Sannleikurinn um Vestfirði Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 12:01 Þegar landkrabbinn og Sunnlendingurinn ég réð sig til starfa til Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði rak mörg af mínum ættmennum og vinum í rogastans. Þeim fannst sumum algjört glapræði að hafa vetursetu á þessum guðsvolaða Vestfjarðakjálka sem væri nær einangraður og myrkvaður níu mánuði á ári. Ég reyndi nú að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir strax, það sér jú ekki til sólar á tímabili en það er nú bara í nokkrar vikur og á sama tíma verður oft ekki dagbjart annarsstaðar á landinu þótt heita megi að sól sjáist á himni, þegar skammdegið og vetrargráminn eru allsráðandi. Og “einangrunin” hefur meira með flugþjónustu og skort á varaflugvelli að gera en hræðileg vetrarveður og snjóþunga. Skemmst er frá því að segja að ég skrapp til höfuðborgarinnar um miðjan desembermánuð í stafalogni og naut þess að líta yfir Vestfirðina í vetrarsól út um flugvélargluggann. Aksturssamgöngur innan Vestfjarða hafa einnig verið mikið bættar frá því ég kom hingað fyrst fyrir um þremur áratugum síðan, og enn er verið að. Nú getur fólk hæglega búið á Flateyri eða í Bolungarvík og starfað á Ísafirði, Suðureyri eða Þingeyri. Vestfirðingar “skreppa” í fjölskylduboð á Akureyri og fótboltamót í Borgarnesi sömu helgina ef þarf og fara í stutter ferðir til evrópskra stórborga rétt eins og aðrir Íslendingar. Háskólanám á staðnum Eitt á ég samt erfitt með að leiðrétta, og það er HVAR ég starfa. Nýlega var ég stödd í hópi með mínum sprenglærðu og eldkláru vinkonum sem gerðu þá uppgötvun að í fyrsta lagi starfaði ég ekki fyrir “nýja skólann á Flateyri” og í öðru lagi að Háskólasetur Vestfjarða væri ekki útibú frá öðrum háskólum landsins. Háskólasetur Vestfjarða er nefnilega sjálfseignarstofnun sem heldur úti framhaldsnámi á háskólastigi og rannsóknum, og hefur gert í tæpa tvo áratugi. Hér er í boði meistarnám í skipulagi, stjórnun og þróun hafsvæða, sjávarbyggða og annarra smábyggða, og höldum við Háskólahátíð á Hrafnseyri 17. júní ár hvert þar sem fólk útskrifast með MA eða MRM gráður. Námið fer allt fram hér á Ísafirði, og á ensku enda er nemendahópurinn fjölþjóðlegur og mjög fjölbreyttur. Námskeiðin okkar eru kennd í 1-2 vikna lotum og opin öllum, bæði nemendum við aðra háskóla – sem vantar valeiningar - og fólki úr atvinnulífinu sem vill bæta við þekkingu sína. Hér er að vaxa upp öflugt fræðasamfélag og má finna fyrrverandi nemendur Háskólaseturs víða, bæði í störfum og sprotafyrirtækjum hér á Vestfjörðum sem og víðar um heiminn, s.s. í Alaska og Afríkulýðveldinu Kongó. Samfélögin í Ísafjarðarbæ njóta góðs af veru háskólanemanna, sem mörg hver ílendast hér á þessu fallega landsvæði og lita bæði atvinnu- og mannlífið hér, og yfirstandandi bygging námsmannaíbúða bæði á Ísafirði og Flateyri er skýrt merki um uppgang, bjartsýni og kraft hér á kjálkanum. Ég vona að þessi stutti pistill spari mér leiðréttingar og útskýringar í framtíðinni en þið getið fundið nánari upplýsingar um Háskólasetur Vestfjarða á heimasíðunni okkar. Þessa dagana er tekið við umsóknum fyrir næsta skólaár svo ég segi bara, velkomin vestur! Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Háskólar Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar landkrabbinn og Sunnlendingurinn ég réð sig til starfa til Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði rak mörg af mínum ættmennum og vinum í rogastans. Þeim fannst sumum algjört glapræði að hafa vetursetu á þessum guðsvolaða Vestfjarðakjálka sem væri nær einangraður og myrkvaður níu mánuði á ári. Ég reyndi nú að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir strax, það sér jú ekki til sólar á tímabili en það er nú bara í nokkrar vikur og á sama tíma verður oft ekki dagbjart annarsstaðar á landinu þótt heita megi að sól sjáist á himni, þegar skammdegið og vetrargráminn eru allsráðandi. Og “einangrunin” hefur meira með flugþjónustu og skort á varaflugvelli að gera en hræðileg vetrarveður og snjóþunga. Skemmst er frá því að segja að ég skrapp til höfuðborgarinnar um miðjan desembermánuð í stafalogni og naut þess að líta yfir Vestfirðina í vetrarsól út um flugvélargluggann. Aksturssamgöngur innan Vestfjarða hafa einnig verið mikið bættar frá því ég kom hingað fyrst fyrir um þremur áratugum síðan, og enn er verið að. Nú getur fólk hæglega búið á Flateyri eða í Bolungarvík og starfað á Ísafirði, Suðureyri eða Þingeyri. Vestfirðingar “skreppa” í fjölskylduboð á Akureyri og fótboltamót í Borgarnesi sömu helgina ef þarf og fara í stutter ferðir til evrópskra stórborga rétt eins og aðrir Íslendingar. Háskólanám á staðnum Eitt á ég samt erfitt með að leiðrétta, og það er HVAR ég starfa. Nýlega var ég stödd í hópi með mínum sprenglærðu og eldkláru vinkonum sem gerðu þá uppgötvun að í fyrsta lagi starfaði ég ekki fyrir “nýja skólann á Flateyri” og í öðru lagi að Háskólasetur Vestfjarða væri ekki útibú frá öðrum háskólum landsins. Háskólasetur Vestfjarða er nefnilega sjálfseignarstofnun sem heldur úti framhaldsnámi á háskólastigi og rannsóknum, og hefur gert í tæpa tvo áratugi. Hér er í boði meistarnám í skipulagi, stjórnun og þróun hafsvæða, sjávarbyggða og annarra smábyggða, og höldum við Háskólahátíð á Hrafnseyri 17. júní ár hvert þar sem fólk útskrifast með MA eða MRM gráður. Námið fer allt fram hér á Ísafirði, og á ensku enda er nemendahópurinn fjölþjóðlegur og mjög fjölbreyttur. Námskeiðin okkar eru kennd í 1-2 vikna lotum og opin öllum, bæði nemendum við aðra háskóla – sem vantar valeiningar - og fólki úr atvinnulífinu sem vill bæta við þekkingu sína. Hér er að vaxa upp öflugt fræðasamfélag og má finna fyrrverandi nemendur Háskólaseturs víða, bæði í störfum og sprotafyrirtækjum hér á Vestfjörðum sem og víðar um heiminn, s.s. í Alaska og Afríkulýðveldinu Kongó. Samfélögin í Ísafjarðarbæ njóta góðs af veru háskólanemanna, sem mörg hver ílendast hér á þessu fallega landsvæði og lita bæði atvinnu- og mannlífið hér, og yfirstandandi bygging námsmannaíbúða bæði á Ísafirði og Flateyri er skýrt merki um uppgang, bjartsýni og kraft hér á kjálkanum. Ég vona að þessi stutti pistill spari mér leiðréttingar og útskýringar í framtíðinni en þið getið fundið nánari upplýsingar um Háskólasetur Vestfjarða á heimasíðunni okkar. Þessa dagana er tekið við umsóknum fyrir næsta skólaár svo ég segi bara, velkomin vestur! Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun