Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Þar segir að fyrstu greiningar og skoðanir hafi bent til að bilun væri í tengimúffu í landi, nokkrum kílómetrum frá Rimakoti. Vestmannaeyjastrengur 1 hafi verið settur af stað og hann ásamt varaafli haldi nú inni forgangsorku í Vestmannaeyjum.
Strax hafi verið arið í að undirbúa viðgerð og stefnt er á að taka Rimakotslínu 1 út klukkan 14 í dag. Rarik mun keyra varaafl fyrir Vík og Landeyjar á meðan. Þá verður strengurinn mældur til að fá nánari staðsetningu á biluninni. Mælingu ætti að ljúka seinni partinn og ætti þá að koma nákvæm staðsetning og umfang viðgerðar.