík sem gerir það og það leyfi ég mér að fullyrða eftir 45 ára starf nálægt barnafjölskyldum og foreldrum ungra barna. Stór hluti þeirra myndi kjósa að hafa barnið lengur í umsjón fjölskyldunnar, bara ef það væri í boði fjárhagslega. Þar með er ekki sagt að mamman myndi endilega vera heima, fjölmargir aðrir eru í nærhópi barnsins sem myndu líka geta lagt hönd á plóginn og því mega greiðslurnar ekki vera einskorðaðar við foreldra. Stór hluti fjölskyldna myndi líka kjósa að treysta dagforeldrum og leikskólum fyrir barninu, þessari dýrmætustu eign á heimilinu. Alvöru heimagreiðslur upp að tveggja ára aldri ættu að taka mið af raunkostnaði við leikskólabarn á þeim aldri sem er núna 470 þús. þegar allt er talið. Það væri æskilegt að greiðslan nálgist lágmarkslaun og að lífeyrisgreiðslur og stéttarfélagsaðild þurfa að valkostur en ekki skylda til að takmarka ekki hverjir geta tekið sér umönnun og uppeldi barnins. Munum svo að heimagreiðslurnar verða að vera tryggar að minnsta kosti til tveggja ára en ekki koma og fara fyrirvaralaust þótt pláss losni, stöðugleiki og fyrirsjáanleiki er það besta fyrir börn og barnfjölskyldur. Heimagreiðslur myndu líka létta mesta þungann af leikskólakerfinu. Vonandi yrði okkur þá loks kleift að skapa þær frábæru gæðaaðstæður sem við kjósum fyrir börn. Hugsum um skortinn á leikskólarýmum og leikskólakennurum, um viðvarandi hörgul og veltu starfsmanna, um mygluðu húsin og um gríðarlegan fjárskort. Við erum nú hálfri öld frá þeim stað þegar konur áttu ekkert val eftir að barn var komið í heiminn. Barátta okkar endaði hins vegar í hinum öfgunum, ekkert val nema senda barn að heiman og fara sjálf í vinnuna, vinnu sem er ekki alltaf vel launuð og spennandi þótt sé sárt að viðurkenna það. Áfram gakk, elsku fólk! Tökum nú næstu hálfa öld í nýjum takti og í liði með börnum. Höfundur er frumkvöðull í uppeldis- og menntamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Réttindi barna Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Kæru vinkonur og vinir í sveitarstjórnum landsins. Nú bið ég ykkur í einlægni að standa þétt með börnum og barnafjölskyldum og láta ekki íhaldssama flokkapólitík rugla ykkur í ríminu. Heimagreiðslur eru hárétt skref núna - það er réttur barna að fjölskyldur eigi valkosti um uppeldisaðstæður þeirra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Börn eiga rétt á að fá heimsins besta atlæti hvort sem það heima eða heiman og um það snýst málið. Fjölskyldan veitir slíkt atlæti hvort sem það er mamman eða pabbinn eða amman eða afinn eða annað fólk sem barnið er tengt tilfinningalega og gjörþekkir þarfir þeirra. Frábærir dagforeldrar og frábærir leikskólar geta líka gert það ef aðstæður þar eru eins og við viljum. Réttur barnsins skerðir á engan hátt rétt foreldra til að ákvarða um líf sitt. Það er fjárhagsskortur og skökk pólitík sem gerir það og það leyfi ég mér að fullyrða eftir 45 ára starf nálægt barnafjölskyldum og foreldrum ungra barna. Stór hluti þeirra myndi kjósa að hafa barnið lengur í umsjón fjölskyldunnar, bara ef það væri í boði fjárhagslega. Þar með er ekki sagt að mamman myndi endilega vera heima, fjölmargir aðrir eru í nærhópi barnsins sem myndu líka geta lagt hönd á plóginn og því mega greiðslurnar ekki vera einskorðaðar við foreldra. Stór hluti fjölskyldna myndi líka kjósa að treysta dagforeldrum og leikskólum fyrir barninu, þessari dýrmætustu eign á heimilinu. Alvöru heimagreiðslur upp að tveggja ára aldri ættu að taka mið af raunkostnaði við leikskólabarn á þeim aldri sem er núna 470 þús. þegar allt er talið. Það væri æskilegt að greiðslan nálgist lágmarkslaun og að lífeyrisgreiðslur og stéttarfélagsaðild þurfa að valkostur en ekki skylda til að takmarka ekki hverjir geta tekið sér umönnun og uppeldi barnins. Munum svo að heimagreiðslurnar verða að vera tryggar að minnsta kosti til tveggja ára en ekki koma og fara fyrirvaralaust þótt pláss losni, stöðugleiki og fyrirsjáanleiki er það besta fyrir börn og barnfjölskyldur. Heimagreiðslur myndu líka létta mesta þungann af leikskólakerfinu. Vonandi yrði okkur þá loks kleift að skapa þær frábæru gæðaaðstæður sem við kjósum fyrir börn. Hugsum um skortinn á leikskólarýmum og leikskólakennurum, um viðvarandi hörgul og veltu starfsmanna, um mygluðu húsin og um gríðarlegan fjárskort. Við erum nú hálfri öld frá þeim stað þegar konur áttu ekkert val eftir að barn var komið í heiminn. Barátta okkar endaði hins vegar í hinum öfgunum, ekkert val nema senda barn að heiman og fara sjálf í vinnuna, vinnu sem er ekki alltaf vel launuð og spennandi þótt sé sárt að viðurkenna það. Áfram gakk, elsku fólk! Tökum nú næstu hálfa öld í nýjum takti og í liði með börnum. Höfundur er frumkvöðull í uppeldis- og menntamálum.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar