Ferðamennska allt árið um kring Gréta María Grétarsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 08:01 Íslensk ferðaþjónusta er að öllu leyti á mjög spennandi stað í dag. Greinin er í hröðum vexti og fyrirtækin eru að stækka og styrkja tengsl sín við innlenda og erlenda samstarfsaðila. Sá styrkur sem greinin býr yfir sést ekki síst í því hvað hún var fljót að ná vopnum sínum eftir Covid faraldurinn. Hvort sem miðað er við fjölda starfa, gjaldeyristekjur eða veltu fyrirtækja í greininni er ferðaþjónustan svo sannarlega orðin ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Á sama tíma og ljóst er hversu mikilvæg greinin er fyrir okkur Íslendinga þá vitum við líka að við eigum mikið inni og getum gert betur, fyrirtækjunum, starfsfólkinu og viðskiptavinum okkar til heilla. Þekking og reynsla geta tapast Til lengri tíma veltur árangur okkar á því hversu vel okkur tekst að dreifa heimsóknum yfir árið, t.d. með áherslu á vetrarferðamennsku og heilsársferðamennsku. Þessa dagana eru miklar sveiflur í rekstri fyrirtækjanna, sem þýðir að stór hluti starfsfólks í ferðaþjónustu er ekki með fasta vinnu allt árið, heldur starfar þar nokkra mánuði í senn, eða hleypur í eitt og eitt verkefni, samhliða annarri vinnu eða námi. Þetta fyrirkomulag hentar sumum, en því fylgja líka ókostir. Það er kostnaðarsamt að vera sífellt að ráða fólk og þjálfa og enn mikilvægara er að við þessar aðstæður er erfiðara að viðhalda þekkingu og reynslu. Það getur á sama tíma komið niður á þeim gæðum sem við viljum standa fyrir þar sem mun erfiðara er að viðhalda sama þjónustustigi fyrir alla viðskiptavini ef stöðugt þarf að fjölga og fækka fólki eftir árstíðarsveiflum. Það er meðal annars þess vegna sem markmið okkar hjá Arctic Adventures er að bjóða starfsfólki okkar vinnu árið um kring. Það hentar ekki öllum að vera í tímabundinni vinnu samhliða öðru. Vissulega getur slíkt fyrirkomulag hentað fólki um tíma, en á einhverjum tímapunkti viljum við flest njóta meiri stöðugleika. Eins og áður segir verður meirihluti tekna ferðaþjónustufyrirtækja til yfir sumartímann og þá er meiri þörf fyrir starfsfólk en þegar hægist um. Fleiri ferðamenn utan háannatíma Til að geta fjölgað heilsársstörfum þurfum við því að fjölga ferðamönnum sem hingað koma utan háannatíma. Reynslumikið starfsfólk í fullu starfi árið um kring er um leið mikilvægur öryggisþáttur sem stuðlar að því að vetrar-ferðamennskan verði öruggari og gangi áfallalítið fyrir sig. Öryggi ferðamanna, ekki síst að vetri til, hefur verið reglulega í umræðunni. Betra skipulag ferðaþjónustunnar árið um kring og þekking sem safnast upp í greininni þegar fólk á kost á framtíðarstarfi ættu að haldast í hendur og auka bæði virði og gæði þjónustunnar. Þetta eru auðvitað ekki ný sannindi, en vonandi verða þessi skrif til að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að við leggjum áherslu á vetrarferðamennsku og heilsársferðamennsku almennt. Við viljum vera með reyndasta, menntaðasta, faglegasta og öruggasta starfsfólk sem völ er á. Til að geta byggt upp slíka reynslu og til að halda í þetta fólk verðum við að geta boðið því vel launaða vinnu allt árið um kring. Veturinn er aðlaðandi Á það hefur verið bent, í skýrslum og greinum, að arðsemi í ferðaþjónustu þyrfti að vera meiri og það er alveg rétt, enda er betri arðsemi forsenda þess að í greininni geti fólk af öllu tagi fundið vel launuð heilsársstörf. Ef við náum jafnari dreifingu ferðafólks yfir árið sláum við margar flugur í einu höggi. Jafnara álag bætir til muna nýtingu fjármuna, skilar sér í meiri arðsemi, fjölgar föstum heilsársstörfum og varðveitir þá reynslu og þekkingu sem skapast innan greinarinnar. En hvað getum við gert til að ýta undir heilsársferðaþjónustu? Atburðir síðustu vikna sanna hið fornkveðna, að hér geta veður skipast skjótt í lofti og hér getur fólk upplifað raunverulegt vetrarveður. En í því getur einmitt falist aðdráttarafl. Ferðamannastaðirnir okkar umbreytast að vetri til, en verða jafnvel enn fegurri fyrir vikið. Fossar í klakaböndum eru allt eins tilkomumiklir og þegar vatnið ryðst fram. Markaðssetning erlendis er mikilvæg, en við þurfum líka að setjast niður hér heima og ákveða hvað við viljum gera og hvað við erum tilbúin að leggja á okkur. Hér þarf að eiga sér samtal um forgangsröðun í snjóruðningi, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt, en einnig þarf að fræða fólkið sem hingað kemur um raunveruleika hins íslenska veturs. Að mörgu er að huga, en ég er sannfærð um að ef við höfum langtímahagsmuni ferðaþjónustunnar og íslensks samfélags í huga getum við náð markverðum árangri í þessum efnum. Höfundur er forstjóri Arctic Adventures. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Sjá meira
Íslensk ferðaþjónusta er að öllu leyti á mjög spennandi stað í dag. Greinin er í hröðum vexti og fyrirtækin eru að stækka og styrkja tengsl sín við innlenda og erlenda samstarfsaðila. Sá styrkur sem greinin býr yfir sést ekki síst í því hvað hún var fljót að ná vopnum sínum eftir Covid faraldurinn. Hvort sem miðað er við fjölda starfa, gjaldeyristekjur eða veltu fyrirtækja í greininni er ferðaþjónustan svo sannarlega orðin ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Á sama tíma og ljóst er hversu mikilvæg greinin er fyrir okkur Íslendinga þá vitum við líka að við eigum mikið inni og getum gert betur, fyrirtækjunum, starfsfólkinu og viðskiptavinum okkar til heilla. Þekking og reynsla geta tapast Til lengri tíma veltur árangur okkar á því hversu vel okkur tekst að dreifa heimsóknum yfir árið, t.d. með áherslu á vetrarferðamennsku og heilsársferðamennsku. Þessa dagana eru miklar sveiflur í rekstri fyrirtækjanna, sem þýðir að stór hluti starfsfólks í ferðaþjónustu er ekki með fasta vinnu allt árið, heldur starfar þar nokkra mánuði í senn, eða hleypur í eitt og eitt verkefni, samhliða annarri vinnu eða námi. Þetta fyrirkomulag hentar sumum, en því fylgja líka ókostir. Það er kostnaðarsamt að vera sífellt að ráða fólk og þjálfa og enn mikilvægara er að við þessar aðstæður er erfiðara að viðhalda þekkingu og reynslu. Það getur á sama tíma komið niður á þeim gæðum sem við viljum standa fyrir þar sem mun erfiðara er að viðhalda sama þjónustustigi fyrir alla viðskiptavini ef stöðugt þarf að fjölga og fækka fólki eftir árstíðarsveiflum. Það er meðal annars þess vegna sem markmið okkar hjá Arctic Adventures er að bjóða starfsfólki okkar vinnu árið um kring. Það hentar ekki öllum að vera í tímabundinni vinnu samhliða öðru. Vissulega getur slíkt fyrirkomulag hentað fólki um tíma, en á einhverjum tímapunkti viljum við flest njóta meiri stöðugleika. Eins og áður segir verður meirihluti tekna ferðaþjónustufyrirtækja til yfir sumartímann og þá er meiri þörf fyrir starfsfólk en þegar hægist um. Fleiri ferðamenn utan háannatíma Til að geta fjölgað heilsársstörfum þurfum við því að fjölga ferðamönnum sem hingað koma utan háannatíma. Reynslumikið starfsfólk í fullu starfi árið um kring er um leið mikilvægur öryggisþáttur sem stuðlar að því að vetrar-ferðamennskan verði öruggari og gangi áfallalítið fyrir sig. Öryggi ferðamanna, ekki síst að vetri til, hefur verið reglulega í umræðunni. Betra skipulag ferðaþjónustunnar árið um kring og þekking sem safnast upp í greininni þegar fólk á kost á framtíðarstarfi ættu að haldast í hendur og auka bæði virði og gæði þjónustunnar. Þetta eru auðvitað ekki ný sannindi, en vonandi verða þessi skrif til að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að við leggjum áherslu á vetrarferðamennsku og heilsársferðamennsku almennt. Við viljum vera með reyndasta, menntaðasta, faglegasta og öruggasta starfsfólk sem völ er á. Til að geta byggt upp slíka reynslu og til að halda í þetta fólk verðum við að geta boðið því vel launaða vinnu allt árið um kring. Veturinn er aðlaðandi Á það hefur verið bent, í skýrslum og greinum, að arðsemi í ferðaþjónustu þyrfti að vera meiri og það er alveg rétt, enda er betri arðsemi forsenda þess að í greininni geti fólk af öllu tagi fundið vel launuð heilsársstörf. Ef við náum jafnari dreifingu ferðafólks yfir árið sláum við margar flugur í einu höggi. Jafnara álag bætir til muna nýtingu fjármuna, skilar sér í meiri arðsemi, fjölgar föstum heilsársstörfum og varðveitir þá reynslu og þekkingu sem skapast innan greinarinnar. En hvað getum við gert til að ýta undir heilsársferðaþjónustu? Atburðir síðustu vikna sanna hið fornkveðna, að hér geta veður skipast skjótt í lofti og hér getur fólk upplifað raunverulegt vetrarveður. En í því getur einmitt falist aðdráttarafl. Ferðamannastaðirnir okkar umbreytast að vetri til, en verða jafnvel enn fegurri fyrir vikið. Fossar í klakaböndum eru allt eins tilkomumiklir og þegar vatnið ryðst fram. Markaðssetning erlendis er mikilvæg, en við þurfum líka að setjast niður hér heima og ákveða hvað við viljum gera og hvað við erum tilbúin að leggja á okkur. Hér þarf að eiga sér samtal um forgangsröðun í snjóruðningi, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt, en einnig þarf að fræða fólkið sem hingað kemur um raunveruleika hins íslenska veturs. Að mörgu er að huga, en ég er sannfærð um að ef við höfum langtímahagsmuni ferðaþjónustunnar og íslensks samfélags í huga getum við náð markverðum árangri í þessum efnum. Höfundur er forstjóri Arctic Adventures.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun